Newcastle lét draum Víkings rætast Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2025 09:00 Víkingur Ólafsson birti myndir af sér á heimavelli Newcastle þar sem hann sá Anthony Gordon og félaga tryggja sér sæti í úrslitaleik. Instagram/@vikingurolafsson og Getty „Hvílíkt kvöld í Newcastle!“ skrifaði Grammy-verðlaunahafinn Víkingur Heiðar Ólafsson á Instagram eftir að hafa verið sérstakur gestur á leik Newcastle og Arsenal í enska deildabikarnum í gærkvöld. Þar með rættist gamall draumur píanóleikarans. Víkingur segir frá því á Instagram að hann hafi elskað og dáð lið Newcastle frá 11 ára aldri. Kvöldið hafi því verið algjörlega dásamlegt en hann fékk að sjá Newcastle vinna 2-0 sigur og tryggja sér sæti í úrslitaleiknum á Wembley, með samtals 4-0 sigri í einvíginu. Víkingur fékk höfðinglegar móttökur á St James‘ Park og komst í návígi við stjörnur Newcastle-liðsins alveg við völlinn, auk þess sem hann fékk góðar veitingar og þá fékk Grammy-verðlaunahafinn kort með meðal annars íslensku orðunum: „Mikið til hamingju!“ „Takk @nufc fyrir að bjóða mér á þennan goðsagnakennda leik og fyrir að taka svona höfðinglega á móti okkur,“ skrifar Víkingur á Instagram. Hann er staddur í Newcastle vegna tónleika í The Glasshouse í kvöld, með Konunglegu norrænu sinfóníuhljómsveitinni sem Dinis Sousa stýrir. Þeir Víkingur og Sousa voru saman á leiknum í gær. View this post on Instagram A post shared by Víkingur Ólafsson (@vikingurolafsson) „Þetta var alveg dásamlegt kvöld, æskudraumur að rætast því ég hef fylgst með og dáð þetta lið síðan ég var 11 ára. Það að vinna Arsenal með svona fumlausum hætti og komast í úrslitaleikinn var bara með ólíkindum og ég mun aldrei gleyma hávaðanum á leikvanginum,“ skrifar Víkingur, í lauslegri þýðingu, og bætir við að þetta hafi verið skemmtilegur forleikur að tónleikunum í kvöld. Víkingur sá Jacob Murphy koma Newcastle yfir á 20. mínútu gegn Arsenal í gær, og Anthony Gordon bætti við öðru eftir mistök Arsenal-manna snemma í seinni hálfleik. Newcastle mætir annað hvort Liverpool og Tottenham á Wembley en þau mætast í hinum undanúrslitaleiknum í kvöld. Enski boltinn Tengdar fréttir Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari segist hálforðlaus eftir að hafa unnið til Grammy-verðlauna í gærkvöldi. Víkingur var búinn að undirbúa tapræðu til að fara með, hefðu verðlaunin farið annað, eins og hann taldi sjálfur allar líkur á. 3. febrúar 2025 14:32 Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Newcastle sló Arsenal út úr enska deildabikarnum í kvöld eftir 2-0 sigur í seinni undanúrslitaleik liðanna St. James Park. Newcastle er þar með einu skrefi nær fyrsta titli félagsins í ansi marga áratugi. 5. febrúar 2025 21:54 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Víkingur segir frá því á Instagram að hann hafi elskað og dáð lið Newcastle frá 11 ára aldri. Kvöldið hafi því verið algjörlega dásamlegt en hann fékk að sjá Newcastle vinna 2-0 sigur og tryggja sér sæti í úrslitaleiknum á Wembley, með samtals 4-0 sigri í einvíginu. Víkingur fékk höfðinglegar móttökur á St James‘ Park og komst í návígi við stjörnur Newcastle-liðsins alveg við völlinn, auk þess sem hann fékk góðar veitingar og þá fékk Grammy-verðlaunahafinn kort með meðal annars íslensku orðunum: „Mikið til hamingju!“ „Takk @nufc fyrir að bjóða mér á þennan goðsagnakennda leik og fyrir að taka svona höfðinglega á móti okkur,“ skrifar Víkingur á Instagram. Hann er staddur í Newcastle vegna tónleika í The Glasshouse í kvöld, með Konunglegu norrænu sinfóníuhljómsveitinni sem Dinis Sousa stýrir. Þeir Víkingur og Sousa voru saman á leiknum í gær. View this post on Instagram A post shared by Víkingur Ólafsson (@vikingurolafsson) „Þetta var alveg dásamlegt kvöld, æskudraumur að rætast því ég hef fylgst með og dáð þetta lið síðan ég var 11 ára. Það að vinna Arsenal með svona fumlausum hætti og komast í úrslitaleikinn var bara með ólíkindum og ég mun aldrei gleyma hávaðanum á leikvanginum,“ skrifar Víkingur, í lauslegri þýðingu, og bætir við að þetta hafi verið skemmtilegur forleikur að tónleikunum í kvöld. Víkingur sá Jacob Murphy koma Newcastle yfir á 20. mínútu gegn Arsenal í gær, og Anthony Gordon bætti við öðru eftir mistök Arsenal-manna snemma í seinni hálfleik. Newcastle mætir annað hvort Liverpool og Tottenham á Wembley en þau mætast í hinum undanúrslitaleiknum í kvöld.
Enski boltinn Tengdar fréttir Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari segist hálforðlaus eftir að hafa unnið til Grammy-verðlauna í gærkvöldi. Víkingur var búinn að undirbúa tapræðu til að fara með, hefðu verðlaunin farið annað, eins og hann taldi sjálfur allar líkur á. 3. febrúar 2025 14:32 Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Newcastle sló Arsenal út úr enska deildabikarnum í kvöld eftir 2-0 sigur í seinni undanúrslitaleik liðanna St. James Park. Newcastle er þar með einu skrefi nær fyrsta titli félagsins í ansi marga áratugi. 5. febrúar 2025 21:54 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari segist hálforðlaus eftir að hafa unnið til Grammy-verðlauna í gærkvöldi. Víkingur var búinn að undirbúa tapræðu til að fara með, hefðu verðlaunin farið annað, eins og hann taldi sjálfur allar líkur á. 3. febrúar 2025 14:32
Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Newcastle sló Arsenal út úr enska deildabikarnum í kvöld eftir 2-0 sigur í seinni undanúrslitaleik liðanna St. James Park. Newcastle er þar með einu skrefi nær fyrsta titli félagsins í ansi marga áratugi. 5. febrúar 2025 21:54