Fótbolti

Bellingham: „Þessi var skrýtinn“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jude Bellingham fagnar sigurmarki sínu á Ethiad í kvöld.
Jude Bellingham fagnar sigurmarki sínu á Ethiad í kvöld. Getty/Chris Brunskill

Jude Bellingham var hetja Real Madrid í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Manchester City með síðustu snertingu leiksins.

„Þessi var skrýtinn,“ sagði Bellingham eftir leikinn.

„Við vorum að spila okkar besta bolta á tímabilinu en vorum samt lentir undir í leiknum. Það skiptir engu hvernig gengið hefur verið hjá City því þeir eru samt með ótrúlegt lið og það er mjög erfitt að spila á móti þeim,“ sagði Bellingham.

„Hvernig þeir hreyfa þitt lið og ná yfirburðum í stöðum á vellinum. Það er alltaf mjög varasamt að mæta þeim. Við náðum að nýta færin okkar í lokin,“ sagði Bellingham.

„Þetta er það sem áhugavert við útsláttarleiki. Það koma hægðir og lægðir. Þetta snýst ekki bara um taktík og tækni leikmanna. Þetta er sálfræðilegt stríð líka. Það var mikilvægt að við höfðum betur í þeim þætti leiksins,“ sagði Bellingham en hvað með sigurmarkið?

„Ég hélt bara áfram að hlaupa svona ef að Vini myndi ekki hitta markið sem er mjög sjaldgæft. Mér fannst frammistaða okkar eiga sigurinn skilinn,“ sagði Bellingham.

„Mér fannst Tchouameni og Asencio vera frábærir hjá okkur. Asencio hefur aðeins verið í liðinu í fjóra mánuði en mætir á Etihad og spilar svona. Við erum í mjög góðri stöðu núna. Það er alltaf gott að fara með forystu heim,“ sagði Bellingham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×