Körfubolti

LeBron James tók met af Jordan með stór­leik sínum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James tók met af Michael Jordan í síðasta leik en það hafði staðið í 22 ár.
LeBron James tók met af Michael Jordan í síðasta leik en það hafði staðið í 22 ár. Getty/ Mitchell Layton/Al Bello

Los Angeles Lakers, lið LeBrons James, er að ganga í gegnum miklar breytingar þessa dagana en hann sjálfur er að spila frábærlega og leiðir vængbrotið lið til sigurs í hverjum leiknum á fætur öðrum.

LeBron átti enn einn stórleikinn í 120-112 sigri á Golden State Warriors og það sem meira er að frammistaðan hans var mjög söguleg.

James er mikið borinn saman við Michael Jordan og hann tók eitt met af Jordan í þessum leik.

James, sem hélt upp á fertugsafmælið sitt rétt fyrir áramót, varð þarna elsti leikmaðurinn í sögu NBA til að skora fjörutíu stig.

LeBron endaði leikinn með 42 stig, 17 fráköst og 8 stoðsendingar en hann hitti úr 14 af 25 skotum sínum.

„Hvað haldið þið? Að ég sé orðinn gamall,“ spurði LeBron James léttur eftir leikinn.

„Ég er á því. Núna þarf ég bara vínglas og svefn. Það er það fyrsta sem kemur upp í hugann,“ sagði LeBron. Þetta var tíundi sigur liðsins í síðustu tólf leikjum og í síðustu fjórum er James með 31,3 stig, 9,6 fráköst og 10,0 stoðsendingar að meðaltali. Þeir hafa allir unnist.

James var þarna 40 árs og 38 daga gamall. Michael Jordan skoraði 43 stig 21. febrúar 2003 en hann var þá 40 ára og 4 daga gamall. Jordan hafði þá komið aftur í NBA deildina eftir nokkra ára fjarveru og spilaði þá fyrir Washington Wizards.

James er núna bæði sá yngsti og sá elsti til að skora fjörutíu stig í einum leik í NBA.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×