„Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2025 11:20 Bergrós Björnsdóttir var ekkert smá ánægð eins og sjá má á myndinni af henni með goðsögnunum Anníe Mist Þórisdóttur, Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Söru Sigmundsdóttur. @bergrosbjornsdottir Fjórar íslenskar konur tóku þátt í liðakeppni Wodapalooza á dögunum, þrjár goðsagnir í greininni og ein stjarna framtíðarinnar. Íslensku dæturnar hafa komið Íslandi á CrossFit kortið síðustu áratugi og nú er það meðal annars á herðum ungrar stelpu frá Selfossi að halda uppi merki Íslands í íþróttinni á komandi árum. Goðsagnirnar Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir voru í fyrsta sinn saman í liði á Wodapalooza í Miami og nutu hverrar stundar. Það höfðu líka rosalega margir að sjá þær saman í liði eftir að hafa keppt svo oft á móti hverri annarri á stærstu sviðum CrossFit íþróttarinnar. Í keppninni í Miami keppti líka hin sautján ára gamla Bergrós Björnsdóttir. Bergrós er efnilegasta CrossFit kona Íslands og ein efnilegasta CrossFit kona heims. Hún keppti á mótinu með liði sínu „LittleMcDottir Coming In Hotter“ og urðu þær í tólfta sæti eða fimm sætum ofar en lið íslensku goðsagnanna. Bergrós keppti þar við hlið Reese Littlewood og Lucy Mcgonigle en þær hafa allar keppt á móti hverri annarri í unglingaflokki á heimsleikum síðustu ára. Bergrós klikkaði auðvitað ekki á því að taka mynd af sér með íslensku goðsögnum þremur og hefur nú birt myndina á samfélagsmiðlum sínum. „Þessa mynd þarf að ramma inn,“ segir Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru Sigmundsdóttur, í athugasemdum við myndina og það er hægt að taka undir það. Bergrós sjálf var líka ánægð enda er hún geislandi af gleði á myndinni. „Það var draumur að rætast hjá mér að fá að deila gólfinu með þessum þremur goðsögnum um síðustu helgi,“ skrifaði Bergrós og bætti við: „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“. Instagram færsla Bergrósar.@bergrosbjornsdottir CrossFit Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Rifust á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Sjá meira
Íslensku dæturnar hafa komið Íslandi á CrossFit kortið síðustu áratugi og nú er það meðal annars á herðum ungrar stelpu frá Selfossi að halda uppi merki Íslands í íþróttinni á komandi árum. Goðsagnirnar Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir voru í fyrsta sinn saman í liði á Wodapalooza í Miami og nutu hverrar stundar. Það höfðu líka rosalega margir að sjá þær saman í liði eftir að hafa keppt svo oft á móti hverri annarri á stærstu sviðum CrossFit íþróttarinnar. Í keppninni í Miami keppti líka hin sautján ára gamla Bergrós Björnsdóttir. Bergrós er efnilegasta CrossFit kona Íslands og ein efnilegasta CrossFit kona heims. Hún keppti á mótinu með liði sínu „LittleMcDottir Coming In Hotter“ og urðu þær í tólfta sæti eða fimm sætum ofar en lið íslensku goðsagnanna. Bergrós keppti þar við hlið Reese Littlewood og Lucy Mcgonigle en þær hafa allar keppt á móti hverri annarri í unglingaflokki á heimsleikum síðustu ára. Bergrós klikkaði auðvitað ekki á því að taka mynd af sér með íslensku goðsögnum þremur og hefur nú birt myndina á samfélagsmiðlum sínum. „Þessa mynd þarf að ramma inn,“ segir Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru Sigmundsdóttur, í athugasemdum við myndina og það er hægt að taka undir það. Bergrós sjálf var líka ánægð enda er hún geislandi af gleði á myndinni. „Það var draumur að rætast hjá mér að fá að deila gólfinu með þessum þremur goðsögnum um síðustu helgi,“ skrifaði Bergrós og bætti við: „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“. Instagram færsla Bergrósar.@bergrosbjornsdottir
CrossFit Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Rifust á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Sjá meira