Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar 31. janúar 2025 07:01 Enn fer formaður samninganefndar sveitarfélaga af stað. Nú síðast er haft eftir henni að samningur kennara sé svo gamaldags og þar sé hver mínúta niðurnjörvuð en aðrir háskólamenntaðir starfsmenn gangi bara í þau störf sem þarf helst að sinna og viti ekki endilega hvað hver dagur hefur í för með sér. Er konunni alvara? Veit hún ekki að mínútutalningin er til þess að vernda okkur gegn því að drukkna í botnlausum pytti verkefna. Til þess að hafa einhver mörk. Vita kennarar einhvern tímann hvernig dagurinn í vinnunni verður? Við erum með plan B, C og D alla daga og hún heldur að dagurinn okkar sé niðurnjörvaður. Kennari, réttu upp hönd ef: þú þurftir skyndilega að taka að þér aukahóp vegna forfalla. þú þurftir að endurskipuleggja kennslustund á leið í stofuna vegna þess að netið er dottið út. þú þurftir að græja þrjár kennslustundir á staðnum vegna þess að ferðinni sem bekkurinn átti að fara í var aflýst. þú þurftir að skiptast á við félaga að taka matarhlé vegna þess að það er gul viðvörun og allir nemendur inni. þú ert með leikrit eftir korter fyrir allan skólann og það vantar 5 nemendur vegna flensu en þú ert upptekin að reyna að stilla til friðar eftir slagsmál í frímínútum. þú eyddir frímínútunum í að finna stofu vegna þess að það er búið að loka hluta af skólanum sökum viðhalds. Þú endar með að kenna á ganginum. þú stóðst í klukkutíma með heilan bekk á strætóstöð vegna þess að strætó var fullsetinn. þú þurftir skyndilega að græja nýja smiðju vegna þess að borgin ákvað að henda út forritinu sem þú ætlaðir að nota. þú og nemendur þínir missa aðgang að verkefnum sínum vegna þess að forriti var lokað án fyrirvara. það er ekki pláss fyrir alla nemendur svo haustið er helgað útikennslu. þú endar með að kenna 49 nemendum ein vegna þess að samkennari þinn er upptekin við að sinna einum nemanda með alvarlegan vanda. eyðurnar þínar fara í forföll í stað undirbúnings vegna manneklu. göngutúrinn með hópnum þínum breyttist í "survival námskeið" vegna þess að einn missti alvarlega stjórn á hegðun sinni og kastaði grjóti í allar áttir. þú gekkst á milli til þess að stöðva barsmíðar og vonaðir að hnefinn endaði ekki í andlitinu á þér. þú horfðir fast í augu nemanda sem otaði vopni að þér og vonaðir að kennaraaugnaráð dygði. Ég nenni ekki að halda áfram með þetta, allir kennarar vita hvernig þetta er og geta örugglega bætt ótal atriðum við. Sumt af þessu er afleitt en sumt af þessu er hluti af því að ég elska kennslu í grunnskóla. Hver einasti dagur er sérstakur og ég veit aldrei hvernig hann verður. Ég skal svoleiðis bóka það að sérfræðingarnir í samninganefnd hafa aldrei upplifað slíka fjölbreytni í sinni vinnu. Annars skil ég engan veginn hvað formaðurinn á við, eigum við að hætta að hafa stundaskrá, bera ábyrgð á fagi eða bekk og bara fá að vita á morgnana hver vinnan er þann daginn? Ég legg til að samninganefnd sveitarfélaga hætti að stunda áróðursstríð í fjölmiðlum og einbeiti sér að finna leið til þess að standa við gerða samninga. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Sjá meira
Enn fer formaður samninganefndar sveitarfélaga af stað. Nú síðast er haft eftir henni að samningur kennara sé svo gamaldags og þar sé hver mínúta niðurnjörvuð en aðrir háskólamenntaðir starfsmenn gangi bara í þau störf sem þarf helst að sinna og viti ekki endilega hvað hver dagur hefur í för með sér. Er konunni alvara? Veit hún ekki að mínútutalningin er til þess að vernda okkur gegn því að drukkna í botnlausum pytti verkefna. Til þess að hafa einhver mörk. Vita kennarar einhvern tímann hvernig dagurinn í vinnunni verður? Við erum með plan B, C og D alla daga og hún heldur að dagurinn okkar sé niðurnjörvaður. Kennari, réttu upp hönd ef: þú þurftir skyndilega að taka að þér aukahóp vegna forfalla. þú þurftir að endurskipuleggja kennslustund á leið í stofuna vegna þess að netið er dottið út. þú þurftir að græja þrjár kennslustundir á staðnum vegna þess að ferðinni sem bekkurinn átti að fara í var aflýst. þú þurftir að skiptast á við félaga að taka matarhlé vegna þess að það er gul viðvörun og allir nemendur inni. þú ert með leikrit eftir korter fyrir allan skólann og það vantar 5 nemendur vegna flensu en þú ert upptekin að reyna að stilla til friðar eftir slagsmál í frímínútum. þú eyddir frímínútunum í að finna stofu vegna þess að það er búið að loka hluta af skólanum sökum viðhalds. Þú endar með að kenna á ganginum. þú stóðst í klukkutíma með heilan bekk á strætóstöð vegna þess að strætó var fullsetinn. þú þurftir skyndilega að græja nýja smiðju vegna þess að borgin ákvað að henda út forritinu sem þú ætlaðir að nota. þú og nemendur þínir missa aðgang að verkefnum sínum vegna þess að forriti var lokað án fyrirvara. það er ekki pláss fyrir alla nemendur svo haustið er helgað útikennslu. þú endar með að kenna 49 nemendum ein vegna þess að samkennari þinn er upptekin við að sinna einum nemanda með alvarlegan vanda. eyðurnar þínar fara í forföll í stað undirbúnings vegna manneklu. göngutúrinn með hópnum þínum breyttist í "survival námskeið" vegna þess að einn missti alvarlega stjórn á hegðun sinni og kastaði grjóti í allar áttir. þú gekkst á milli til þess að stöðva barsmíðar og vonaðir að hnefinn endaði ekki í andlitinu á þér. þú horfðir fast í augu nemanda sem otaði vopni að þér og vonaðir að kennaraaugnaráð dygði. Ég nenni ekki að halda áfram með þetta, allir kennarar vita hvernig þetta er og geta örugglega bætt ótal atriðum við. Sumt af þessu er afleitt en sumt af þessu er hluti af því að ég elska kennslu í grunnskóla. Hver einasti dagur er sérstakur og ég veit aldrei hvernig hann verður. Ég skal svoleiðis bóka það að sérfræðingarnir í samninganefnd hafa aldrei upplifað slíka fjölbreytni í sinni vinnu. Annars skil ég engan veginn hvað formaðurinn á við, eigum við að hætta að hafa stundaskrá, bera ábyrgð á fagi eða bekk og bara fá að vita á morgnana hver vinnan er þann daginn? Ég legg til að samninganefnd sveitarfélaga hætti að stunda áróðursstríð í fjölmiðlum og einbeiti sér að finna leið til þess að standa við gerða samninga. Höfundur er kennari.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun