Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar 30. janúar 2025 15:54 Af hverju er viðsemjandi kennara manneskja sem ekkert virðist ekkert vita um kennarastarfið? Það sem haft er eftir henni í blöðum er svo glórulaust að ég get ekki annað en ályktað að hún hafi keypt sér svona fín heyrnartól þar sem hægt er að útiloka öll umhverfishljóð, þar með talið viðræðurnar sem hún hefur tekið þátt í síðustu mánuði. Það er janúar og einu viðbrögðin sem við fáum frá viðsemjendum okkar er þegar formaður samninganefndar sveitarfélaga drullar yfir okkur í gegnum vin sinn á mogganum. Það er janúar og tvær mínútur í verkfall og enn veit hún ekki að kennurum stendur sannarlega til boða að bæta við sig vinnu, taka að sér önnur störf eða meiri ábyrgð. Í rauninni eru í boði miklu fleiri störf en kennarar báðu um vegna skorts á mannafla. Nú væri frábært ef einhverjir velviljaðir menn frá Viðskiptaráði eða Samtökum atvinnulífsins gætu komið áhuga sínum á menntamálum í góðan farveg og upplýst Ingu Rún um hið fræga lögmál um framboð og eftirspurn. Eða kannski ekki því þetta lögmál á víst ekki við þegar kemur að ummönnunarstörfum eða fræðslu. Það er flótti úr þessum stéttum sem þýðir að þeir sem eftir verða þurfa stöðugt að hlaupa undir bagga og slökkva elda. Þar til þeir gefast upp. Ég veit að síðustu mánuði hefur Inga og nefndin hennar fengið allar upplýsingar um fjölda ómenntaðra kennara, fjöldann sem gefst upp eftir vikur eða mánuði í kennslu, fjöldann sem endar í veikindaleyfi og fjöldann sem er að komast á aldur. Hún hefur líka fengið upplýsingar um vinnutíma og skipulag en virðist enn ekkert skilja. Inga talar eins og að kennarar eigi í vandræðum með að vinna sig upp úr einhverju gólfi, þurfi kannski bara að leggja aðeins meira á sig til þess að verða einhvers konar stjórar eða yfirmenn. Nú er ég alveg viss um að fulltrúar Kennarasambandsins hafi reynt að útskýra eðli kennslu fyrir henni en bara svo það sé á hreinu þá byggist skólakerfið á þessum kennurum á gólfinu. Þeir eru sérfræðingar á sínu sviði og bera ábyrgð á velsæld og menntun skjólstæðinga sinna. Þetta er fólkið sem býr til myndbönd og þýðir verkefni í sjálfboðavinnu svo íslensk börn kunni ekki bara hugtök á ensku, þetta er fólkið sem eyðir frístundum í að læra á gervigreindina til þess að þýða námsefnið á arabísku, litháísku, víetnömsku og öll hin tungumálin svo nýfluttu börnin eigi einhvern séns í náminu, þetta er fólkið sem situr á kvöldin yfir þróunarverkefnum og deilir þeim út til annarra kennara því þeir vita að námsefnið í faginu er úrelt. Þetta er fólkið sem er stöðugt að lesa sér til, fara á námskeið og deila þekkingu sinni á vinnustaðnum vegna þess að við viljum og ætlum að koma til móts við öll börn. Þetta er kennarinn í dag. Það að þeir séu margir á sama stað gjaldfellir ekki starfið. Gróskan sem á sér stað hvarvetna í skólakerfinu er til komin vegna kennara á gólfinu þótt það rati ekki í moggann sem byggir alla sína afkomu á heimsendaspám og hræðslu við breytingar. Um allt land eru kennarar að vinna aukalega og fyrst Inga Rún ljær máls á þessu segi ég bara Já, takk. Ég skal taka við greiðslu fyrir öll þau aukastörf sem ég inni af hendi og ábyrgð sem ég tek á mig alla daga. Ég ætla að kalla það laun. Ég þarf ekki að vera stjóri eða fá nafnbót. Ég er kennari. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Af hverju er viðsemjandi kennara manneskja sem ekkert virðist ekkert vita um kennarastarfið? Það sem haft er eftir henni í blöðum er svo glórulaust að ég get ekki annað en ályktað að hún hafi keypt sér svona fín heyrnartól þar sem hægt er að útiloka öll umhverfishljóð, þar með talið viðræðurnar sem hún hefur tekið þátt í síðustu mánuði. Það er janúar og einu viðbrögðin sem við fáum frá viðsemjendum okkar er þegar formaður samninganefndar sveitarfélaga drullar yfir okkur í gegnum vin sinn á mogganum. Það er janúar og tvær mínútur í verkfall og enn veit hún ekki að kennurum stendur sannarlega til boða að bæta við sig vinnu, taka að sér önnur störf eða meiri ábyrgð. Í rauninni eru í boði miklu fleiri störf en kennarar báðu um vegna skorts á mannafla. Nú væri frábært ef einhverjir velviljaðir menn frá Viðskiptaráði eða Samtökum atvinnulífsins gætu komið áhuga sínum á menntamálum í góðan farveg og upplýst Ingu Rún um hið fræga lögmál um framboð og eftirspurn. Eða kannski ekki því þetta lögmál á víst ekki við þegar kemur að ummönnunarstörfum eða fræðslu. Það er flótti úr þessum stéttum sem þýðir að þeir sem eftir verða þurfa stöðugt að hlaupa undir bagga og slökkva elda. Þar til þeir gefast upp. Ég veit að síðustu mánuði hefur Inga og nefndin hennar fengið allar upplýsingar um fjölda ómenntaðra kennara, fjöldann sem gefst upp eftir vikur eða mánuði í kennslu, fjöldann sem endar í veikindaleyfi og fjöldann sem er að komast á aldur. Hún hefur líka fengið upplýsingar um vinnutíma og skipulag en virðist enn ekkert skilja. Inga talar eins og að kennarar eigi í vandræðum með að vinna sig upp úr einhverju gólfi, þurfi kannski bara að leggja aðeins meira á sig til þess að verða einhvers konar stjórar eða yfirmenn. Nú er ég alveg viss um að fulltrúar Kennarasambandsins hafi reynt að útskýra eðli kennslu fyrir henni en bara svo það sé á hreinu þá byggist skólakerfið á þessum kennurum á gólfinu. Þeir eru sérfræðingar á sínu sviði og bera ábyrgð á velsæld og menntun skjólstæðinga sinna. Þetta er fólkið sem býr til myndbönd og þýðir verkefni í sjálfboðavinnu svo íslensk börn kunni ekki bara hugtök á ensku, þetta er fólkið sem eyðir frístundum í að læra á gervigreindina til þess að þýða námsefnið á arabísku, litháísku, víetnömsku og öll hin tungumálin svo nýfluttu börnin eigi einhvern séns í náminu, þetta er fólkið sem situr á kvöldin yfir þróunarverkefnum og deilir þeim út til annarra kennara því þeir vita að námsefnið í faginu er úrelt. Þetta er fólkið sem er stöðugt að lesa sér til, fara á námskeið og deila þekkingu sinni á vinnustaðnum vegna þess að við viljum og ætlum að koma til móts við öll börn. Þetta er kennarinn í dag. Það að þeir séu margir á sama stað gjaldfellir ekki starfið. Gróskan sem á sér stað hvarvetna í skólakerfinu er til komin vegna kennara á gólfinu þótt það rati ekki í moggann sem byggir alla sína afkomu á heimsendaspám og hræðslu við breytingar. Um allt land eru kennarar að vinna aukalega og fyrst Inga Rún ljær máls á þessu segi ég bara Já, takk. Ég skal taka við greiðslu fyrir öll þau aukastörf sem ég inni af hendi og ábyrgð sem ég tek á mig alla daga. Ég ætla að kalla það laun. Ég þarf ekki að vera stjóri eða fá nafnbót. Ég er kennari. Höfundur er kennari.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun