Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2025 09:31 Pat Vellner og Anníe Mist Þórisdóttir eru bæði að reyna að þrýsta á framfarir í öryggismálum á heimsleikunum í CrossFit. @pvellner Pat Vellner, einn besti CrossFit karla heimsins, mun ekki taka þátt í komandi CrossFit tímabili en hann er mótmæla miklum skorti á viðbrögðum CrossFit samtakanna við drukknum keppanda á síðustu heimsleikum. Vellner valdi að fara sömu leið og íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir sem vildi ekki vera með á tímabilinu af siðferðislegum ástæðum. Hún er líka ósátt með skort á gagnsæi, að enginn taki ábyrgð, og vill að það verði gerðar alvöru ráðstafanir í öryggismálum keppenda. Bæði risastór í CrossFit heiminum Bæði eru þau risastór í CrossFit heiminum en mjög vinsæl og hafa líka verið í fremstu röð í mjög langan tíma. Vellner er 34 ára Kanadamaður. Hann endaði í fimmta sæti á síðustu heimsleikum en hefur fimm sinnum komist á verðlaunapall þar af þrisvar endað í öðru sæti, síðast 2023. „Ég hef ákveðið að taka ekki þátt á CrossFit tímabilinu 2025. Stundum er besta leiðin, til að pressa á breytingar, að gera eitthvað í málinu. Í ár ætla ég að taka afstöðu með því að kjósa með fótunum,“ skrifaði Pat Vellner á samfélagsmiðla sína. Erfiðara og erfiðara að réttlæta það „Í mörg ár hef ég eytt gríðarlega miklum tíma, orku og ástríðu í CrossFit tímabilið. Það er alltaf að vera erfiðara og erfiðara að réttlæta það. Ég get ekki haldið áfram að gefa svo mikið af mér fyrir samtök sem virðist ekki hafa áhuga á því að styðja þau sem keppa,“ skrifaði Vellner. „Undanfarin ár höfum við íþróttafólkið unnið saman að því og stanslaust látið í ljós áhyggjur okkar af öryggismálum. Við höfum komið fram með tillögur og lausnir til að bæta öryggi en þeir sem ráða hafa að mestu hunsað okkar tillögur,“ skrifaði Vellner. „Síðasta sumar missti ég vin. Dauði Lazars var harmleikur og margt kom þar til. Ég trúi því að ákvarðanir leiðtoga CrossFit samtakanna áttu sinn þátt í því. Viðbrögð CrossFit samtakanna, eða öllu heldur skortur á þeim, hefur sýnt fram á eitt. Alvöru breytingar eru ekki á leiðinni. Ef íþróttin okkar á að þróast þá þurfum við að hlusta á áhyggjur og tryggja öryggi íþróttafólks okkar. Það á að vera í forgangi í það þess að vera ýtt til hliðar, gert lítið úr eða alveg hunsað,“ skrifaði Vellner. Hættur að öskra út í tómarúmið „Ég er hættur að bíða þolinmóður og treysta ferlinu. Ég er hættur að öskra út í tómarúmið,“ skrifaði Vellner. Hann tekur það fram að hann sé ekki hættur að keppa í CrossFit heldur muni hann keppa meira en aldrei fyrr. Hann ætlar bara að sleppa því að keppa á vegum CrossFit samtakanna. „Ég ætla að fjárfesta orku minni í fólk sem ég elska og hjá þeim sem kunna að meta íþróttafólk og heiðarlega keppni,“ skrifaði Vellner. Það má lesa allan pistil hans hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Patrick Vellner (@pvellner) CrossFit Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Sjá meira
Vellner valdi að fara sömu leið og íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir sem vildi ekki vera með á tímabilinu af siðferðislegum ástæðum. Hún er líka ósátt með skort á gagnsæi, að enginn taki ábyrgð, og vill að það verði gerðar alvöru ráðstafanir í öryggismálum keppenda. Bæði risastór í CrossFit heiminum Bæði eru þau risastór í CrossFit heiminum en mjög vinsæl og hafa líka verið í fremstu röð í mjög langan tíma. Vellner er 34 ára Kanadamaður. Hann endaði í fimmta sæti á síðustu heimsleikum en hefur fimm sinnum komist á verðlaunapall þar af þrisvar endað í öðru sæti, síðast 2023. „Ég hef ákveðið að taka ekki þátt á CrossFit tímabilinu 2025. Stundum er besta leiðin, til að pressa á breytingar, að gera eitthvað í málinu. Í ár ætla ég að taka afstöðu með því að kjósa með fótunum,“ skrifaði Pat Vellner á samfélagsmiðla sína. Erfiðara og erfiðara að réttlæta það „Í mörg ár hef ég eytt gríðarlega miklum tíma, orku og ástríðu í CrossFit tímabilið. Það er alltaf að vera erfiðara og erfiðara að réttlæta það. Ég get ekki haldið áfram að gefa svo mikið af mér fyrir samtök sem virðist ekki hafa áhuga á því að styðja þau sem keppa,“ skrifaði Vellner. „Undanfarin ár höfum við íþróttafólkið unnið saman að því og stanslaust látið í ljós áhyggjur okkar af öryggismálum. Við höfum komið fram með tillögur og lausnir til að bæta öryggi en þeir sem ráða hafa að mestu hunsað okkar tillögur,“ skrifaði Vellner. „Síðasta sumar missti ég vin. Dauði Lazars var harmleikur og margt kom þar til. Ég trúi því að ákvarðanir leiðtoga CrossFit samtakanna áttu sinn þátt í því. Viðbrögð CrossFit samtakanna, eða öllu heldur skortur á þeim, hefur sýnt fram á eitt. Alvöru breytingar eru ekki á leiðinni. Ef íþróttin okkar á að þróast þá þurfum við að hlusta á áhyggjur og tryggja öryggi íþróttafólks okkar. Það á að vera í forgangi í það þess að vera ýtt til hliðar, gert lítið úr eða alveg hunsað,“ skrifaði Vellner. Hættur að öskra út í tómarúmið „Ég er hættur að bíða þolinmóður og treysta ferlinu. Ég er hættur að öskra út í tómarúmið,“ skrifaði Vellner. Hann tekur það fram að hann sé ekki hættur að keppa í CrossFit heldur muni hann keppa meira en aldrei fyrr. Hann ætlar bara að sleppa því að keppa á vegum CrossFit samtakanna. „Ég ætla að fjárfesta orku minni í fólk sem ég elska og hjá þeim sem kunna að meta íþróttafólk og heiðarlega keppni,“ skrifaði Vellner. Það má lesa allan pistil hans hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Patrick Vellner (@pvellner)
CrossFit Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Sjá meira