Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Lovísa Arnardóttir skrifar 14. febrúar 2025 16:23 Svona líta bílarnir út. Bílstjórinn situr í að framan en gafflarnir lyfta að framan. Terra varar við því að fólk gangi undir þegar tæming fer fram. Terra Terra umhverfisþjónusta varar við því að fólk gangi undir gáma þegar bílstjórar þeirra vinna við að tæma þá. Í tilkynningu kemur fram að bílstjórar Terra umhverfisþjónustu hafi undanfarið orðið varir við það að fólk gangi undir gáma þegar verið er að hífa þá upp til að tæma. Markaðsstjóri segir málið alvarlegt og þau vilja vara við þessari hegðun. „Það þarf ekki að spyrja að leikslokum ef eitthvað kemur upp á og gámurinn fellur á viðkomandi. Umgöngumst stór ökutæki með varúð og förum aldrei undir hluti sem verið er að lyfta eða hífa,“ segir í tilkynningu frá Terra í gær. Gámarnir sem um ræðir.Terra Erna Björk Häsler markaðsstjóri Terra segir þetta ekki eiga við þegar bílarnir eru að hífa upp djúpgámana til að tæma þá heldur eigi þetta frekar við þegar bílarnir taki minni gáma með göfflum að framan til að tæma þá ofan í bílinn. „Bílarnir eru með gafla sem þeir nota til að lyfta og sturta aftur fyrir sig,“ segir Erna Björk. Geta lítið gert einir í bílnum Í þessum bílum þurfi bílstjórarnir að sitja inni í bílnum á meðan bílstjórar sem tæmi djúpgáma standi úti og geti gripið fyrr inn í. „Bílstjórinn er einn og getur lítið gert þegar einhver hleypur undir. Nú er þetta búið að gerast það oft að við ákváðum að setja út þessa færslu til að vara við þessu. Þannig fólk geti talað við börn og aðra. Gámarnir eru auðvitað svakalega þungir og sérstaklega þegar þeir eru fullir. Svo er þetta ágætis hæð sem er verið að lyfta þeim í. Eftir að við vorum komin með nokkrar tilkynningar þá bað öryggisstjóri að það yrði eitthvað gert. Svo fólk átti sig á því hversu alvarlegt það er. Það þarf ekki nema nokkrar sekúndur. Búnaðurinn getur klikkað og þetta gæti dottið.“ Bæði börn og fullorðnir Hún segir bílstjórana bæði hafa staðið börn og fullorðna að því að hlaupa undir gámana. „Börnin kannski fatta ekki hversu hættulegt þetta er. En við viljum minna á þetta því okkur finnst það okkar ábyrgð að upplýsa um það þegar eitthvað svona er að koma ítrekað upp. Það skiptir okkur máli.“ Sorphirða Slysavarnir Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
„Það þarf ekki að spyrja að leikslokum ef eitthvað kemur upp á og gámurinn fellur á viðkomandi. Umgöngumst stór ökutæki með varúð og förum aldrei undir hluti sem verið er að lyfta eða hífa,“ segir í tilkynningu frá Terra í gær. Gámarnir sem um ræðir.Terra Erna Björk Häsler markaðsstjóri Terra segir þetta ekki eiga við þegar bílarnir eru að hífa upp djúpgámana til að tæma þá heldur eigi þetta frekar við þegar bílarnir taki minni gáma með göfflum að framan til að tæma þá ofan í bílinn. „Bílarnir eru með gafla sem þeir nota til að lyfta og sturta aftur fyrir sig,“ segir Erna Björk. Geta lítið gert einir í bílnum Í þessum bílum þurfi bílstjórarnir að sitja inni í bílnum á meðan bílstjórar sem tæmi djúpgáma standi úti og geti gripið fyrr inn í. „Bílstjórinn er einn og getur lítið gert þegar einhver hleypur undir. Nú er þetta búið að gerast það oft að við ákváðum að setja út þessa færslu til að vara við þessu. Þannig fólk geti talað við börn og aðra. Gámarnir eru auðvitað svakalega þungir og sérstaklega þegar þeir eru fullir. Svo er þetta ágætis hæð sem er verið að lyfta þeim í. Eftir að við vorum komin með nokkrar tilkynningar þá bað öryggisstjóri að það yrði eitthvað gert. Svo fólk átti sig á því hversu alvarlegt það er. Það þarf ekki nema nokkrar sekúndur. Búnaðurinn getur klikkað og þetta gæti dottið.“ Bæði börn og fullorðnir Hún segir bílstjórana bæði hafa staðið börn og fullorðna að því að hlaupa undir gámana. „Börnin kannski fatta ekki hversu hættulegt þetta er. En við viljum minna á þetta því okkur finnst það okkar ábyrgð að upplýsa um það þegar eitthvað svona er að koma ítrekað upp. Það skiptir okkur máli.“
Sorphirða Slysavarnir Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira