Markaðurinn væntir vaxtalækkana Árni Sæberg skrifar 29. janúar 2025 11:33 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. Markaðurinn væntir þess að hann lækki stýrivexti. Vísir/Vilhelm Niðurstöður könnunar Seðlabankans meðal markaðsaðila gefa til kynna að verðbólguvæntingar þeirra til skamms tíma hafi lítið breyst frá síðustu könnun í nóvember. Þeir vænti þess að stýrivextir verði orðnir 5,75 prósent eftir tvö ár. Í tilkynningu á vef Seðlabanka Íslands segir að bankinn hafi kannað væntingar markaðsaðila dagana 20. til 22. janúar síðastliðinn. Leitað hafi verið til 39 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði, það er banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana, fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar og tryggingafélaga. Svör hafi fengist frá þrjátíu aðilum og svarhlutfallið hafi því verið 77 prósent. Óbreyttar verðbólguvæntingar til skamms tíma en ekki lengri Niðurstöður könnunarinnar gefi til kynna að verðbólguvæntingar markaðsaðila til skamms tíma hafi lítið breyst frá síðustu könnun í nóvember síðastliðnum. Þeir vænti þess að verðbólga hjaðni áfram og verði 3,6 prósent eftir eitt ár, 3,3 prósent eftir tvö ár og 3,4 prósent að meðaltali næstu fimm ár. Langtímaverðbólguvæntingar þeirra hafi hins vegar hækkað milli kannana og þeir búist nú við því að verðbólga verði 3,4 prósent að meðaltali næstu tíu ár samanborið við 3 prósent í síðustu könnun. Samkvæmt niðurstöðum úr könnuninni búist markaðsaðilar við því að gengi krónunnar lækki á næstu misserum og að gengi evru gagnvart krónu verði 150 krónur eftir eitt ár. Færri telja taumhaldið of þétt Miðað við miðgildi svara í könnuninni geri markaðsaðilar ráð fyrir því að meginvextir Seðlabankans lækki áfram og verði 7,75 prósent í lok núverandi ársfjórðungs, 6,75 prósent eftir eitt ár og 5,75 prósent eftir tvö ár. Þetta séu sömu vextir og markaðsaðilar væntu í síðustu könnun. Hlutfall svarenda sem taldi taumhaldið vera of þétt hafi minnkað lítillega milli kannana og verið 80 prósent, samanborið við 87 prósent í síðustu könnun. Um 20 prósent hafi talið taumhaldið vera hæfilegt samanborið við 13 prósent í nóvember en enginn hafi svarað því að taumhaldið væri of laust. Dreifing svara um væntingar til verðbólgu hafi verið minni en í nóvemberkönnuninni á flesta mælikvarða. Dreifing svara markaðsaðila um væntingar til vaxta hafi hins vegar aukist á nær alla mælikvarða milli kannana. Velta á fasteignamarkaði fari minnkandi Markaðsaðilar hafi einnig verið spurðir um þróun fasteignamarkaðarins á næstu tólf mánuðum. Helmingur svarenda hafi talið að velta á fasteignamarkaði muni minnka á næstu tólf mánuðum. Svör markaðsaðila varðandi verðþróun hafi verið nokkuð dreifð en þriðjungur svarenda hafi tekið fram að hann telji að raunverð húsnæðis lækki á næstu tólf mánuðum og annar þriðjungur að það hækki. Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Í tilkynningu á vef Seðlabanka Íslands segir að bankinn hafi kannað væntingar markaðsaðila dagana 20. til 22. janúar síðastliðinn. Leitað hafi verið til 39 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði, það er banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana, fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar og tryggingafélaga. Svör hafi fengist frá þrjátíu aðilum og svarhlutfallið hafi því verið 77 prósent. Óbreyttar verðbólguvæntingar til skamms tíma en ekki lengri Niðurstöður könnunarinnar gefi til kynna að verðbólguvæntingar markaðsaðila til skamms tíma hafi lítið breyst frá síðustu könnun í nóvember síðastliðnum. Þeir vænti þess að verðbólga hjaðni áfram og verði 3,6 prósent eftir eitt ár, 3,3 prósent eftir tvö ár og 3,4 prósent að meðaltali næstu fimm ár. Langtímaverðbólguvæntingar þeirra hafi hins vegar hækkað milli kannana og þeir búist nú við því að verðbólga verði 3,4 prósent að meðaltali næstu tíu ár samanborið við 3 prósent í síðustu könnun. Samkvæmt niðurstöðum úr könnuninni búist markaðsaðilar við því að gengi krónunnar lækki á næstu misserum og að gengi evru gagnvart krónu verði 150 krónur eftir eitt ár. Færri telja taumhaldið of þétt Miðað við miðgildi svara í könnuninni geri markaðsaðilar ráð fyrir því að meginvextir Seðlabankans lækki áfram og verði 7,75 prósent í lok núverandi ársfjórðungs, 6,75 prósent eftir eitt ár og 5,75 prósent eftir tvö ár. Þetta séu sömu vextir og markaðsaðilar væntu í síðustu könnun. Hlutfall svarenda sem taldi taumhaldið vera of þétt hafi minnkað lítillega milli kannana og verið 80 prósent, samanborið við 87 prósent í síðustu könnun. Um 20 prósent hafi talið taumhaldið vera hæfilegt samanborið við 13 prósent í nóvember en enginn hafi svarað því að taumhaldið væri of laust. Dreifing svara um væntingar til verðbólgu hafi verið minni en í nóvemberkönnuninni á flesta mælikvarða. Dreifing svara markaðsaðila um væntingar til vaxta hafi hins vegar aukist á nær alla mælikvarða milli kannana. Velta á fasteignamarkaði fari minnkandi Markaðsaðilar hafi einnig verið spurðir um þróun fasteignamarkaðarins á næstu tólf mánuðum. Helmingur svarenda hafi talið að velta á fasteignamarkaði muni minnka á næstu tólf mánuðum. Svör markaðsaðila varðandi verðþróun hafi verið nokkuð dreifð en þriðjungur svarenda hafi tekið fram að hann telji að raunverð húsnæðis lækki á næstu tólf mánuðum og annar þriðjungur að það hækki.
Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent