Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 15:45 Hófí Dóra Friðgeirsdóttir keppir í bruni á HM í alpagreinum í Austurríki á morgun. Getty/Christophe Pallot Hófí Dóra Friðgeirsdóttir, fremsta skíðakona landsins, náði ekki að nýta brunæfingu sína á HM í Austurríki í dag vegna þess að loftpúði sem hún var með innan klæða sprakk snemma í brautinni. Hófí Dóra reið á vaðið fyrst Íslendinga á HM í gær þegar hún keppti í risasvigi en féll þar úr keppni eftir stökk út úr brautinni. Næsta grein hennar er brun, þar sem keppni hefst klukkan 10:30 á morgun. Hófí Dóra fékk eins og aðrir keppendur að æfa sig í dag en það gekk ekki sem skyldi, eins og fyrr segir. „Ég missti andann“ Til að minnka líkurnar á alvarlegum slysum á þeim gríðarlega hraða sem keppendur í bruni eru á, þá eru keppendur með sérhannaða loftpúða og nýta þannig svipaða tækni og við árekstur bíla. Hér má sjá myndband sem sýnir tæknina. Að þessu sinni sprakk loftpúði Hófíar Dóru hins vegar án ástæðu: „Loftpúðinn sprakk út hjá mér, í beygju þrjú. Þetta er svona loftpúði sem er tengdur við bakbrynjuna, svona öryggiskerfi. Þetta var eins og að vera kýld í loftinu. Ég var að stökkva. Ég datt ekki heldur sprakk hann bara út og ég missti andann,“ segir Hófí Dóra í viðtali við Skíðasambandið. Reyndi að nýta ferðina eins og hægt var Aðspurð hvort að þá hefði ekki verið orðið erfitt að koma sér aftur í brunstellingu svaraði Hófí Dóra: „Jú, eiginlega. Ég hélt líka að það myndi hjaðna loftið í púðanum en það gerðist ekki. Ég stoppaði mig, beið aðeins, en loftpúðinn fór ekki niður. Ég ákvað því að fara bara létt í gegnum brautina. Reyna að nýta ferðina, skoða brautina aðeins betur. En þetta var ótrúlega leiðinlegt. Ég gat ekki farið almennilega í stökkin.“ Eins og fyrr segir hefur Hófí Dóra þegar keppt í einni grein en tókst ekki að ljúka keppni. „Þetta gekk ágætlega fram að stóra stökkinu, en ég tók bara vitlausa stefnu yfir stökkið og þá var eiginlega ekki aftur snúið. Ég sá í loftinu að ég næði ekki næsta porti og þá var ég bara úr leik, því miður. Það voru mikil vonbrigði að keyra út úr [brautinni], í minni bestu grein að mínu mati. En þá er bara að horfa fram á veginn,“ sagði Hófí Dóra sem verður á ferðinni fyrir hádegi á morgun eins og fyrr segir. Skíðaíþróttir Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sjá meira
Hófí Dóra reið á vaðið fyrst Íslendinga á HM í gær þegar hún keppti í risasvigi en féll þar úr keppni eftir stökk út úr brautinni. Næsta grein hennar er brun, þar sem keppni hefst klukkan 10:30 á morgun. Hófí Dóra fékk eins og aðrir keppendur að æfa sig í dag en það gekk ekki sem skyldi, eins og fyrr segir. „Ég missti andann“ Til að minnka líkurnar á alvarlegum slysum á þeim gríðarlega hraða sem keppendur í bruni eru á, þá eru keppendur með sérhannaða loftpúða og nýta þannig svipaða tækni og við árekstur bíla. Hér má sjá myndband sem sýnir tæknina. Að þessu sinni sprakk loftpúði Hófíar Dóru hins vegar án ástæðu: „Loftpúðinn sprakk út hjá mér, í beygju þrjú. Þetta er svona loftpúði sem er tengdur við bakbrynjuna, svona öryggiskerfi. Þetta var eins og að vera kýld í loftinu. Ég var að stökkva. Ég datt ekki heldur sprakk hann bara út og ég missti andann,“ segir Hófí Dóra í viðtali við Skíðasambandið. Reyndi að nýta ferðina eins og hægt var Aðspurð hvort að þá hefði ekki verið orðið erfitt að koma sér aftur í brunstellingu svaraði Hófí Dóra: „Jú, eiginlega. Ég hélt líka að það myndi hjaðna loftið í púðanum en það gerðist ekki. Ég stoppaði mig, beið aðeins, en loftpúðinn fór ekki niður. Ég ákvað því að fara bara létt í gegnum brautina. Reyna að nýta ferðina, skoða brautina aðeins betur. En þetta var ótrúlega leiðinlegt. Ég gat ekki farið almennilega í stökkin.“ Eins og fyrr segir hefur Hófí Dóra þegar keppt í einni grein en tókst ekki að ljúka keppni. „Þetta gekk ágætlega fram að stóra stökkinu, en ég tók bara vitlausa stefnu yfir stökkið og þá var eiginlega ekki aftur snúið. Ég sá í loftinu að ég næði ekki næsta porti og þá var ég bara úr leik, því miður. Það voru mikil vonbrigði að keyra út úr [brautinni], í minni bestu grein að mínu mati. En þá er bara að horfa fram á veginn,“ sagði Hófí Dóra sem verður á ferðinni fyrir hádegi á morgun eins og fyrr segir.
Skíðaíþróttir Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sjá meira