Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2025 09:02 Doncic-feðgarnir á góðri stundu eftir að Dallas Mavericks unnu úrslitaeinvígi vesturdeildar NBA-deildarinnar í fyrra. Getty/David Berding Sasa Doncic, pabbi Luka Doncic, er ekki síður en allir aðrir furðu lostinn yfir þeirri ákvörðun forráðamanna Dallas Mavericks að láta einn allra besta leikmann heims fara. Körfuboltaheimurinn er enn í sjokki eftir að Dallas skipti við LA Lakers á Doncic og Anthony Davis, í sennilega óvæntustu viðskiptum NBA-sögunnar. „Ég trúi því að vörn vinni titla,“ sagði Nico Harrison, framkvæmdastjóri Dallas Mavericks, við ESPN. „Ég trúi því að fá „All-Defensive“ miðherja og „All-NBA“ leikmann með varnarhugarfar gefi okkur meiri séns. Liðið er byggt til að vinna núna og í framtíðinni.“ Sasa Doncic, sem er fyrrverandi landsliðsmaður Júgóslavíu og Slóveníu, og síðar þjálfari, hefur fylgst með syni sínum vaxa og dafna í Dallas í sex og hálft ár. Nú mun Luka, sem er 25 ára gamall, hins vegar halda til borgar englanna og Sasa á erfitt með að kaupa rökin fyrir því hjá eigendum Dallas. Bar virðingu fyrir borginni og hjálpaði börnum „Ég skil að það geti komið að því að menn greini á um ákveðna hugmyndafræði. Að mönnum líki ekki við þennan eða hinn leikmanninn, allt í góðu, ég skil það. En þessi leyndarhyggja, eða jafnvel hræsni hjá ákveðnum einstaklingum, særir mig,“ sagði Sasa í slóvensku sjónvarpi og hélt áfram: „Því að mínu mati þá á Luka þetta ekki skilið. Í ljósi þess hvernig hann að mínu viti fórnaði sér gjörsamlega, og jafnvel þess sem einhver er að segja núna um að hann vilji biðjast afsökunar á því sem þeir eru að gera. Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt hjá ákveðnum einstaklingum því ég veit að Luka bar mikla virðingu fyrir Dallas. Hann bar virðingu fyrir allri borginni, hjálpaði börnum. Það stóð aldrei á honum að heimsækja sjúkrahús eða munaðarleysingjahæli, eða að fara á allar þessar góðgerðasamkomur,“ sagði Sasa. Luka Doncic hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Dallas Mavericks.Getty/Ron Jenkins Þó að Luka sjálfur hafi nú sagst ætla að horfa fram á veginn þá er pabbi hans greinilega ósáttur með hvernig farið er með manninn sem kom Dallas í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð. Rætt hefur verið um að meiðsli Slóvenans hafi haft eitthvað að segja um skiptin en Sasa blæs á það. „Það voru engin vandamál á síðustu leiktíð, þó að einn aðili segði að hann væri ekki í nógu góðu standi. Hann spilaði hvað, hundrað leiki, og nánast 40 mínútur í hverjum leik með tvo eða þrjá menn á sér allan tímann. Hann var tuskaður til og samt segja menn eitthvað svona. Mér finnst ákveðnir aðilar hafa verið mjög ósanngjarnir. Þið skiptuð honum út, standið við ykkar ákvörðun og ekki leita að einhverjum afsökunum,“ sagði Sasa Doncic. NBA Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Sjá meira
Körfuboltaheimurinn er enn í sjokki eftir að Dallas skipti við LA Lakers á Doncic og Anthony Davis, í sennilega óvæntustu viðskiptum NBA-sögunnar. „Ég trúi því að vörn vinni titla,“ sagði Nico Harrison, framkvæmdastjóri Dallas Mavericks, við ESPN. „Ég trúi því að fá „All-Defensive“ miðherja og „All-NBA“ leikmann með varnarhugarfar gefi okkur meiri séns. Liðið er byggt til að vinna núna og í framtíðinni.“ Sasa Doncic, sem er fyrrverandi landsliðsmaður Júgóslavíu og Slóveníu, og síðar þjálfari, hefur fylgst með syni sínum vaxa og dafna í Dallas í sex og hálft ár. Nú mun Luka, sem er 25 ára gamall, hins vegar halda til borgar englanna og Sasa á erfitt með að kaupa rökin fyrir því hjá eigendum Dallas. Bar virðingu fyrir borginni og hjálpaði börnum „Ég skil að það geti komið að því að menn greini á um ákveðna hugmyndafræði. Að mönnum líki ekki við þennan eða hinn leikmanninn, allt í góðu, ég skil það. En þessi leyndarhyggja, eða jafnvel hræsni hjá ákveðnum einstaklingum, særir mig,“ sagði Sasa í slóvensku sjónvarpi og hélt áfram: „Því að mínu mati þá á Luka þetta ekki skilið. Í ljósi þess hvernig hann að mínu viti fórnaði sér gjörsamlega, og jafnvel þess sem einhver er að segja núna um að hann vilji biðjast afsökunar á því sem þeir eru að gera. Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt hjá ákveðnum einstaklingum því ég veit að Luka bar mikla virðingu fyrir Dallas. Hann bar virðingu fyrir allri borginni, hjálpaði börnum. Það stóð aldrei á honum að heimsækja sjúkrahús eða munaðarleysingjahæli, eða að fara á allar þessar góðgerðasamkomur,“ sagði Sasa. Luka Doncic hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Dallas Mavericks.Getty/Ron Jenkins Þó að Luka sjálfur hafi nú sagst ætla að horfa fram á veginn þá er pabbi hans greinilega ósáttur með hvernig farið er með manninn sem kom Dallas í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð. Rætt hefur verið um að meiðsli Slóvenans hafi haft eitthvað að segja um skiptin en Sasa blæs á það. „Það voru engin vandamál á síðustu leiktíð, þó að einn aðili segði að hann væri ekki í nógu góðu standi. Hann spilaði hvað, hundrað leiki, og nánast 40 mínútur í hverjum leik með tvo eða þrjá menn á sér allan tímann. Hann var tuskaður til og samt segja menn eitthvað svona. Mér finnst ákveðnir aðilar hafa verið mjög ósanngjarnir. Þið skiptuð honum út, standið við ykkar ákvörðun og ekki leita að einhverjum afsökunum,“ sagði Sasa Doncic.
NBA Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Sjá meira