Shiffrin segist of hrædd og ver ekki titilinn á HM Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2025 14:46 Mikaela Shiffrin þarf tíma til að jafna sig andlega eftir slysið í nóvember. Getty/Paul Brechu Bandaríska skíðadrottningin Mikaela Shiffrin segist vera að glíma við áfallastreituröskun (e. PTSD) eftir slysið í nóvember. Hún treysti sér því ekki til þess að reyna að verja heimsmeistaratitil sinn í stórsvigi á HM í Austurríki. Shiffrin, sem unnið hefur 99 heimsbikarmót á sínum glæsilega ferli, var stálheppin að ekki skyldi fara verr þegar það stakkst gat á kvið hennar við fall á heimsbikarmóti í Killington í nóvember. Shiffrin ætlaði þar að ná þeim miklu tímamótum að vinna sitt hundraðasta heimsbikarmót en er núna enn að jafna sig andlega eftir slysið. Þrátt fyrir að vera mætt á HM þá hefur Shiffrin nú ákveðið að taka ekki þátt í stórsviginu á mótinu en keppt verður í því á fimmtudaginn. „Ég er andlega hindruð frá því að komast á næsta stig í hraða og að setja kraft í beygjurnar,“ sagði Shiffrin í talskilaboðum til AP fréttastofunnar. „Þessi mikla sálræna barátta, sem er eins og áfallastreituröskun, er enn meiri glíma en ég bjóst við. Ég hélt að þegar við myndum lenda í Evrópu og fengjum reglulegar æfingar þá myndi ég bæta mig skref fyrir skref, og að ástríðan og löngunin til að keppa myndu yfirstíga allan ótta sem ég glímdi við,“ sagði Shiffrin. Keppir í liðakeppni á morgun Ekki liggur fyrir hvað það var sem stakkst inn í kvið Shiffrin í nóvember en hún hefur sjálf sagt líklegast að um toppinn á skíðastaf hennar hafi verið að ræða. Aðeins hafi munað millímetrum að meiðslin gætu orðið lífshættuleg. Shiffrin sneri aftur til keppni í síðasta mánuði þegar hún varð í 10. sæti í svigi á móti í Frakklandi og hún stefnir enn á að keppa í svigi, sem er hægari og því hættuminni grein en stórsvig, á HM á laugardaginn. Shiffrin ætlar einnig að keppa á morgun í nýju liðakeppninni þar sem tveir og tveir keppa saman í liði, þar sem annar keppandi keppir í svigi en hinn í bruni, og samanlagður tími gildir. Shiffrin mun því keppa í svigi með Breezy Johnson sem keppir í bruni en Johnson er nýkrýndur heimsmeistari í bruni. Skíðaíþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Sjá meira
Shiffrin, sem unnið hefur 99 heimsbikarmót á sínum glæsilega ferli, var stálheppin að ekki skyldi fara verr þegar það stakkst gat á kvið hennar við fall á heimsbikarmóti í Killington í nóvember. Shiffrin ætlaði þar að ná þeim miklu tímamótum að vinna sitt hundraðasta heimsbikarmót en er núna enn að jafna sig andlega eftir slysið. Þrátt fyrir að vera mætt á HM þá hefur Shiffrin nú ákveðið að taka ekki þátt í stórsviginu á mótinu en keppt verður í því á fimmtudaginn. „Ég er andlega hindruð frá því að komast á næsta stig í hraða og að setja kraft í beygjurnar,“ sagði Shiffrin í talskilaboðum til AP fréttastofunnar. „Þessi mikla sálræna barátta, sem er eins og áfallastreituröskun, er enn meiri glíma en ég bjóst við. Ég hélt að þegar við myndum lenda í Evrópu og fengjum reglulegar æfingar þá myndi ég bæta mig skref fyrir skref, og að ástríðan og löngunin til að keppa myndu yfirstíga allan ótta sem ég glímdi við,“ sagði Shiffrin. Keppir í liðakeppni á morgun Ekki liggur fyrir hvað það var sem stakkst inn í kvið Shiffrin í nóvember en hún hefur sjálf sagt líklegast að um toppinn á skíðastaf hennar hafi verið að ræða. Aðeins hafi munað millímetrum að meiðslin gætu orðið lífshættuleg. Shiffrin sneri aftur til keppni í síðasta mánuði þegar hún varð í 10. sæti í svigi á móti í Frakklandi og hún stefnir enn á að keppa í svigi, sem er hægari og því hættuminni grein en stórsvig, á HM á laugardaginn. Shiffrin ætlar einnig að keppa á morgun í nýju liðakeppninni þar sem tveir og tveir keppa saman í liði, þar sem annar keppandi keppir í svigi en hinn í bruni, og samanlagður tími gildir. Shiffrin mun því keppa í svigi með Breezy Johnson sem keppir í bruni en Johnson er nýkrýndur heimsmeistari í bruni.
Skíðaíþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Sjá meira