Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. febrúar 2025 20:08 Röðin náði langt niður eftir götu og það var mikil stemning í röðinni. Vísir/Ragnar Dagur Langar raðir mynduðust þegar heimsfrægur hamborgarastaður opnaði í Garðabæ í dag. Staðurinn var hins vegar aðeins opinn í dag og komust færri að en vildu. MacDonalds hefur ekki verið rekinn á Íslandi í fleiri ár en síðasti borgarinn var seldur hér á landi árið 2009. Borgarinn hefur verið varðveittur og var til sýnis á kaffihúsinu Dæinn í Urriðaholti í dag. Hugmyndasmiðurinn á bak við gjörninginn í dag segir markmiðið þó ekki vera að auglýsa staðinn, heldur að vekja athygli á samfélagsmiðlum sínum. „Ég hélt að það myndu mæta svona tuttugu, ég bara er að komast að þessu á sama tíma og þið,“ segir Sindri Leví Ingvarsson, rísandi YouTube-stjarna, sem var hálf orðlaus yfir viðtökunum þegar hann sá allan þann fjölda fólks sem mætt var í röð í von um að fá fría borgara. „Markmiðið er bara að gera eins gott YouTube-video og ég get. Bara að gera eins góð video og ég mögulega get, eitthvað video sem fólki finnst gaman að horfa á,“ segir Sindri. Hressir krakkar sem voru fremstir í röðinni þegar fréttastofu bar að garði upp úr klukkan tvö í dag höfðu beðið frá því tólf á hádegi eftir að komast að. Sjálfur mætti Sindri á svæðið beint frá Lundúnum og fóru viðtökurnar fram úr hans björtustu vonum. Aðeins hundrað borgarar voru í boði en ekki gekk þó allt samkvæmt áætlun. „Þetta er mjög fyndin saga. Ég fór á McDonalds í morgun, eða í nótt, og keypti hundrað hamborgara. Tollurinn var ekki að fíla það, eða enginn var að fíla það, þannig ég þurfti að fara á Metro og kaupa hundrað hamborgara og vonandi verður fólkið ekki of pirrað að þetta eru Metro-hamborgarar. En þetta er samt í Happy-Meal kassa frá McDonalds þannig það hlýtur að vera í lagi,“ segir Sindri léttur í bragði. Matur Samfélagsmiðlar Garðabær Veitingastaðir Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Sjá meira
MacDonalds hefur ekki verið rekinn á Íslandi í fleiri ár en síðasti borgarinn var seldur hér á landi árið 2009. Borgarinn hefur verið varðveittur og var til sýnis á kaffihúsinu Dæinn í Urriðaholti í dag. Hugmyndasmiðurinn á bak við gjörninginn í dag segir markmiðið þó ekki vera að auglýsa staðinn, heldur að vekja athygli á samfélagsmiðlum sínum. „Ég hélt að það myndu mæta svona tuttugu, ég bara er að komast að þessu á sama tíma og þið,“ segir Sindri Leví Ingvarsson, rísandi YouTube-stjarna, sem var hálf orðlaus yfir viðtökunum þegar hann sá allan þann fjölda fólks sem mætt var í röð í von um að fá fría borgara. „Markmiðið er bara að gera eins gott YouTube-video og ég get. Bara að gera eins góð video og ég mögulega get, eitthvað video sem fólki finnst gaman að horfa á,“ segir Sindri. Hressir krakkar sem voru fremstir í röðinni þegar fréttastofu bar að garði upp úr klukkan tvö í dag höfðu beðið frá því tólf á hádegi eftir að komast að. Sjálfur mætti Sindri á svæðið beint frá Lundúnum og fóru viðtökurnar fram úr hans björtustu vonum. Aðeins hundrað borgarar voru í boði en ekki gekk þó allt samkvæmt áætlun. „Þetta er mjög fyndin saga. Ég fór á McDonalds í morgun, eða í nótt, og keypti hundrað hamborgara. Tollurinn var ekki að fíla það, eða enginn var að fíla það, þannig ég þurfti að fara á Metro og kaupa hundrað hamborgara og vonandi verður fólkið ekki of pirrað að þetta eru Metro-hamborgarar. En þetta er samt í Happy-Meal kassa frá McDonalds þannig það hlýtur að vera í lagi,“ segir Sindri léttur í bragði.
Matur Samfélagsmiðlar Garðabær Veitingastaðir Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Sjá meira