Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. janúar 2025 07:33 Þúsundir barna hafa dáið eða særst í árásum Ísraelsmanna og mörg þeirra þurfa meiri aðstoð en þau geta fengið á Gasa. Getty/Anadolu/Moiz Salhi António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kallar eftir því að um 2.500 börn verði flutt frá Gasa tafarlaust og undir læknishendur. Ákallið kemur eftir fund hans með bandarískum læknum sem segja börnin annars eiga á hættu að deyja. Guterres segist afar snortinn eftir fundinn með læknunum fjórum, sem allir störfuðu sem sjálfboðaliðar á Gasa. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gaf það út skömmu áður en vopnahlé hófst á svæðinu að flytja þyrfti um það bil 12 þúsund manns úr landi sem þannig væri ástatt um að þeir þyrftu á frekari læknisaðstoð að halda. Þeirra á meðal eru 2.500 börn, að sögn Feroze Sidhwa, bráðaskurðlæknis frá Kaliforníu sem var við störf á Gasa frá 25. mars til 8. apríl í fyrra. Sidhwa segir sum barnanna þegar eiga skammt eftir ólifað en mörg séu í hættu á að deyja á næstu vikum ef þau fá ekki aðstoð. Ayesha Khan, bráðalæknir við Stanford-háskóla, vann með mörgum börnum sem hafa misst útlimi en hvorki fengið gervilimi né nokkra endurhæfingu. Á blaðamannafundi nefndi hún tvær systur sem dæmi, sem höfðu bæði misst útlimi og foreldra sína. Thaer Ahmad, bráðalæknir frá Chicago, sagði að samkvæmt vopnahléssamkomulaginu hefði átt að koma upp kerfi til að flytja þá á brott sem þyrftu frekari læknisaðstoð. Það hefði hins vegar ekki gerst. Þá væri ekki ljóst að börn sem yrðu flutt á brott fengju að snúa aftur. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Guterres segist afar snortinn eftir fundinn með læknunum fjórum, sem allir störfuðu sem sjálfboðaliðar á Gasa. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gaf það út skömmu áður en vopnahlé hófst á svæðinu að flytja þyrfti um það bil 12 þúsund manns úr landi sem þannig væri ástatt um að þeir þyrftu á frekari læknisaðstoð að halda. Þeirra á meðal eru 2.500 börn, að sögn Feroze Sidhwa, bráðaskurðlæknis frá Kaliforníu sem var við störf á Gasa frá 25. mars til 8. apríl í fyrra. Sidhwa segir sum barnanna þegar eiga skammt eftir ólifað en mörg séu í hættu á að deyja á næstu vikum ef þau fá ekki aðstoð. Ayesha Khan, bráðalæknir við Stanford-háskóla, vann með mörgum börnum sem hafa misst útlimi en hvorki fengið gervilimi né nokkra endurhæfingu. Á blaðamannafundi nefndi hún tvær systur sem dæmi, sem höfðu bæði misst útlimi og foreldra sína. Thaer Ahmad, bráðalæknir frá Chicago, sagði að samkvæmt vopnahléssamkomulaginu hefði átt að koma upp kerfi til að flytja þá á brott sem þyrftu frekari læknisaðstoð. Það hefði hins vegar ekki gerst. Þá væri ekki ljóst að börn sem yrðu flutt á brott fengju að snúa aftur.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira