Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. febrúar 2025 19:41 David Moyes kann vel við sig hjá Everton. Warren Little/Getty Images Það virðist hafa verið algjört heillaskref fyrir Everton að ráða David Moyes sem stjóra félagsins á nýjan leik. Liðið vann góðan 2-1 útisigur á Crystal Palace og hefur nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Everton sótti Crystal Palace heim í síðasta leik dagsins og vann góðan 2-1 útisigur þökk sé sigurmarki Carlos Alcaraz þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Markið kom eftir að Ashley Young átti fyrirgjöf, eða skot, fyrir markið sem fór af varnarmanni og féll fyrir fætur Alcaraz. Us at FT: pic.twitter.com/SlrrmGhWbl— Everton (@Everton) February 15, 2025 Hinn síungi Young hafði aðeins verið inn á vellinum í nokkrar sekúndur þegar hann kom að því sem reyndist sigurmarið. Heillaskipting hjá Moyes sem virðist ekki geta gert neitt rangt í Bítlaborginni. Beto hafði komið Everton yfir í fyrri hálfleik, eftir undirbúning Alcaraz, en Jean-Philippe Mateta jafnaði metin snemma í síðari hálfleik. Þökk sé sigurmarki Alcaraz hefur Everton nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Eini leikurinn sem vannst ekki var 2-2 jafntefli gegn Liverpool, stig sem Moyes hefði tekið fegins hendi fyrir leik. Í millitíðinni datt Everton út úr ensku bikarkeppninni eftir 2-0 tap gegn Bournemouth en miðað við stöðuna á liðinu þegar Moyes tók við þá snerist allt um að halda Everton í deild þeirra bestu. Það virðist ætla að ganga upp og gott betur en það. Eftir sigur dagsins er Everton komið upp í 13. sæti – upp fyrir bæði Manchester United og Tottenham Hotspur – með 30 stig eða 13 stigum frá fallsæti. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Everton sótti Crystal Palace heim í síðasta leik dagsins og vann góðan 2-1 útisigur þökk sé sigurmarki Carlos Alcaraz þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Markið kom eftir að Ashley Young átti fyrirgjöf, eða skot, fyrir markið sem fór af varnarmanni og féll fyrir fætur Alcaraz. Us at FT: pic.twitter.com/SlrrmGhWbl— Everton (@Everton) February 15, 2025 Hinn síungi Young hafði aðeins verið inn á vellinum í nokkrar sekúndur þegar hann kom að því sem reyndist sigurmarið. Heillaskipting hjá Moyes sem virðist ekki geta gert neitt rangt í Bítlaborginni. Beto hafði komið Everton yfir í fyrri hálfleik, eftir undirbúning Alcaraz, en Jean-Philippe Mateta jafnaði metin snemma í síðari hálfleik. Þökk sé sigurmarki Alcaraz hefur Everton nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Eini leikurinn sem vannst ekki var 2-2 jafntefli gegn Liverpool, stig sem Moyes hefði tekið fegins hendi fyrir leik. Í millitíðinni datt Everton út úr ensku bikarkeppninni eftir 2-0 tap gegn Bournemouth en miðað við stöðuna á liðinu þegar Moyes tók við þá snerist allt um að halda Everton í deild þeirra bestu. Það virðist ætla að ganga upp og gott betur en það. Eftir sigur dagsins er Everton komið upp í 13. sæti – upp fyrir bæði Manchester United og Tottenham Hotspur – með 30 stig eða 13 stigum frá fallsæti.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira