Smith greindi frá þessu í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér eftir að hann féll úr leik fyrir Danny Noppert á World Masters í gær.
„Ég úlnliðsbrotnaði á báðum höndum þegar ég var nítján ára og það háir mér ennþá og ég er með liðagigt í hægri hendi,“ sagði Smith sem kastar með hægri.
„Ég er ekki að biðja um samúð eða kalla á hjálp. Ég vildi bara láta vita af þessu. Ég hef aldrei gefist upp eða hætt vegna sársauka.“
Auk þess að glíma við liðagigt er Smith meiddur á öxl og þarf að fara í sjúkraþjálfun 2-3 sinnum í viku.
Smith varð sem fyrr sagði heimsmeistari 2023. Hann hefur ekki náð að fylgja titlinum eftir og er kominn niður í 16. sæti heimslistans. Smith féll úr leik í 2. umferð á HM 2025.