„Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Andri Már Eggertsson skrifar 6. febrúar 2025 22:44 Magnús Þór Gunnarsson stýrði liði Keflavíkur í kvöld Facebook/Keflavík karfa Keflavík tapaði gegn ÍR 81-90 á heimavelli í gríðarlega þýðinga miklum leik. Magnús Þór Gunnarsson stýrði liði Keflavíkur eftir að Pétur Ingvarsson sagði upp störfum. „Mér finnst við alltaf eiga séns alveg sama hvað það er mikið eftir. Við byrjuðum illa og spiluðum vörn í smástund í seinni hálfleik sem gekk ágætlega en síðan gerðist það sem er búið að gerast í allan vetur að við hættum að spila vörn og hættum að spila saman og þar af leiðandi hættum við að hitta úr skotum og þá gengur ekkert upp,“ sagði Magnús í viðtali eftir leik. Magnús var ekki ánægður með hvernig liðið byrjaði leikinn og lenti snemma þrettán stigum undir 2-15. „Það er hreint og beint andleysi eiginlega ekki neitt annað. Bara andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum.“ Í upphafi síðari hálfleiks kom Keflavík til baka og komst yfir í fyrsta sinn í leiknum og að mati Magnúsar fór liðið að spila vörn. „Við fórum að spila vörn saman og það var alltaf næsti maður tilbúinn að hjálpa næsta manni og við spiluðum fína vörn. Við getum alveg spilað betri vörn en á þessum kafla var það vörnin sem hjálpaði okkur að fá hraðar sóknir og þá hittum við úr skotunum okkar.“ Eftir áhlaup Keflavíkur svaraði ÍR með tíu stigum í röð og Magnús tók undir þau orð að hans lið hafi brotnað. „Já það má eiginlega segja það. Við brotnuðum og vorum litlir í okkur.“ Pétur Ingvarsson hætti sem þjálfari Keflavíkur í vikunni og Magnús þurfti að stýra liðinu í hans fjarveru. Keflavík hefur ekki fundið eftirmann Péturs en aðspurður út í það hvort Magnús hefði áhuga á að taka við liðinu sagði hann að svo væri. „Já ef þeir vilja það og spyrja mig um það þá er ég tilbúinn að taka því.“ Eftir áramót hefur Keflavík aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum og sigur Keflavíkur kom gegn Hetti. „Fyrir mér er þetta einfalt. Við þurfum að spila saman í vörninni. Við verðum að vera tilbúnir að hjálpa hvor öðrum og þar að leiðandi fáum við auðveld skot í sókninni. Mér finnst eins og það sé það eina sem vantar að gera þetta saman í vörn.“ Hilmar Pétursson, leikmaður Keflavíkur, spilaði innan við fimm mínútur og Magnús sagði að það hafi ekki verið nein sérstök ástæða fyrir því. „Það var engin ástæða fyrir því. Það var lélegt af mér að setja hann ekki meira inn á,“ sagði Magnús að lokum. Keflavík ÍF Bónus-deild karla Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
„Mér finnst við alltaf eiga séns alveg sama hvað það er mikið eftir. Við byrjuðum illa og spiluðum vörn í smástund í seinni hálfleik sem gekk ágætlega en síðan gerðist það sem er búið að gerast í allan vetur að við hættum að spila vörn og hættum að spila saman og þar af leiðandi hættum við að hitta úr skotum og þá gengur ekkert upp,“ sagði Magnús í viðtali eftir leik. Magnús var ekki ánægður með hvernig liðið byrjaði leikinn og lenti snemma þrettán stigum undir 2-15. „Það er hreint og beint andleysi eiginlega ekki neitt annað. Bara andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum.“ Í upphafi síðari hálfleiks kom Keflavík til baka og komst yfir í fyrsta sinn í leiknum og að mati Magnúsar fór liðið að spila vörn. „Við fórum að spila vörn saman og það var alltaf næsti maður tilbúinn að hjálpa næsta manni og við spiluðum fína vörn. Við getum alveg spilað betri vörn en á þessum kafla var það vörnin sem hjálpaði okkur að fá hraðar sóknir og þá hittum við úr skotunum okkar.“ Eftir áhlaup Keflavíkur svaraði ÍR með tíu stigum í röð og Magnús tók undir þau orð að hans lið hafi brotnað. „Já það má eiginlega segja það. Við brotnuðum og vorum litlir í okkur.“ Pétur Ingvarsson hætti sem þjálfari Keflavíkur í vikunni og Magnús þurfti að stýra liðinu í hans fjarveru. Keflavík hefur ekki fundið eftirmann Péturs en aðspurður út í það hvort Magnús hefði áhuga á að taka við liðinu sagði hann að svo væri. „Já ef þeir vilja það og spyrja mig um það þá er ég tilbúinn að taka því.“ Eftir áramót hefur Keflavík aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum og sigur Keflavíkur kom gegn Hetti. „Fyrir mér er þetta einfalt. Við þurfum að spila saman í vörninni. Við verðum að vera tilbúnir að hjálpa hvor öðrum og þar að leiðandi fáum við auðveld skot í sókninni. Mér finnst eins og það sé það eina sem vantar að gera þetta saman í vörn.“ Hilmar Pétursson, leikmaður Keflavíkur, spilaði innan við fimm mínútur og Magnús sagði að það hafi ekki verið nein sérstök ástæða fyrir því. „Það var engin ástæða fyrir því. Það var lélegt af mér að setja hann ekki meira inn á,“ sagði Magnús að lokum.
Keflavík ÍF Bónus-deild karla Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira