Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar 30. janúar 2025 15:54 Af hverju er viðsemjandi kennara manneskja sem ekkert virðist ekkert vita um kennarastarfið? Það sem haft er eftir henni í blöðum er svo glórulaust að ég get ekki annað en ályktað að hún hafi keypt sér svona fín heyrnartól þar sem hægt er að útiloka öll umhverfishljóð, þar með talið viðræðurnar sem hún hefur tekið þátt í síðustu mánuði. Það er janúar og einu viðbrögðin sem við fáum frá viðsemjendum okkar er þegar formaður samninganefndar sveitarfélaga drullar yfir okkur í gegnum vin sinn á mogganum. Það er janúar og tvær mínútur í verkfall og enn veit hún ekki að kennurum stendur sannarlega til boða að bæta við sig vinnu, taka að sér önnur störf eða meiri ábyrgð. Í rauninni eru í boði miklu fleiri störf en kennarar báðu um vegna skorts á mannafla. Nú væri frábært ef einhverjir velviljaðir menn frá Viðskiptaráði eða Samtökum atvinnulífsins gætu komið áhuga sínum á menntamálum í góðan farveg og upplýst Ingu Rún um hið fræga lögmál um framboð og eftirspurn. Eða kannski ekki því þetta lögmál á víst ekki við þegar kemur að ummönnunarstörfum eða fræðslu. Það er flótti úr þessum stéttum sem þýðir að þeir sem eftir verða þurfa stöðugt að hlaupa undir bagga og slökkva elda. Þar til þeir gefast upp. Ég veit að síðustu mánuði hefur Inga og nefndin hennar fengið allar upplýsingar um fjölda ómenntaðra kennara, fjöldann sem gefst upp eftir vikur eða mánuði í kennslu, fjöldann sem endar í veikindaleyfi og fjöldann sem er að komast á aldur. Hún hefur líka fengið upplýsingar um vinnutíma og skipulag en virðist enn ekkert skilja. Inga talar eins og að kennarar eigi í vandræðum með að vinna sig upp úr einhverju gólfi, þurfi kannski bara að leggja aðeins meira á sig til þess að verða einhvers konar stjórar eða yfirmenn. Nú er ég alveg viss um að fulltrúar Kennarasambandsins hafi reynt að útskýra eðli kennslu fyrir henni en bara svo það sé á hreinu þá byggist skólakerfið á þessum kennurum á gólfinu. Þeir eru sérfræðingar á sínu sviði og bera ábyrgð á velsæld og menntun skjólstæðinga sinna. Þetta er fólkið sem býr til myndbönd og þýðir verkefni í sjálfboðavinnu svo íslensk börn kunni ekki bara hugtök á ensku, þetta er fólkið sem eyðir frístundum í að læra á gervigreindina til þess að þýða námsefnið á arabísku, litháísku, víetnömsku og öll hin tungumálin svo nýfluttu börnin eigi einhvern séns í náminu, þetta er fólkið sem situr á kvöldin yfir þróunarverkefnum og deilir þeim út til annarra kennara því þeir vita að námsefnið í faginu er úrelt. Þetta er fólkið sem er stöðugt að lesa sér til, fara á námskeið og deila þekkingu sinni á vinnustaðnum vegna þess að við viljum og ætlum að koma til móts við öll börn. Þetta er kennarinn í dag. Það að þeir séu margir á sama stað gjaldfellir ekki starfið. Gróskan sem á sér stað hvarvetna í skólakerfinu er til komin vegna kennara á gólfinu þótt það rati ekki í moggann sem byggir alla sína afkomu á heimsendaspám og hræðslu við breytingar. Um allt land eru kennarar að vinna aukalega og fyrst Inga Rún ljær máls á þessu segi ég bara Já, takk. Ég skal taka við greiðslu fyrir öll þau aukastörf sem ég inni af hendi og ábyrgð sem ég tek á mig alla daga. Ég ætla að kalla það laun. Ég þarf ekki að vera stjóri eða fá nafnbót. Ég er kennari. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Sjá meira
