Spilaði leik með sirloin steik í skónum Valur Páll Eiríksson skrifar 7. febrúar 2025 11:01 James Collins í leik með Aston Villa. Nordic Photos / Getty Images James Collins, fyrrum varnarmaður Aston Villa og West Ham, hefur greint frá sérkennilegri nálgun á ristarmeiðsli sem plöguðu hann eitt sinn á hans ferli. Collins lék sem miðvörður og var mikill harðjaxl. Hann hóf ferilinn með Cardiff City en spilaði lengst af með West Ham og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2005 til 2018. Hann kallaði ekki allt ömmu sína og lét ekki smáræði líkt og brotið bein í fæti koma í veg fyrir að hann spilaði fyrir sitt lið. „Ég veit ekki hvort þið trúið þessu, en þetta gerðist hundrað prósent. Þetta var þegar ég var hjá Villa og í raun braut á mér ristina. En ég vildi spila sama hvað,“ segir Collins frá í hlaðvarpi Peters Crouch. “I played a premier league game with a STEAK in my boot” 🥩 pic.twitter.com/b00foGsbxM— That Peter Crouch Podcast (@PeterCrouchPod) February 6, 2025 „Á föstudegi fyrir þennan tiltekna leik er ég með brotið bein, og læknirinn leggur þetta til. Hann segir „Þú munt halda að ég sé klikkaður, en við ætlum að ná í plastfilmu og festa steik við ristina á þér,“ vitnar Collins í lækni Villa-liðsins á þeim tíma. „Þetta var til að losa um þrýsting á brotna beinið í ristinni. Svo ég spilaði leik í ensku úrvalsdeildinni með með sirloin steik í skónum mínum. Þetta gat ekki verið fillet, ég hefði ekki komist í skóinn“ segir Collins við mikil hlátrasköll Crouch og Steve Sidwell, sem einnig heldur utan um hlaðvarpið. Steikin hafi ekki gert mikið til að lina sársauka velska varnarmannsins. „Steikin hjálpaði mér nákvæmlega ekki neitt. En steikin var hálf elduð í hálfleik því ég svitnaði svo mikið.“ Frásögnina má sjá í spilaranum. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Collins lék sem miðvörður og var mikill harðjaxl. Hann hóf ferilinn með Cardiff City en spilaði lengst af með West Ham og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2005 til 2018. Hann kallaði ekki allt ömmu sína og lét ekki smáræði líkt og brotið bein í fæti koma í veg fyrir að hann spilaði fyrir sitt lið. „Ég veit ekki hvort þið trúið þessu, en þetta gerðist hundrað prósent. Þetta var þegar ég var hjá Villa og í raun braut á mér ristina. En ég vildi spila sama hvað,“ segir Collins frá í hlaðvarpi Peters Crouch. “I played a premier league game with a STEAK in my boot” 🥩 pic.twitter.com/b00foGsbxM— That Peter Crouch Podcast (@PeterCrouchPod) February 6, 2025 „Á föstudegi fyrir þennan tiltekna leik er ég með brotið bein, og læknirinn leggur þetta til. Hann segir „Þú munt halda að ég sé klikkaður, en við ætlum að ná í plastfilmu og festa steik við ristina á þér,“ vitnar Collins í lækni Villa-liðsins á þeim tíma. „Þetta var til að losa um þrýsting á brotna beinið í ristinni. Svo ég spilaði leik í ensku úrvalsdeildinni með með sirloin steik í skónum mínum. Þetta gat ekki verið fillet, ég hefði ekki komist í skóinn“ segir Collins við mikil hlátrasköll Crouch og Steve Sidwell, sem einnig heldur utan um hlaðvarpið. Steikin hafi ekki gert mikið til að lina sársauka velska varnarmannsins. „Steikin hjálpaði mér nákvæmlega ekki neitt. En steikin var hálf elduð í hálfleik því ég svitnaði svo mikið.“ Frásögnina má sjá í spilaranum.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira