Útilokar ekki frekari aðgerðir Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. febrúar 2025 20:21 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Formaður Kennarasambandsins segir að niðurstaða félagsdóms um ólögmæti verkfalls kennara hafi komið á óvart. Kennarar verði að taka niðurstöðunni og á hann ekki von á öðru en þeir mæti til vinnu í verkfallsskólum á morgun. Hann útilokar ekki frekari aðgerðir. „Dómurinn kom okkur á óvart, við erum bara að lesa hann, fara yfir málið og sjá hvernig staðan er. Við þurfum að skoða forsendur dómsins, það er náttúrulega eitt verkfall lögmætt,“ segir Magnús Þór Jónsson. Félagsdómur dæmdi í dag verkföll Kennarasambandsins í 13 leikskólum og sjö grunnskólum víða um land ólögmæt. Samband íslenskra sveitarfélaga höfðaði málið á þeim forsendum að aðgerðirnar næðu ekki til allra starfsmanna stéttarfélags hjá sama vinnuveitanda. Vonar að dómurinn tefji ekki fyrir samningum Magnús segir að dómurinn sé ný varða á leiðinni að kjarasamningi, en hann vonar að hann tefji ekki mikið fyrir málinu. Hann gerir ráð fyrir því að fólk mæti til vinnu í þeim 20 skólum sem við á í fyrramálið. „Mér þykir þetta leitt en við þurfum að taka niðurstöðu dómsins.“ Næsti fundur deiluaðila með ríkissáttasemjara verður í fyrramálið klukkan 9. Magnús segir að einhver gangur hafi verið í viðræðum að undanförnu. „Málin snúa kannski meira að forminu. Þessi virðismatsvegferð sem hefur verið að teiknast upp er komin á góðan stað. Það sem stendur kannski út af borðinu með það er að við teljum okkur þurfa að fá tryggingar fyrir því að við fáum innágreiðslur inn á samninginn áður en til hennar kemur.“ „Vonandi verður þessi dómur til þess að fólk kemur aðeins bjartara og glaðara að samningsborðinu og við getum bara klárað þetta mál. Þessi deila verður ekki leyst í dómstólum, hún verður leyst við samningaborðið,“ segir hann. Stefnubreyting að hver skóli sé ekki eigin vinnuveitandi Magnús segir við fyrstu sýn virðist dómurinn kveða á um að verkföll þyrftu að ná til allra skóla hvers sveitarfélags fyrir sig. „Það er auðvitað bara stefnubreyting, ef að skólarnir eru ekki lengur hver sinn vinnuveitandi. En það virðist vera að ef við ætlum að fara í staðbundin verkföll þurfi allir skólar að vera undir.“ Hann útilokar ekki frekari verkfallsaðgerðir. „Við auðvitað bara skoðum þetta, við höfum þurft að grípa til aðgerða gegnum þetta verkefni. Við útilokum það ekkert að við finnum leiðir til að beita aðgerðum aftur. Vonandi kemur ekki til þeirra aðgerða,“ segir Magnús. Kennarasambandið hafi þegar farið tvisvar af stað með verkfallsaðgerðir. „Og þá treysti ég nú því að menn fari að hysja upp um sig og klári þetta verkefni. Við höfum heyrt frá ríki og sveitarfélögum að þau styðji okkar kröfur um það að jafna okkar laun á við aðra sérfræðinga og að við eigum inni launahækkanir umfram aðra. En við útilokum ekkert að fara í aðgerðir,“ segir Magnús. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að dómur Felagsdóms, sem dæmdi kennaraverkföll í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt, sé það sem þau höfðu vonast eftir. 9. febrúar 2025 19:17 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
„Dómurinn kom okkur á óvart, við erum bara að lesa hann, fara yfir málið og sjá hvernig staðan er. Við þurfum að skoða forsendur dómsins, það er náttúrulega eitt verkfall lögmætt,“ segir Magnús Þór Jónsson. Félagsdómur dæmdi í dag verkföll Kennarasambandsins í 13 leikskólum og sjö grunnskólum víða um land ólögmæt. Samband íslenskra sveitarfélaga höfðaði málið á þeim forsendum að aðgerðirnar næðu ekki til allra starfsmanna stéttarfélags hjá sama vinnuveitanda. Vonar að dómurinn tefji ekki fyrir samningum Magnús segir að dómurinn sé ný varða á leiðinni að kjarasamningi, en hann vonar að hann tefji ekki mikið fyrir málinu. Hann gerir ráð fyrir því að fólk mæti til vinnu í þeim 20 skólum sem við á í fyrramálið. „Mér þykir þetta leitt en við þurfum að taka niðurstöðu dómsins.“ Næsti fundur deiluaðila með ríkissáttasemjara verður í fyrramálið klukkan 9. Magnús segir að einhver gangur hafi verið í viðræðum að undanförnu. „Málin snúa kannski meira að forminu. Þessi virðismatsvegferð sem hefur verið að teiknast upp er komin á góðan stað. Það sem stendur kannski út af borðinu með það er að við teljum okkur þurfa að fá tryggingar fyrir því að við fáum innágreiðslur inn á samninginn áður en til hennar kemur.“ „Vonandi verður þessi dómur til þess að fólk kemur aðeins bjartara og glaðara að samningsborðinu og við getum bara klárað þetta mál. Þessi deila verður ekki leyst í dómstólum, hún verður leyst við samningaborðið,“ segir hann. Stefnubreyting að hver skóli sé ekki eigin vinnuveitandi Magnús segir við fyrstu sýn virðist dómurinn kveða á um að verkföll þyrftu að ná til allra skóla hvers sveitarfélags fyrir sig. „Það er auðvitað bara stefnubreyting, ef að skólarnir eru ekki lengur hver sinn vinnuveitandi. En það virðist vera að ef við ætlum að fara í staðbundin verkföll þurfi allir skólar að vera undir.“ Hann útilokar ekki frekari verkfallsaðgerðir. „Við auðvitað bara skoðum þetta, við höfum þurft að grípa til aðgerða gegnum þetta verkefni. Við útilokum það ekkert að við finnum leiðir til að beita aðgerðum aftur. Vonandi kemur ekki til þeirra aðgerða,“ segir Magnús. Kennarasambandið hafi þegar farið tvisvar af stað með verkfallsaðgerðir. „Og þá treysti ég nú því að menn fari að hysja upp um sig og klári þetta verkefni. Við höfum heyrt frá ríki og sveitarfélögum að þau styðji okkar kröfur um það að jafna okkar laun á við aðra sérfræðinga og að við eigum inni launahækkanir umfram aðra. En við útilokum ekkert að fara í aðgerðir,“ segir Magnús.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að dómur Felagsdóms, sem dæmdi kennaraverkföll í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt, sé það sem þau höfðu vonast eftir. 9. febrúar 2025 19:17 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að dómur Felagsdóms, sem dæmdi kennaraverkföll í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt, sé það sem þau höfðu vonast eftir. 9. febrúar 2025 19:17