Stjórnmálamenn haldi greinilega að meðalvegur endist í 120 ár Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. febrúar 2025 09:11 Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Colas, segir árlega viðhaldsskuld á vegakerfinu vera tugi milljarða. Stjórnmálamenn virðist halda að meðalvegur endist í 120 ár. Vegagerð/Colas Framkvæmdastjóri Colas segir ekki rétt að rekja megi lélegt ásigkomulag vega til fúsks hjá Vegagerðinni og óvandaðra vinnubragða verktaka. Fé vanti til viðhalds og segir hann viðhaldsskuld vegakerfisins hafa numið tugum milljarða árlega undanfarna áratugi. Bágt ástand Vegakerfisins hefur verið mikið í fréttum undanfarna daga. Vegir landsins hafa margir komið ansi illa undan vetri, á miðvikudag þurfti að lýsa yfir hættustigi vegna bikblæðinga í Dölunum og víða annars staðar á Vesturlandi og Vestfjörðum. Samtök iðnaðarins segja uppsafnaða viðhaldsskuld í vegakerfinu á bilinu 265 til 290 milljarðar króna. Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra telur að setja þurfi meiri pening í viðhald en vill líka auka eftirlit með þungaflutningi. Ólafur Guðmundsson, fyrrverandi varaborgarfulltrúi, ræddi vegagerð í Bítinu í vikunni og taldi ástandið mega rekja til fúsks Vegagerðarinnar og óvandaðra vinnubragða verktaka. Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri malbikunarstöðvarinnarColas, skrifaði á Vísi í morgun skoðanagreinina „Umferðaröryggissérfræðingur lemur höfðinu við malbikið“ þar sem hann svarar yfirlýsingum Ólafs. Hvers vegna er ástandið svona? Sigþór listar upp nokkrar „staðreyndir fyrir Ólaf og aðra áhugasama um vegagerð“ í greininni. Hann segir að vegir séu hannaðir samkvæmt alþjóðlegum stöðlum (líka á Íslandi) og að efni til vegagerðar sé þaulrannsakað til að það uppfylli allar kröfur. Vegagerðin og aðrir veghaldarar bjóði út verkefni með ýtarlegum kröfulýsingum og óháðir eftirlitsaðilar fylgist með öllum verkefnum. Ný verkefni á vegum Vegagerðarinnar séu með tveggja ára ábyrgðartíma eftir verklok og bæði ári eftir verklok og tveimur árum síðar séu öll verkefni grandskoðuð og gerðar úrbætur á þeim ef þörf er á. „Hvers vegna er þá ástandið á vega og gatnakerfinu með slíkum eindæmum að sums staðar er nánast ófært venjulegum bílum og tjónstilkynningar hrannast upp?“ spyr Sigþór svo í greininni. Ástæðurnar séu nokkrar en ein sú allra stærsta sé: „Það vantar fé til viðhalds! Það vantar viðhaldspeninga!“ skrifar hann. Fé hefur vantað til viðhalds vegum áratugum saman. „Það vantar svo sárlega að vegakerfið okkar er að hrynja.“ Árleg viðhaldsskuld tugir milljarða Sigþór segir það „pólitískt sterkara og skemmtilegra fyrir stjórnmálamenn að leggja nýja vegi, byggja nýja brú og grafa ný göng.“ Að halda mannvirkjunum við sé ekki eins gaman enda taki kjósendur ekki eins vel eftir því. Nema kannski núna, þegar allt sé að hruni komið. „Nýútkomin innviðaskýrsla varpar ljósi á málið. Talið er að nývirði (eða enduruppbyggingarkostnaður) núverandi vegakerfis sé 1200 milljarðar. Hvað þýðir það á mannamáli? Jú það þýðir það að værum við að byrja frá grunni myndi kosta okkur 1200 milljarða að byggja allt vegakerfið okkar með sömu hönnun og það var lagt upp með,“ skrifar Sigþór. Tvennt beri þó að athuga. Í fyrsta lagi yrðu ekki jafnmargir af þessum sömu kílómetrum lagðir með upphaflegri hönnum vegna meiri umferðar og meiri þungaflutninga. Í öðru lagi sé eðlilegt að leggja til ákveðna prósentu árlega í viðhald svo vegirnir haldist við. Í tilfelli vegakerfisins myndi kosta 60 milljarða á ári að leggja um fimm prósent af virði þeirra til viðhalds. Þannig myndu þeir halda stofnvirði sínu á tuttugu árum. Ef það væri 2,5 prósent þá þyrfti að leggja til 30 milljarða árlega. En hann segir það langt í frá að svo mikill peningur fari í viðhald. „Staðreyndin er þessi: Um áratugaskeið hafa verið lagðir til um 10 milljarðar í viðhald á vegakerfinu ári – já, um áratugaskeið!“ skrifar Sigþór. Honum reiknast því til að stjórnmálamenn sem skammti viðhaldsfé á vegalögum telji að meðalvegur á Íslandi hafi 120 ára endingu. Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Bágt ástand Vegakerfisins hefur verið mikið í fréttum undanfarna daga. Vegir landsins hafa margir komið ansi illa undan vetri, á miðvikudag þurfti að lýsa yfir hættustigi vegna bikblæðinga í Dölunum og víða annars staðar á Vesturlandi og Vestfjörðum. Samtök iðnaðarins segja uppsafnaða viðhaldsskuld í vegakerfinu á bilinu 265 til 290 milljarðar króna. Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra telur að setja þurfi meiri pening í viðhald en vill líka auka eftirlit með þungaflutningi. Ólafur Guðmundsson, fyrrverandi varaborgarfulltrúi, ræddi vegagerð í Bítinu í vikunni og taldi ástandið mega rekja til fúsks Vegagerðarinnar og óvandaðra vinnubragða verktaka. Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri malbikunarstöðvarinnarColas, skrifaði á Vísi í morgun skoðanagreinina „Umferðaröryggissérfræðingur lemur höfðinu við malbikið“ þar sem hann svarar yfirlýsingum Ólafs. Hvers vegna er ástandið svona? Sigþór listar upp nokkrar „staðreyndir fyrir Ólaf og aðra áhugasama um vegagerð“ í greininni. Hann segir að vegir séu hannaðir samkvæmt alþjóðlegum stöðlum (líka á Íslandi) og að efni til vegagerðar sé þaulrannsakað til að það uppfylli allar kröfur. Vegagerðin og aðrir veghaldarar bjóði út verkefni með ýtarlegum kröfulýsingum og óháðir eftirlitsaðilar fylgist með öllum verkefnum. Ný verkefni á vegum Vegagerðarinnar séu með tveggja ára ábyrgðartíma eftir verklok og bæði ári eftir verklok og tveimur árum síðar séu öll verkefni grandskoðuð og gerðar úrbætur á þeim ef þörf er á. „Hvers vegna er þá ástandið á vega og gatnakerfinu með slíkum eindæmum að sums staðar er nánast ófært venjulegum bílum og tjónstilkynningar hrannast upp?“ spyr Sigþór svo í greininni. Ástæðurnar séu nokkrar en ein sú allra stærsta sé: „Það vantar fé til viðhalds! Það vantar viðhaldspeninga!“ skrifar hann. Fé hefur vantað til viðhalds vegum áratugum saman. „Það vantar svo sárlega að vegakerfið okkar er að hrynja.“ Árleg viðhaldsskuld tugir milljarða Sigþór segir það „pólitískt sterkara og skemmtilegra fyrir stjórnmálamenn að leggja nýja vegi, byggja nýja brú og grafa ný göng.“ Að halda mannvirkjunum við sé ekki eins gaman enda taki kjósendur ekki eins vel eftir því. Nema kannski núna, þegar allt sé að hruni komið. „Nýútkomin innviðaskýrsla varpar ljósi á málið. Talið er að nývirði (eða enduruppbyggingarkostnaður) núverandi vegakerfis sé 1200 milljarðar. Hvað þýðir það á mannamáli? Jú það þýðir það að værum við að byrja frá grunni myndi kosta okkur 1200 milljarða að byggja allt vegakerfið okkar með sömu hönnun og það var lagt upp með,“ skrifar Sigþór. Tvennt beri þó að athuga. Í fyrsta lagi yrðu ekki jafnmargir af þessum sömu kílómetrum lagðir með upphaflegri hönnum vegna meiri umferðar og meiri þungaflutninga. Í öðru lagi sé eðlilegt að leggja til ákveðna prósentu árlega í viðhald svo vegirnir haldist við. Í tilfelli vegakerfisins myndi kosta 60 milljarða á ári að leggja um fimm prósent af virði þeirra til viðhalds. Þannig myndu þeir halda stofnvirði sínu á tuttugu árum. Ef það væri 2,5 prósent þá þyrfti að leggja til 30 milljarða árlega. En hann segir það langt í frá að svo mikill peningur fari í viðhald. „Staðreyndin er þessi: Um áratugaskeið hafa verið lagðir til um 10 milljarðar í viðhald á vegakerfinu ári – já, um áratugaskeið!“ skrifar Sigþór. Honum reiknast því til að stjórnmálamenn sem skammti viðhaldsfé á vegalögum telji að meðalvegur á Íslandi hafi 120 ára endingu.
Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira