Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Jón Þór Stefánsson skrifar 15. febrúar 2025 20:03 Því var haldið fram að hluti ágóðans myndi renna til þeirra sem hafa lent illa í því í Grindavíkureldunum. Björn Steinbekk Fullyrt var á samfélagsmiðlinum X að hluti ágóða sem myndi hljótast af rafmynt sem ber heitið Volcoino eða $VCOIN myndi renna til þeirra sem misstu lífibrauð sitt og húsin sín í Grindavík vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Reikningnum þar sem þetta var fullyrt hefur verið eytt og virði rafmyntarinnar fallið gríðarlega. Samkvæmt vefnum DEX Screener, þar sem hægt er að fylgjast með gengi rafmynta, virðist Volcoino hafa verið sett á laggirnar 8. febrúar síðastliðinn. Myntin er tengd við aðra stærri rafmynt, sem ber heitið Solana, en til þess að kaupa í Volcoino þarf að notast við Solana. Virði Volcoino hefur aldrei risið hátt. Hæst komst virðið stakrar Volcoino-myntar í réttrúman 0,0001 Bandaríkjadal, en tæplega 500 milljónir stakar Volcoino-myntir eru til. Þrátt fyrir það hafa kaup og sala á myntinni hlaupið á þúsundum Bandaríkjadala. Svo virðist sem einn aðili, sem notast við nafnið y94vnc, hafi verið langduglegastur í viðskiptum með Volcoino, og þar er bæði átt við kaup og sölu. Stærsta staka færslan átti sér stað fyrir tveimur dögum þegar y94vnc seldi hlut hvers virði var 9,6 þúsund Bandaríkjadollarar. Síðan hefur gengið verið stöðugt en ansi lágt. Skjáskot af XX Tuttugu prósent sögð fara til Grindavíkur Líkt og áður segir var því haldið fram á X að ágóði myndi renna til þeirra sem hafa komið illa út úr Grindavíkureldunum. „Mun gefa 20% af ágóðanum til fórnarlambanna í Grindavík sem hafa misst heimili sín og lífibrauð í hræðilegum eldsumbrotum. Takk fyrir að styðja við þetta verkefni,“ sagði í færslu í nafni Volcoino. Reikningnum á X hefur nú verið eytt. Ekkert liggur fyrir um hvort nokkuð hafi verið á bak við þessa fullyrðingu um að Grindvíkingar myndu græða á myntinni. Rafmyntir Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Samkvæmt vefnum DEX Screener, þar sem hægt er að fylgjast með gengi rafmynta, virðist Volcoino hafa verið sett á laggirnar 8. febrúar síðastliðinn. Myntin er tengd við aðra stærri rafmynt, sem ber heitið Solana, en til þess að kaupa í Volcoino þarf að notast við Solana. Virði Volcoino hefur aldrei risið hátt. Hæst komst virðið stakrar Volcoino-myntar í réttrúman 0,0001 Bandaríkjadal, en tæplega 500 milljónir stakar Volcoino-myntir eru til. Þrátt fyrir það hafa kaup og sala á myntinni hlaupið á þúsundum Bandaríkjadala. Svo virðist sem einn aðili, sem notast við nafnið y94vnc, hafi verið langduglegastur í viðskiptum með Volcoino, og þar er bæði átt við kaup og sölu. Stærsta staka færslan átti sér stað fyrir tveimur dögum þegar y94vnc seldi hlut hvers virði var 9,6 þúsund Bandaríkjadollarar. Síðan hefur gengið verið stöðugt en ansi lágt. Skjáskot af XX Tuttugu prósent sögð fara til Grindavíkur Líkt og áður segir var því haldið fram á X að ágóði myndi renna til þeirra sem hafa komið illa út úr Grindavíkureldunum. „Mun gefa 20% af ágóðanum til fórnarlambanna í Grindavík sem hafa misst heimili sín og lífibrauð í hræðilegum eldsumbrotum. Takk fyrir að styðja við þetta verkefni,“ sagði í færslu í nafni Volcoino. Reikningnum á X hefur nú verið eytt. Ekkert liggur fyrir um hvort nokkuð hafi verið á bak við þessa fullyrðingu um að Grindvíkingar myndu græða á myntinni.
Rafmyntir Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira