Bíó og sjónvarp

Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Jóhannes Haukur lætur kafteininn finna fyrir því.
Jóhannes Haukur lætur kafteininn finna fyrir því.

Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari fer mikinn í nýjustu stiklunni úr Marvel ofurhetjumyndinni Captain America: Brave New World. Þar er persóna hans í slagsmálum við engan annan en aðalsögupersónu og hetju myndarinnar, Kaptein Ameríku sem leikinn er af Anthony Mackie.

Kvikmyndin er frumsýnd hér á landi þann 13. febrúar næstkomandi. Með helstu hlutverk fara Harrison Ford, áðurnefndur Anthony Mackie, Liv Tyler og Giancarlo Esposito. Þar er fálkanum svokallaða fylgt eftir í nýju hlutverki hans sem Kapteinn Ameríka, en hann fetar þar í fótspor Steve Rogers sem hefur lagt skjöldinn á hilluna.

Samkvæmt gagnagrunni IMDB leikur Jóhannes Haukur persónuna Copperhead í myndinni. Um er að ræða illmenni en í stiklunni má sjá hann gera sitt allra besta til þess að taka í lurginn á hinum nýja Kafteini Ameríku. Þá spyr hann kafteininn meðal annars hvort hann þurfi andartak til þess að jafna sig, þar sem hann liggur á jörðinni eftir barsmíðarnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.