Af hverju er viðsemjandi kennara manneskja sem ekkert virðist ekkert vita um kennarastarfið? Það sem haft er eftir henni í blöðum er svo glórulaust að ég get ekki annað en ályktað að hún hafi keypt sér svona fín heyrnartól þar sem hægt er að útiloka öll umhverfishljóð, þar með talið viðræðurnar sem hún hefur tekið þátt í síðustu mánuði. Það er janúar og einu viðbrögðin sem við fáum frá viðsemjendum okkar er þegar formaður samninganefndar sveitarfélaga drullar yfir okkur í gegnum vin sinn á mogganum. Það er janúar og tvær mínútur í verkfall og enn veit hún ekki að kennurum stendur sannarlega til boða að bæta við sig vinnu, taka að sér önnur störf eða meiri ábyrgð. Í rauninni eru í boði miklu fleiri störf en kennarar báðu um vegna skorts á mannafla. Nú væri frábært ef einhverjir velviljaðir menn frá Viðskiptaráði eða Samtökum atvinnulífsins gætu komið áhuga sínum á menntamálum í góðan farveg og upplýst Ingu Rún um hið fræga lögmál um framboð og eftirspurn. Eða kannski ekki því þetta lögmál á víst ekki við þegar kemur að ummönnunarstörfum eða fræðslu. Það er flótti úr þessum stéttum sem þýðir að þeir sem eftir verða þurfa stöðugt að hlaupa undir bagga og slökkva elda. Þar til þeir gefast upp. Ég veit að síðustu mánuði hefur Inga og nefndin hennar fengið allar upplýsingar um fjölda ómenntaðra kennara, fjöldann sem gefst upp eftir vikur eða mánuði í kennslu, fjöldann sem endar í veikindaleyfi og fjöldann sem er að komast á aldur. Hún hefur líka fengið upplýsingar um vinnutíma og skipulag en virðist enn ekkert skilja. Inga talar eins og að kennarar eigi í vandræðum með að vinna sig upp úr einhverju gólfi, þurfi kannski bara að leggja aðeins meira á sig til þess að verða einhvers konar stjórar eða yfirmenn. Nú er ég alveg viss um að fulltrúar Kennarasambandsins hafi reynt að útskýra eðli kennslu fyrir henni en bara svo það sé á hreinu þá byggist skólakerfið á þessum kennurum á gólfinu. Þeir eru sérfræðingar á sínu sviði og bera ábyrgð á velsæld og menntun skjólstæðinga sinna. Þetta er fólkið sem býr til myndbönd og þýðir verkefni í sjálfboðavinnu svo íslensk börn kunni ekki bara hugtök á ensku, þetta er fólkið sem eyðir frístundum í að læra á gervigreindina til þess að þýða námsefnið á arabísku, litháísku, víetnömsku og öll hin tungumálin svo nýfluttu börnin eigi einhvern séns í náminu, þetta er fólkið sem situr á kvöldin yfir þróunarverkefnum og deilir þeim út til annarra kennara því þeir vita að námsefnið í faginu er úrelt. Þetta er fólkið sem er stöðugt að lesa sér til, fara á námskeið og deila þekkingu sinni á vinnustaðnum vegna þess að við viljum og ætlum að koma til móts við öll börn. Þetta er kennarinn í dag. Það að þeir séu margir á sama stað gjaldfellir ekki starfið. Gróskan sem á sér stað hvarvetna í skólakerfinu er til komin vegna kennara á gólfinu þótt það rati ekki í moggann sem byggir alla sína afkomu á heimsendaspám og hræðslu við breytingar. Um allt land eru kennarar að vinna aukalega og fyrst Inga Rún ljær máls á þessu segi ég bara Já, takk. Ég skal taka við greiðslu fyrir öll þau aukastörf sem ég inni af hendi og ábyrgð sem ég tek á mig alla daga. Ég ætla að kalla það laun. Ég þarf ekki að vera stjóri eða fá nafnbót. Ég er kennari. Höfundur er kennari.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun