Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Aron Guðmundsson skrifar 13. febrúar 2025 10:31 Rod Stewart ræddi við Peter Schmeichel fyrir leik Celtic og Bayern Munchen í Meistaradeild Evrópu í gær. Rod var í stuði, vægt til orða tekið. Vísir/Getty Breski söngvarinn Rod Stewart sló heldur betur í gegn í beinum útsendingum TNT Sport og CBS frá leik Celtic og Bayern Munchen í Meistaradeild Evrópu í gær. Þar viðurkenndi Stewart að hann væri búinn að fá sér nokkra. Rod Stewart, nú áttatíu ára gamall, hefur átt ófáa smellina í gegnum tíðina. Hann er mikill stuðningsmaður skoska fótboltaliðsins Celtic og var mættur til þess að styðja sína menn á Celtic Park í fyrri leik liðsins gegn þýska stórveldinu Bayern Munchen í umspili fyrir sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Nokkuð óvænt var hann tekinn í viðtal bæði hjá TNT Sports og CBS á hliðarlínunni á Celtic Park. Hjá CBS ræddi hann við markvarðargoðsögnina Peter Schmeichel sem og við Thierry Henry, Kate Scott, Jamie Carragher og Micah Richards í stúdíói en þáttur þeirra hefur slegið í gegn á tímabilinu. File this Rod Stewart interview under ICONIC 😂💚 pic.twitter.com/xsAgN6TutT— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) February 12, 2025 Rod, lék á als oddi. Þegar að vallarþulurinn byrjaði að gjamma í kallkerfi Celtic Park sagði hann honum að þegja. Þá viðurkenndi Rod í upphafi viðtalsins við Schmeichel að hann væri búinn að fá sér nokkra. Fjórmenningar CBS voru á meðan í hláturskasti hinum megin á línunni og áður en langt var um liðið sagði Stewart: „Ég held þið ættuð að taka mig úr loftinu. Eg er bara að verða mér til skammar.“ Úrslit leiksins fóru ekki eins og Rod Stewart hefði viljað. Bayern bar 2-1 sigur úr býtum og er því með eins marks forystu í einvíginu fyrir seinni leik þess eftir tæpa viku. Samanlögð úrslit úr leikjunum tveimur skera úr um hvort liðið fer áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Rod Stewart, nú áttatíu ára gamall, hefur átt ófáa smellina í gegnum tíðina. Hann er mikill stuðningsmaður skoska fótboltaliðsins Celtic og var mættur til þess að styðja sína menn á Celtic Park í fyrri leik liðsins gegn þýska stórveldinu Bayern Munchen í umspili fyrir sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Nokkuð óvænt var hann tekinn í viðtal bæði hjá TNT Sports og CBS á hliðarlínunni á Celtic Park. Hjá CBS ræddi hann við markvarðargoðsögnina Peter Schmeichel sem og við Thierry Henry, Kate Scott, Jamie Carragher og Micah Richards í stúdíói en þáttur þeirra hefur slegið í gegn á tímabilinu. File this Rod Stewart interview under ICONIC 😂💚 pic.twitter.com/xsAgN6TutT— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) February 12, 2025 Rod, lék á als oddi. Þegar að vallarþulurinn byrjaði að gjamma í kallkerfi Celtic Park sagði hann honum að þegja. Þá viðurkenndi Rod í upphafi viðtalsins við Schmeichel að hann væri búinn að fá sér nokkra. Fjórmenningar CBS voru á meðan í hláturskasti hinum megin á línunni og áður en langt var um liðið sagði Stewart: „Ég held þið ættuð að taka mig úr loftinu. Eg er bara að verða mér til skammar.“ Úrslit leiksins fóru ekki eins og Rod Stewart hefði viljað. Bayern bar 2-1 sigur úr býtum og er því með eins marks forystu í einvíginu fyrir seinni leik þess eftir tæpa viku. Samanlögð úrslit úr leikjunum tveimur skera úr um hvort liðið fer áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira