Carlsen fannst það ekki fyndið að Niemann væri boðið á skákmótið hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2025 22:31 Magnus Carlsen sá ekki húmorinn í fréttunum af þátttöku Hans Niemann í hans skákmóti í apríl. Getty/ Gregor Fischer Freestyle Chess er nýjasta mótaröðin í skákheiminum og einn að aðalmönnunum á bak við hana er norski stórmeistarinn Magnus Carlsen. Sá sem borgar brúsann og er í forystuhlutverkinu er þýski milljarðamæringurinn Jan Henric Buettner. Buettner ætlar að hrista aðeins upp í hlutunum á næsta móti og tók ákvörðun um að bjóða Hans Niemann að taka þátt í næsta móti. Hann spurði ekki Carlsen en ætlaði að ræða við Norðmanninn eftir að hann sagði frá fréttunum í viðtali við TV2. NRK segir frá. Það þekkja flestir söguna á bak við deilur Hans Niemann og Magnus Carlsen. Carlsen tapaði óvænt á móti Niemann í þriðju umferð skákmóts í september 2022 og dró sig úr keppni í framhaldinu. Carlsen sakaði Nieman síðan um að svindla í skákinni. Var sú kenning meðal annars á kreiki að Niemann hafi verið með fjarstýrt unaðstæki ástarlífsins í endaþarmi og fengið upplýsingar um besta leikinn frá vitorðsmanni með því að láta tækið titra á fyrir fram ákveðinn hátt. Nieman veitti viðtal seinna á mótinu þar sem hann viðurkenndi að hafa svindlað einu sinni á skákmóti en það var langt síðan. Hann neitaði því að hafa svindlað í skákinni á móti Carlsen. Niemann höfðaði seinna meiðyrðamál gegn Carlsen en því máli var hins vegar vísað frá af alríkisdómstóli í Missouri í Bandaríkjunum hálfu ári síðar. Carlsen og Niemann hafa síðan náð sáttum og sagðist Carlsen á sínum tíma reiðubúinn til þess að tefla að nýju við Niemann á skákmótum í framtíðinni. „Við erum að fara að fá drama og við ætlum líka að markaðssetja dramatík,“ sagði Buettner við TV2. „Ég spurði ekki Magnus um leyfi til að bjóða Neimann en ég mun ræða við hann eftir leikinn í dag,“ sagði Buettner. Seinna kom Carlsen í viðtal við TV2 og hafði þá fengið fréttirnar. „Svona er þetta bara. Ég ætla ekki að tjá mig um þetta,“ sagði Carlsen. Carlsen var samt spurður hvort að það væri svolítið fyndið að mæta Niemann eftir það sem gekk á milli þeirra. „Nei, það er það ekki,“ svaraði Carlsen stuttorður. Skák Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Fleiri fréttir Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum Sjá meira
Sá sem borgar brúsann og er í forystuhlutverkinu er þýski milljarðamæringurinn Jan Henric Buettner. Buettner ætlar að hrista aðeins upp í hlutunum á næsta móti og tók ákvörðun um að bjóða Hans Niemann að taka þátt í næsta móti. Hann spurði ekki Carlsen en ætlaði að ræða við Norðmanninn eftir að hann sagði frá fréttunum í viðtali við TV2. NRK segir frá. Það þekkja flestir söguna á bak við deilur Hans Niemann og Magnus Carlsen. Carlsen tapaði óvænt á móti Niemann í þriðju umferð skákmóts í september 2022 og dró sig úr keppni í framhaldinu. Carlsen sakaði Nieman síðan um að svindla í skákinni. Var sú kenning meðal annars á kreiki að Niemann hafi verið með fjarstýrt unaðstæki ástarlífsins í endaþarmi og fengið upplýsingar um besta leikinn frá vitorðsmanni með því að láta tækið titra á fyrir fram ákveðinn hátt. Nieman veitti viðtal seinna á mótinu þar sem hann viðurkenndi að hafa svindlað einu sinni á skákmóti en það var langt síðan. Hann neitaði því að hafa svindlað í skákinni á móti Carlsen. Niemann höfðaði seinna meiðyrðamál gegn Carlsen en því máli var hins vegar vísað frá af alríkisdómstóli í Missouri í Bandaríkjunum hálfu ári síðar. Carlsen og Niemann hafa síðan náð sáttum og sagðist Carlsen á sínum tíma reiðubúinn til þess að tefla að nýju við Niemann á skákmótum í framtíðinni. „Við erum að fara að fá drama og við ætlum líka að markaðssetja dramatík,“ sagði Buettner við TV2. „Ég spurði ekki Magnus um leyfi til að bjóða Neimann en ég mun ræða við hann eftir leikinn í dag,“ sagði Buettner. Seinna kom Carlsen í viðtal við TV2 og hafði þá fengið fréttirnar. „Svona er þetta bara. Ég ætla ekki að tjá mig um þetta,“ sagði Carlsen. Carlsen var samt spurður hvort að það væri svolítið fyndið að mæta Niemann eftir það sem gekk á milli þeirra. „Nei, það er það ekki,“ svaraði Carlsen stuttorður.
Skák Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Fleiri fréttir Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum Sjá meira