Viðskipti innlent

Bein út­sending: Rök­styðja á­kvörðun peninga­stefnu­nefndar

Atli Ísleifsson skrifar
Fundur fulltrúa peningastefnunefndar Seðlabankans hefst klukkan 9:30.
Fundur fulltrúa peningastefnunefndar Seðlabankans hefst klukkan 9:30. Vísir/Vilhelm

Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja ákvörðun sína að lækka stýrivextina um 50 punkta á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30.

Yfirlýsing nefndarinnar var kynnt í morgun þar sem kom fram að stýrivextir fari úr 8,5 prósent í 8,0 prósent.

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Karen Áslaug Vignisdóttir, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði- og peningastefnu, munu á fundinum gera grein fyrir yfirlýsingunni og jafnframt kynna efni Peningamála.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilanum að neðan.


Tengdar fréttir

Seðla­bankinn lækkar vextina um 50 punkta

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 8,5 prósent í 8,0 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×