KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2025 11:33 HSÍ hefur þegar þurft að standa straum af umtalsverðum kostnaði árið 2025 því strákarnir okkar voru að vanda á ferðinni í janúar og höfnuðu í 9. sæti á HM. VÍSIR/VILHELM Eftir sjö ár án þess að fá krónu úr Afrekssjóði ÍSÍ hefur Knattspyrnusamband Íslands nú á ný fengið úthlutun úr sjóðnum. Handknattleikssamband Íslands hefur þó fengið langhæstu upphæðina hingað til eða fimmtíu milljónum meira en næsta sérsamband. Í lok síðasta árs var 519,4 milljónum úthlutað til sérsambandanna en tekið fram að bætast myndi við þá upphæð, vegna ákvörðunar stjórnvalda um að auka verulega við fjármagn sjóðsins, eða um 637 milljónir. Sú ákvörðun var tekin vegna innleiðingar á nýju fyrirkomulagi afreksstarfs hér á landi, sem verið er að útfæra, en það byggir á tillögum starfshóps mennta- og barnamálaráðuneytis sem leiddur var af Vésteini Hafsteinssyni, afreksstjóra ÍSÍ. Um 300 milljónum króna hefur nú verið úthlutað til viðbótar, eða samtals 819,4 milljónum vegna ársins 2025. HSÍ fær 127 milljónir HSÍ, sem átt hefur A-landslið og yngri landslið í lokakeppnum stórmóta í handbolta ár eftir ár, fékk hæsta styrkinn bæði í lok síðasta árs og svo aftur núna, eða samtals tæpar 127 milljónir króna. KKÍ fékk næsthæsta styrkinn nú eða tæplega 31 milljón króna og hefur því samtals fengið tæpar 70 milljónir króna, í 3. sæti yfir hæstu styrkina. Fimleikasambandið er í 2. sæti en það fékk rúmar 28 milljónir í úthlutuninni núna og samtals tæpar 75 milljónir. KSÍ fær 24,6 milljónir Knattspyrnusamband Íslands hefur lengi beðið eftir því að fá að nýju styrki úr Afrekssjóði en ekki fengið fyrr en nú, þrátt fyrir að vera fremst í flokki afrekssérsambanda Íslands á mörgum sviðum, eins og það er orðað á vef ÍSÍ. KSÍ réði meðal annars lögmann í það verkefni að kanna rétt sambandsins í þessu máli. Stjórn Afrekssjóðs og framkvæmdastjórn ÍSÍ hafa vísað til þess úr hve mikið meiri fjármunum KSÍ hefur að spila í samanburði við önnur sérsamönd á Íslandi, burtséð frá samanburði við knattspyrnusambönd annarra landa, og nýtt sér heimild í reglugerð Afrekssjóðs til þess að veita KSÍ ekki styrk. Nú hefur hins vegar orðið breyting og fær KSÍ 24,6 milljónir í nýju úthlutuninni og er þar í 4. sæti, þrátt fyrir að styrkurinn sé þó meira en helmingi lægri en til HSÍ sem fær mest núna. KSÍ fékk síðast styrk úr Afrekssjóði vegna ársins 2017 en þó aðeins 8,4 milljónir króna sem á núvirði jafngildir 12,2 milljónum. HSÍ fékk einnig mest það ár eða 41,5 milljónir. KSÍ HSÍ ÍSÍ Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Sjá meira
Í lok síðasta árs var 519,4 milljónum úthlutað til sérsambandanna en tekið fram að bætast myndi við þá upphæð, vegna ákvörðunar stjórnvalda um að auka verulega við fjármagn sjóðsins, eða um 637 milljónir. Sú ákvörðun var tekin vegna innleiðingar á nýju fyrirkomulagi afreksstarfs hér á landi, sem verið er að útfæra, en það byggir á tillögum starfshóps mennta- og barnamálaráðuneytis sem leiddur var af Vésteini Hafsteinssyni, afreksstjóra ÍSÍ. Um 300 milljónum króna hefur nú verið úthlutað til viðbótar, eða samtals 819,4 milljónum vegna ársins 2025. HSÍ fær 127 milljónir HSÍ, sem átt hefur A-landslið og yngri landslið í lokakeppnum stórmóta í handbolta ár eftir ár, fékk hæsta styrkinn bæði í lok síðasta árs og svo aftur núna, eða samtals tæpar 127 milljónir króna. KKÍ fékk næsthæsta styrkinn nú eða tæplega 31 milljón króna og hefur því samtals fengið tæpar 70 milljónir króna, í 3. sæti yfir hæstu styrkina. Fimleikasambandið er í 2. sæti en það fékk rúmar 28 milljónir í úthlutuninni núna og samtals tæpar 75 milljónir. KSÍ fær 24,6 milljónir Knattspyrnusamband Íslands hefur lengi beðið eftir því að fá að nýju styrki úr Afrekssjóði en ekki fengið fyrr en nú, þrátt fyrir að vera fremst í flokki afrekssérsambanda Íslands á mörgum sviðum, eins og það er orðað á vef ÍSÍ. KSÍ réði meðal annars lögmann í það verkefni að kanna rétt sambandsins í þessu máli. Stjórn Afrekssjóðs og framkvæmdastjórn ÍSÍ hafa vísað til þess úr hve mikið meiri fjármunum KSÍ hefur að spila í samanburði við önnur sérsamönd á Íslandi, burtséð frá samanburði við knattspyrnusambönd annarra landa, og nýtt sér heimild í reglugerð Afrekssjóðs til þess að veita KSÍ ekki styrk. Nú hefur hins vegar orðið breyting og fær KSÍ 24,6 milljónir í nýju úthlutuninni og er þar í 4. sæti, þrátt fyrir að styrkurinn sé þó meira en helmingi lægri en til HSÍ sem fær mest núna. KSÍ fékk síðast styrk úr Afrekssjóði vegna ársins 2017 en þó aðeins 8,4 milljónir króna sem á núvirði jafngildir 12,2 milljónum. HSÍ fékk einnig mest það ár eða 41,5 milljónir.
KSÍ HSÍ ÍSÍ Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Sjá meira