Engin kona meðal hundrað tekjuhæsta íþróttafólks heims á síðasta ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2025 07:03 Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo var langtekjuhæstur meðal íþróttafólks heims á síðasta ári en efsta konan, tenniskonan Coco Gauff, var langt frá því að komast inn á topp hundrað. Getty/Yasser Bakhsh/Hannah Peters Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo var enn á ný tekjuhæsti íþróttamaðurinn í heiminum á síðasta ári. Ronaldo hafði tekjur upp á 260 milljónir Bandaríkjadala á árinu 2024 en það jafngildir meira en 36,7 milljörðum í íslenskum krónum. Konur eru að alltaf að fá betri og betri samninga í íþróttaheiminum en þær eiga greinilega enn mjög langt í landi. Samkvæmt þessari samantekt hjá Sportico þá kemst engin kona inn meðal hundrað tekjuhæsta íþróttafólksins á síðasta ári. ESPN segir frá. Tekjuhæsta konan var bandaríska tenniskonan Coco Gauff sem fékk mestar tekjur íþróttakvenna eða 30,4 milljónir dollara sem gerir 4,3 milljarða í íslenskum krónum. Hún var langt frá hundraðasta sætinu á listanum en það skipaði Daniel Jones, leikstjórnandi NFL liðsins Minnesota Vikings sem var með tekjur upp á 37,5 milljónir dollara. Það hafa verið konur inn á topp hundrað manna tekjulistanum undanfarin ár en ekki margar. Tenniskonan Naomi Osaka var á listanum 2022 og tenniskonan Serena Williams var á listanum 2021. Ronaldo var tekjuhæstur annað árið í röð þökk sé risasamningi sínum við sádi-arabiska félagið Al Nassr í desember 2022. Ronaldo er langt á undan næstu mönnum. Í öðru sætinu er bandaríski körfuboltamaðurinn Stephen Curry sem var með 153,8 milljónir dollara í tekjur á árinu 2024. Það er meira en hundrað milljónum dollara, fjórtán milljörðum íslenskra króna, minna en Ronaldo aflaði á sama tíma. Breski hnefaleikamaðurinn Tyson Fury (147 milljónir dollara) er þriðji en hinir á topp fimm eru argentínski fótboltamaðurinn Lionel Messi (135 milljónir dollara) og bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James (133,2 milljónir dollara). View this post on Instagram A post shared by Sportico (@sportico) Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Ronaldo hafði tekjur upp á 260 milljónir Bandaríkjadala á árinu 2024 en það jafngildir meira en 36,7 milljörðum í íslenskum krónum. Konur eru að alltaf að fá betri og betri samninga í íþróttaheiminum en þær eiga greinilega enn mjög langt í landi. Samkvæmt þessari samantekt hjá Sportico þá kemst engin kona inn meðal hundrað tekjuhæsta íþróttafólksins á síðasta ári. ESPN segir frá. Tekjuhæsta konan var bandaríska tenniskonan Coco Gauff sem fékk mestar tekjur íþróttakvenna eða 30,4 milljónir dollara sem gerir 4,3 milljarða í íslenskum krónum. Hún var langt frá hundraðasta sætinu á listanum en það skipaði Daniel Jones, leikstjórnandi NFL liðsins Minnesota Vikings sem var með tekjur upp á 37,5 milljónir dollara. Það hafa verið konur inn á topp hundrað manna tekjulistanum undanfarin ár en ekki margar. Tenniskonan Naomi Osaka var á listanum 2022 og tenniskonan Serena Williams var á listanum 2021. Ronaldo var tekjuhæstur annað árið í röð þökk sé risasamningi sínum við sádi-arabiska félagið Al Nassr í desember 2022. Ronaldo er langt á undan næstu mönnum. Í öðru sætinu er bandaríski körfuboltamaðurinn Stephen Curry sem var með 153,8 milljónir dollara í tekjur á árinu 2024. Það er meira en hundrað milljónum dollara, fjórtán milljörðum íslenskra króna, minna en Ronaldo aflaði á sama tíma. Breski hnefaleikamaðurinn Tyson Fury (147 milljónir dollara) er þriðji en hinir á topp fimm eru argentínski fótboltamaðurinn Lionel Messi (135 milljónir dollara) og bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James (133,2 milljónir dollara). View this post on Instagram A post shared by Sportico (@sportico)
Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira