Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2025 15:03 Victor Wembanyama í skotþrautinni í gærkvöld. Getty/Ezra Shaw Victor Wembanyama og Chris Paul fóru óhefðbundna og, eins og þeir vita núna, ólöglega leið í skotþrautinni í gær, á stjörnuhelgi NBA-deildarinnar í körfubolta. Hluti af þrautinni fólst í því að reyna skot af ákveðnum færum og þurftu menn annað hvort að hitta í körfuna eða kasta þremur boltum til að komast á næsta stað í brautinni. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan reyndu Wembanyama og Paul ekkert að hitta úr skotunum sínum heldur einbeittu sér að því að kasta boltunum sem hraðast. Klippa: Svindluðu í skotþraut NBA Þetta dugði þeim til að fara á langbesta tímanum í gegnum brautina en þeir voru svo dæmdir úr keppni á þeim forsendum að skot þeirra hefðu ekki verið „gild skot“, eins og kveðið er á um í reglunum. Það var hinn ungi Wembanyama sem átti hugmyndina að því að þeir Paul færu þessa leið. „Ég sé ekki eftir því. Mér fannst þetta vera góð hugmynd,“ sagði Frakkinn við fjölmiðlamenn. „Við náðum besta tímanum. Tölurnar tala sínu máli,“ bætti hann við. Segir Wemby hafa spurt hvort þetta mætti Draymond Green, sem keppti með Moses Moody, sagði að Wembanyama hefði spurt fyrir fram hvort að hann mætti leysa þrautina með þessum hætti. „Það sökkaði klárlega að sjá þá kasta boltanum svona. En ég verð samt að segja að Wemby gekk um völlinn og spurði alla: „Hitta úr einu eða reyna þrisvar?“ Og Wemby sagði: „Nú, svo ég get bara tekið öll þrjú skotin?“ Þannig að hann spurði. Hann spurði kannski ekki rétta fólkið, en honum til varnar þá spurði hann fjölda fólks,“ sagði Green. Donovan Mitchell og Evan Mobley úr Cleveland Cavaliers unnu keppnina og Mitchell var alveg sama þó að tími Wembanyama og Pauls hefði verið betri. „Ef þeir hefðu ekki verið dæmdir úr keppni þá held ég að við hefðum bara gert þetta eins, ef ég á að vera hreinskilinn. Maður spilar til að vinna býst ég við,“ sagði Mitchell. NBA Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Hluti af þrautinni fólst í því að reyna skot af ákveðnum færum og þurftu menn annað hvort að hitta í körfuna eða kasta þremur boltum til að komast á næsta stað í brautinni. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan reyndu Wembanyama og Paul ekkert að hitta úr skotunum sínum heldur einbeittu sér að því að kasta boltunum sem hraðast. Klippa: Svindluðu í skotþraut NBA Þetta dugði þeim til að fara á langbesta tímanum í gegnum brautina en þeir voru svo dæmdir úr keppni á þeim forsendum að skot þeirra hefðu ekki verið „gild skot“, eins og kveðið er á um í reglunum. Það var hinn ungi Wembanyama sem átti hugmyndina að því að þeir Paul færu þessa leið. „Ég sé ekki eftir því. Mér fannst þetta vera góð hugmynd,“ sagði Frakkinn við fjölmiðlamenn. „Við náðum besta tímanum. Tölurnar tala sínu máli,“ bætti hann við. Segir Wemby hafa spurt hvort þetta mætti Draymond Green, sem keppti með Moses Moody, sagði að Wembanyama hefði spurt fyrir fram hvort að hann mætti leysa þrautina með þessum hætti. „Það sökkaði klárlega að sjá þá kasta boltanum svona. En ég verð samt að segja að Wemby gekk um völlinn og spurði alla: „Hitta úr einu eða reyna þrisvar?“ Og Wemby sagði: „Nú, svo ég get bara tekið öll þrjú skotin?“ Þannig að hann spurði. Hann spurði kannski ekki rétta fólkið, en honum til varnar þá spurði hann fjölda fólks,“ sagði Green. Donovan Mitchell og Evan Mobley úr Cleveland Cavaliers unnu keppnina og Mitchell var alveg sama þó að tími Wembanyama og Pauls hefði verið betri. „Ef þeir hefðu ekki verið dæmdir úr keppni þá held ég að við hefðum bara gert þetta eins, ef ég á að vera hreinskilinn. Maður spilar til að vinna býst ég við,“ sagði Mitchell.
NBA Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum