Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar 28. janúar 2025 11:01 Þegar fólk ákveður að bjóða sig fram til þjónustu fyrir land og lýð þá vill maður trúa því að það sé til þess að gera landinu og þeim sem þar búa gagn. Oftast er það raunin, þeir sem bjóða sig fram til sveitarstjórna hugsa stundum meira um svæðisbundin atriði sem þá reka menn til framboðs og beina þeir þá sjónum sínum meira á þau atriði en þau sem eru sameiginleg með öðrum sveitarfélögum. Það er þó engin afsökun fyrir því að taka við embættum og ábyrgðarstöðum að vita ekki hvað fyrri stjórn hefur lofað og byrjað að vinna að. Það er nefnilega þannig að tæplega 400 sveitarstjórnarmenn á Íslandi, dreifðir um allt land, í hverju sveitarfélagi, tóku við samningi sem ríki, sveitarfélög og opinber stéttarfélög gerðu 2016. Þeir sem núna eru við stjórn og í stjórnarandstöðu um allt land vita (eða eiga að vita) um þetta samkomulag. Samkomulag sem hófst með því að skerða lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna en einhverra hluta vegna var ákveðið að bíða með að bæta þeim lífeyrisskerðinguna með hærri launum þar til síðar, miklu síðar og helst aldrei. Sveitarstjórnarmenn taka við búi fyrri sveitarstjórna, hvort sem þeim líkar það eða ekki, og verða að standa við þau áform. Það þýðir t.d. ekkert að hætta að byggja grunnskóla sem þegar er búið að gera grunnina að eða stoppa veglagningu eða uppbyggingu íbúðarhverfis þegar fyrir liggur að þarna eigi að vera vegur eða næsta hverfi byggðar. Það er nákvæmlega það sama sem gildir um samninga um laun, þegar búið er að semja, byrjað að vinna samkvæmt samningi þá þýðir ekkert að stíga út úr hringnum og segja að þetta hafi aldrei verið á áætlun. Að leggja það í hendur vegaverkamanna, eða byggingarfulltrúa að segja að hverfið rísi annars staðar eða að brúin sem byrjað er að byggja eigi að vera á öðrum stað er ekki góð lexía og er því aldrei gerð, það er aldrei „fokkað“ í hverfum eða mannvirkjum sem eru komin af stað, og því engin ástæða fyrir byggingarfulltrúa eða undirverktaka að koma fram í fréttum. Varðandi laun kennara þá er allt önnur stefna. Það er búið að semja um lífeyrismál og þau mál keyrð í gegn „no matter what“ en þegar seinni hluti samningins er kominn á dagskrá þá er sendur óbreyttur skrifstofumaður, með einhvern titil sem á að semja við kennara.. Semja um hvað??? Það er löngu búið að semja, það á bara eftir að standa við samninginn.Þessir tæplega 400 sveitarstjórnarmenn sem almenningur í landinu kaus til að standa vörð um hagsæld, menningu og menntun í hverju sveitarfélagi lætur sig nú hverfa bak við einhverja persónu sem var alls ekki kosin til að bera hag sveitarfélaga fyrir brjósti. Þessi persóna fer um velli fjölmiðla með vægast sagt misstöndugan sannleika um hvað málið snýst. Lætur líta út fyrir að kennarar vilja ekki semja við sveitarfélögin.. Það er svo rangt. Við erum löngu síðan búin að semja við sveitarfélögin. Ég gæti meira að segja trúað því að samningurinn hafi verið samþykktur áður en hún hóf störf hjá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga. Það er svo langt síðan. Spurning um að kynna sér söguna. Við, kennarar, viljum ekkert margar milljónir, eða afturvirka samninga til 2016. Við viljum bara að starfið okkar sé metið að verðleikum og greitt fyrir það þannig. Við viljum ekkert forstjóralaun, þó svo að við séum í mörgum tilfellum að handleika meiri verðmæti en þeir á hverjum degi. Við stefnum ekkert á að verða milljónamæringar, en við viljum gjarnan sleppa því að vinna tvö eða þrjú störf til að vera sæmilegar fyrirvinnur. Við viljum ekki vinna hálft árið og vera í fríi hálft árið. Við viljum bara halda áfram að vinna okkar vinnu sem er sambærileg við öll önnur störf á Íslandi, með 30 daga sumarfrí og frí um helgar. Við viljum bara fá sömu laun og sérfræðingar í öðru en kennslu fá. Það er ekkert rosalega flókið. Við hvetjum því þessa tæplega 400 sveitarstjórnarmenn til að standa upp, standa með okkur, segja samninganefndinni að það eigi að semja. Það vill enginn verkföll, þó þau séu í öðru sveitarfélagi. Við viljum fá stuðning því við erum verðmæti sem þarf að hugsa um og fara vel með, rétt eins og aðra starfsmenn. Við treystum á sveitarstjórnir og heimili og skóla og alla foreldra til að setja pressu á sveitarfélög til að koma í veg fyrir verkföll. Verkföll eru lokaúrræði sem ætti aldrei að þurfa að nýta. Koma svo.. semjið. Bibbi, kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þegar fólk ákveður að bjóða sig fram til þjónustu fyrir land og lýð þá vill maður trúa því að það sé til þess að gera landinu og þeim sem þar búa gagn. Oftast er það raunin, þeir sem bjóða sig fram til sveitarstjórna hugsa stundum meira um svæðisbundin atriði sem þá reka menn til framboðs og beina þeir þá sjónum sínum meira á þau atriði en þau sem eru sameiginleg með öðrum sveitarfélögum. Það er þó engin afsökun fyrir því að taka við embættum og ábyrgðarstöðum að vita ekki hvað fyrri stjórn hefur lofað og byrjað að vinna að. Það er nefnilega þannig að tæplega 400 sveitarstjórnarmenn á Íslandi, dreifðir um allt land, í hverju sveitarfélagi, tóku við samningi sem ríki, sveitarfélög og opinber stéttarfélög gerðu 2016. Þeir sem núna eru við stjórn og í stjórnarandstöðu um allt land vita (eða eiga að vita) um þetta samkomulag. Samkomulag sem hófst með því að skerða lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna en einhverra hluta vegna var ákveðið að bíða með að bæta þeim lífeyrisskerðinguna með hærri launum þar til síðar, miklu síðar og helst aldrei. Sveitarstjórnarmenn taka við búi fyrri sveitarstjórna, hvort sem þeim líkar það eða ekki, og verða að standa við þau áform. Það þýðir t.d. ekkert að hætta að byggja grunnskóla sem þegar er búið að gera grunnina að eða stoppa veglagningu eða uppbyggingu íbúðarhverfis þegar fyrir liggur að þarna eigi að vera vegur eða næsta hverfi byggðar. Það er nákvæmlega það sama sem gildir um samninga um laun, þegar búið er að semja, byrjað að vinna samkvæmt samningi þá þýðir ekkert að stíga út úr hringnum og segja að þetta hafi aldrei verið á áætlun. Að leggja það í hendur vegaverkamanna, eða byggingarfulltrúa að segja að hverfið rísi annars staðar eða að brúin sem byrjað er að byggja eigi að vera á öðrum stað er ekki góð lexía og er því aldrei gerð, það er aldrei „fokkað“ í hverfum eða mannvirkjum sem eru komin af stað, og því engin ástæða fyrir byggingarfulltrúa eða undirverktaka að koma fram í fréttum. Varðandi laun kennara þá er allt önnur stefna. Það er búið að semja um lífeyrismál og þau mál keyrð í gegn „no matter what“ en þegar seinni hluti samningins er kominn á dagskrá þá er sendur óbreyttur skrifstofumaður, með einhvern titil sem á að semja við kennara.. Semja um hvað??? Það er löngu búið að semja, það á bara eftir að standa við samninginn.Þessir tæplega 400 sveitarstjórnarmenn sem almenningur í landinu kaus til að standa vörð um hagsæld, menningu og menntun í hverju sveitarfélagi lætur sig nú hverfa bak við einhverja persónu sem var alls ekki kosin til að bera hag sveitarfélaga fyrir brjósti. Þessi persóna fer um velli fjölmiðla með vægast sagt misstöndugan sannleika um hvað málið snýst. Lætur líta út fyrir að kennarar vilja ekki semja við sveitarfélögin.. Það er svo rangt. Við erum löngu síðan búin að semja við sveitarfélögin. Ég gæti meira að segja trúað því að samningurinn hafi verið samþykktur áður en hún hóf störf hjá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga. Það er svo langt síðan. Spurning um að kynna sér söguna. Við, kennarar, viljum ekkert margar milljónir, eða afturvirka samninga til 2016. Við viljum bara að starfið okkar sé metið að verðleikum og greitt fyrir það þannig. Við viljum ekkert forstjóralaun, þó svo að við séum í mörgum tilfellum að handleika meiri verðmæti en þeir á hverjum degi. Við stefnum ekkert á að verða milljónamæringar, en við viljum gjarnan sleppa því að vinna tvö eða þrjú störf til að vera sæmilegar fyrirvinnur. Við viljum ekki vinna hálft árið og vera í fríi hálft árið. Við viljum bara halda áfram að vinna okkar vinnu sem er sambærileg við öll önnur störf á Íslandi, með 30 daga sumarfrí og frí um helgar. Við viljum bara fá sömu laun og sérfræðingar í öðru en kennslu fá. Það er ekkert rosalega flókið. Við hvetjum því þessa tæplega 400 sveitarstjórnarmenn til að standa upp, standa með okkur, segja samninganefndinni að það eigi að semja. Það vill enginn verkföll, þó þau séu í öðru sveitarfélagi. Við viljum fá stuðning því við erum verðmæti sem þarf að hugsa um og fara vel með, rétt eins og aðra starfsmenn. Við treystum á sveitarstjórnir og heimili og skóla og alla foreldra til að setja pressu á sveitarfélög til að koma í veg fyrir verkföll. Verkföll eru lokaúrræði sem ætti aldrei að þurfa að nýta. Koma svo.. semjið. Bibbi, kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun