Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Jón Þór Stefánsson skrifar 6. febrúar 2025 21:09 Halla Tómasdóttir er forseti Íslands. Vísir/Vilhelm Fjölskylduferð Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, spilaði inn í ákvörðun embættisins um að sækja ekki minningarathöfn um helförina í Auschwitz í lok janúar, en hafði ekki úrslitaáhrif. Þetta segir í svari Unu Sighvatsdóttur, sérstaks ráðgjafa forsetans. Nokkuð hefur verið fjallað um þessa minningarathöfn, og að forsetinn hafi ekki sótt hana, en fulltrúi Íslands var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir að forsetanum hafi aldrei borist formlegt boð á minningarathöfnina í Auschwitz. Þegar hefur komið fram í svari utanríkisráðuneytisins að boð á athöfnina hafi ekki verið send sérstaklega á þjóðarleiðtoga heldur hafi þátttaka þeirra í athöfninni verið valfrjáls. „Engu að síður kom sannarlega til álita að forseti gerði sér ferð til Póllands í tilefni þess að 80 ár voru liðin frá frelsun Auschwitz,“ segir í svari Unu. Búið að teikna upp dagskrána Þessi mögulega ferð til Póllands hafi fyrst verið rædd á fundi í byrjun nóvember þegar var verið að stilla upp fyrirhuguðum ferðum forsetans erlendis fyrir árið 2025. „Á þeim tímapunkti lá ekki ljóst fyrir hversu viðamikil athöfnin í Auschwitz yrði né hverjir myndu sækja hana, en samkvæmt upplýsingum frá sendiráði Íslands í Póllandi þótti líklegt að einhverjir þjóðhöfðingjar yrðu viðstaddir. Jafnframt var þó ljóst að margar þjóðir myndu senda frekar fulltrúa úr röðum ráðherra eða sendiherra.“ Þann 3. desember hafi Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands í Varsjá, aflað upplýsinga um að fulltrúar konungsfjölskyldna Norðurlandanna myndu sækja viðburðinn. „Þegar hér var komið sögu hafði hinsvegar ferðaáætlun forseta fyrir árið 2025 verið teiknuð upp og búið að þiggja boð á aðra viðburði erlendis, þar á meðal opinberar heimsóknir, sem dagskrá forseta var skipulögð út frá.“ Ekki rými til að bæta við ferð til Póllands Í svarinu segir að umfang opinberra heimsókna sé slíkt að þurft hafi að takmarka aðrar ferðir forseta erlendis. Það sé byggt á því fjármagni og mannauði sem forsetaembættið ræður yfir. „Ekki þótti rými til að bæta við ferð til Póllands í lok janúar,“ segir í svarinu. Forsetanum berist árlega boð á mun fleiri viðburði erlendis en unnt sé að sinna og því þurfti að forgangsraða bæði tíma og fjármagni. Þá hafi áðurnefnd fjölskylduferð forsetans ekki ráðið úrslitum við þessa ákvörðun. „Fjölskylduferð forseta, sem nefnd er í tölvupósti til sendiherra, var meðal margra þátta sem horft var til en réði ekki úrslitum enda var forseti kominn aftur heim þann 27. janúar (sbr. tilkynningu í Stjórnartíðindum) og var á Bessastöðum þennan dag.“ Umboðsmaður skoðar málið Greint var frá því fyrr í dag að umboðsmaður Alþingis hefði óskað eftir upplýsingum um upplýsingagjöf forsetans. Rúv fjallaði í gær um svör forsetaskrifstofunnar við fyrirspurnum sem vörðuðu minningarathöfnina. En í umfjölluninni sagði að miðlinum hefði borist misvísandi svör. Í síðustu viku hafi borist svör frá skrifstofu forseta þar sem talað var um að minningarathöfnin hentaði ekki dagskrá forsetans. Þá væri ekki hægt að afhenda dagskrá hans. Í kjölfarið hafi fengist þau svör að þegar minningarathöfnin hafi verið haldin hafi forsetinn verið heima á Bessastöðum. Samkvæmt stjórnartíðindum hafi hún verið erlendis milli 17. janúar og komið heim 27. janúar, sama dag og minningarathöfnin fór fram. Síðan hafi samskipti utanríkisráðuneytisins við forsetaembættið komið í ljós, en þar komi fram að 4. desember hafi komið fram að forsetinn hefði ekki tök á að sækja viðburðinn vegna áðurnefndrar einkaferðar forsetahjónanna. Dagskráin ekki leyndarmál „Dagskrá forseta er ekki leyndarmál og er greint frá nær öllum hennar opinberu framkomum á vefsíðu embættisins, forseti.is,“ segir í svari við fyrirspurn fréttastofu. „Þegar kemur að opinberum heimsóknum erlendis í dagskrá forseta er embættið hinsvegar bundið af því að virða óskir gestgjafaþjóðanna um að tilkynna ekki um þær fyrr en gestgjafinn sjálfur hefur gert það fyrst. Í erlendum prótókolli er af öryggisástæðum gjarnan miðað við að heimsóknir þjóðhöfðingja séu ekki opinberaðar með lengri fyrirvara en einum mánuði.“ Forseti Íslands Umboðsmaður Alþingis Fjölmiðlar Íslendingar erlendis Halla Tómasdóttir Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Nokkuð hefur verið fjallað um þessa minningarathöfn, og að forsetinn hafi ekki sótt hana, en fulltrúi Íslands var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir að forsetanum hafi aldrei borist formlegt boð á minningarathöfnina í Auschwitz. Þegar hefur komið fram í svari utanríkisráðuneytisins að boð á athöfnina hafi ekki verið send sérstaklega á þjóðarleiðtoga heldur hafi þátttaka þeirra í athöfninni verið valfrjáls. „Engu að síður kom sannarlega til álita að forseti gerði sér ferð til Póllands í tilefni þess að 80 ár voru liðin frá frelsun Auschwitz,“ segir í svari Unu. Búið að teikna upp dagskrána Þessi mögulega ferð til Póllands hafi fyrst verið rædd á fundi í byrjun nóvember þegar var verið að stilla upp fyrirhuguðum ferðum forsetans erlendis fyrir árið 2025. „Á þeim tímapunkti lá ekki ljóst fyrir hversu viðamikil athöfnin í Auschwitz yrði né hverjir myndu sækja hana, en samkvæmt upplýsingum frá sendiráði Íslands í Póllandi þótti líklegt að einhverjir þjóðhöfðingjar yrðu viðstaddir. Jafnframt var þó ljóst að margar þjóðir myndu senda frekar fulltrúa úr röðum ráðherra eða sendiherra.“ Þann 3. desember hafi Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands í Varsjá, aflað upplýsinga um að fulltrúar konungsfjölskyldna Norðurlandanna myndu sækja viðburðinn. „Þegar hér var komið sögu hafði hinsvegar ferðaáætlun forseta fyrir árið 2025 verið teiknuð upp og búið að þiggja boð á aðra viðburði erlendis, þar á meðal opinberar heimsóknir, sem dagskrá forseta var skipulögð út frá.“ Ekki rými til að bæta við ferð til Póllands Í svarinu segir að umfang opinberra heimsókna sé slíkt að þurft hafi að takmarka aðrar ferðir forseta erlendis. Það sé byggt á því fjármagni og mannauði sem forsetaembættið ræður yfir. „Ekki þótti rými til að bæta við ferð til Póllands í lok janúar,“ segir í svarinu. Forsetanum berist árlega boð á mun fleiri viðburði erlendis en unnt sé að sinna og því þurfti að forgangsraða bæði tíma og fjármagni. Þá hafi áðurnefnd fjölskylduferð forsetans ekki ráðið úrslitum við þessa ákvörðun. „Fjölskylduferð forseta, sem nefnd er í tölvupósti til sendiherra, var meðal margra þátta sem horft var til en réði ekki úrslitum enda var forseti kominn aftur heim þann 27. janúar (sbr. tilkynningu í Stjórnartíðindum) og var á Bessastöðum þennan dag.“ Umboðsmaður skoðar málið Greint var frá því fyrr í dag að umboðsmaður Alþingis hefði óskað eftir upplýsingum um upplýsingagjöf forsetans. Rúv fjallaði í gær um svör forsetaskrifstofunnar við fyrirspurnum sem vörðuðu minningarathöfnina. En í umfjölluninni sagði að miðlinum hefði borist misvísandi svör. Í síðustu viku hafi borist svör frá skrifstofu forseta þar sem talað var um að minningarathöfnin hentaði ekki dagskrá forsetans. Þá væri ekki hægt að afhenda dagskrá hans. Í kjölfarið hafi fengist þau svör að þegar minningarathöfnin hafi verið haldin hafi forsetinn verið heima á Bessastöðum. Samkvæmt stjórnartíðindum hafi hún verið erlendis milli 17. janúar og komið heim 27. janúar, sama dag og minningarathöfnin fór fram. Síðan hafi samskipti utanríkisráðuneytisins við forsetaembættið komið í ljós, en þar komi fram að 4. desember hafi komið fram að forsetinn hefði ekki tök á að sækja viðburðinn vegna áðurnefndrar einkaferðar forsetahjónanna. Dagskráin ekki leyndarmál „Dagskrá forseta er ekki leyndarmál og er greint frá nær öllum hennar opinberu framkomum á vefsíðu embættisins, forseti.is,“ segir í svari við fyrirspurn fréttastofu. „Þegar kemur að opinberum heimsóknum erlendis í dagskrá forseta er embættið hinsvegar bundið af því að virða óskir gestgjafaþjóðanna um að tilkynna ekki um þær fyrr en gestgjafinn sjálfur hefur gert það fyrst. Í erlendum prótókolli er af öryggisástæðum gjarnan miðað við að heimsóknir þjóðhöfðingja séu ekki opinberaðar með lengri fyrirvara en einum mánuði.“
Forseti Íslands Umboðsmaður Alþingis Fjölmiðlar Íslendingar erlendis Halla Tómasdóttir Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira