Erlent

Á­tján létust í troðningi

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Mikill fjöldi fólks reyndi að komast um borð.
Mikill fjöldi fólks reyndi að komast um borð. AP

Átján manns hafa verið úrskurðaðir látnir eftir mikinn troðning á lestarstöð í höfuðborg Indlands. Þar á meðal eru fimm börn. 

Atvikið átti sér stað í gærkvöldi á staðartíma þegar margmenni reyndi að komast í lest frá Nýja Delí til Prayagraj í Indlandi. Mörg fórnarlambanna voru á leið á Hindu Maha Kumbh hátíðina.

Yngsta fórnarlambið var sjö ára gamalt barn en það elsta 79 ára. Fjórtán af þeim látnu er kvenkyns. Tylft manna er enn á sjúkrahúsi. 

Samkvæmt Reuters reyndi lögregla að ná stjórn á mannmergðinni en fólk datt ítrekað. Ein kona sagðist hafa rétt svo lifað troðninginn af en hún týndi öllum farangrinum sínum á brautarpallinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×