Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2025 13:32 Bronny James og LeBron James á ferðinni í leiknum gegn Philadelphia 76ers. LeBron skoraði 31 stig en Bronny var stigalaus. getty/Emilee Chinn JJ Redick, þjálfari Los Angeles Lakers, segist ef til vill hafa gert mistök með því nota Bronny James jafn mikið og hann gerði í leiknum gegn Philadelphia 76ers í nótt. Eftir stundina sögulegu í upphafsleik Lakers á tímabilinu, þar sem Bronny lék með föður sínum, LeBron James, hefur hann verið notaður sparlega og aðallega leikið með G-deildarliðinu South Bay Lakers. Bronny fékk hins vegar tækifæri gegn Sixers í nótt og lék í fimmtán mínútur. Hann verður ekki sakaður um að hafa nýtt þær vel en öll fimm skot hans geiguðu og hann tapaði boltanum þrisvar sinnum. Þá var Bronny í vandræðum í vörninni. „Kannski setti ég hann í erfiða stöðu,“ sagði Redick eftir leikinn sem Lakers tapaði, 118-104. „Að fljúga hingað í gær, sjónvarpsleikur í Philly og allt það. Hann spilaði ekki vel en hefur spilað frábærlega í G-deildinni.“ JJ Redick says he played Bronny in the 1st quarter hoping he'd bring the team "energy""He didn't play well, but he's been playing great in the stay-ready games and in the [G League]. I have confidence in him." pic.twitter.com/SNk4G5swIa— Bleacher Report (@BleacherReport) January 29, 2025 Bronny hafði verið að spila með South Bay Lakers áður en Redick kallaði í hann fyrir leikinn gegn Sixers. „Mér fannst bara þegar það voru tveir leikir í röð að hann gæti fært okkur orku. Það var markmiðið. Ég hef trú á honum en augljóslega sýndi hann það ekki á þessu getustigi.“ Eftir leikinn viðurkenndi Bronny að það hefði komið honum á óvart þegar Redick hóaði í hann. „Það kom upp úr þurru svo ég reyndi bara að vera tilbúinn að spila,“ sagði Bronny sem Lakers valdi með 55. valrétti í nýliðvali NBA síðasta sumar. LeBron var atkvæðamestur Lakers-manna í tapinu í nótt. Hann skoraði 31 stig, tók átta fráköst og gaf níu stoðsendingar. Hann hitti úr tíu af sextán skotum sínum. NBA Mest lesið Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Körfubolti Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA Sjá meira
Eftir stundina sögulegu í upphafsleik Lakers á tímabilinu, þar sem Bronny lék með föður sínum, LeBron James, hefur hann verið notaður sparlega og aðallega leikið með G-deildarliðinu South Bay Lakers. Bronny fékk hins vegar tækifæri gegn Sixers í nótt og lék í fimmtán mínútur. Hann verður ekki sakaður um að hafa nýtt þær vel en öll fimm skot hans geiguðu og hann tapaði boltanum þrisvar sinnum. Þá var Bronny í vandræðum í vörninni. „Kannski setti ég hann í erfiða stöðu,“ sagði Redick eftir leikinn sem Lakers tapaði, 118-104. „Að fljúga hingað í gær, sjónvarpsleikur í Philly og allt það. Hann spilaði ekki vel en hefur spilað frábærlega í G-deildinni.“ JJ Redick says he played Bronny in the 1st quarter hoping he'd bring the team "energy""He didn't play well, but he's been playing great in the stay-ready games and in the [G League]. I have confidence in him." pic.twitter.com/SNk4G5swIa— Bleacher Report (@BleacherReport) January 29, 2025 Bronny hafði verið að spila með South Bay Lakers áður en Redick kallaði í hann fyrir leikinn gegn Sixers. „Mér fannst bara þegar það voru tveir leikir í röð að hann gæti fært okkur orku. Það var markmiðið. Ég hef trú á honum en augljóslega sýndi hann það ekki á þessu getustigi.“ Eftir leikinn viðurkenndi Bronny að það hefði komið honum á óvart þegar Redick hóaði í hann. „Það kom upp úr þurru svo ég reyndi bara að vera tilbúinn að spila,“ sagði Bronny sem Lakers valdi með 55. valrétti í nýliðvali NBA síðasta sumar. LeBron var atkvæðamestur Lakers-manna í tapinu í nótt. Hann skoraði 31 stig, tók átta fráköst og gaf níu stoðsendingar. Hann hitti úr tíu af sextán skotum sínum.
NBA Mest lesið Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Körfubolti Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA Sjá meira