Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. febrúar 2025 19:24 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri er ánægð með að nú standi til að fjölga lögreglumönnum. Það varði öryggistilfinningu sjálfrar lögreglunnar og borgaranna. Vísir/Egill Árgangurinn sem hefur nám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri í haust verður líklega sá langfjölmennasti til þessa. Ríkislögreglustjóri segir fjölda lögreglumanna haldast í hendur við öryggistilfinningu þeirra sjálfra og borgaranna. Hún bindur vonir við að fólk af erlendum uppruna sæki um til að lögreglan endurspegli breytta samsetningu þjóðarinnar. Fyrsta verk nýs dómsmálaráðherra var að fjölga stöðugildum innan lögreglu um fimmtíu og fjölga plássum í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri. Opnað hefur verið fyrir umsóknir en skólinn getur tekið við allt að 95 nemendum í haust. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. „Þarna er stærsti árgangur sem hingað til hefur verið tekinn inn í lögreglunám á einu bretti og það sem hefur gerst líka er að við erum að taka yngra fólk inn, það er núna búið að breyta umgjörðinni, nú er það strax eftir menntaskóla, þannig að það er 19 ára.“ Sem muni verulega um því þótt aldurstakmarkið hafi áður verið 20 þá hafi lögreglan misst frá sér margt ung fólk sem hafi viljað fara strax í nám eftir stúdent. Sigríður segir að fyrir nokkrum árum hafi lögreglan verið gríðarlega undirmönnuð. Stytting vinnuvikunnar og fleiri þættir hafi orðið til þess að fjöldi lögreglumanna við störf hverju sinni var alls ekki nægilegur. „Það er gríðarlega brýnt að fjölga í lögreglunni, vegna þess að þetta snýst um öryggistilfinningu bæði borgaranna - fólksins sem við erum að þjóna - en líka lögreglumannanna sjálfra sem eru að sinna verkefnunum.“ Bindur vonir við aukna fjölbreyttni í lögregluhópnum Sigríður hvetur fólk til að skella sér í lögreglunám en hún vill sérstaklega fólk með fjölbreyttan bakgrunn. „Okkar viðskiptavinir eru alls konar og þess vegna skiptir máli að við séum ekki of einsleitur hópur. Núna er 20% þjóðarinnar af erlendum uppruna og það er mikilvægt að okkar samsetning endurspegli það og það hefur ekki tekist til þessa. Við bindum vonir við að fólk af erlendum uppruna sæki núna um inngöngu, gríðarstór árgangur að hefja spennandi nám og þetta starf er ótrúlegt, og tekur á öllum hliðum mannlegs samfélags“ Hún vill líka laða að fólk á fjölbreyttu aldursskeiði. „Við viljum líka fólk sem er eldra, er kannski að prófa nýjan feril. Við höfum góða reynslu af kennurum svo það sé sagt, sem hafa verið að söðla um þannig að ég hvet alla þá sem ala þann draum í brjósti að vera lögreglumenn, þá er tækifærið núna.“ Lögreglan Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu dómsmálaráðherra um að stöðugildum innan lögreglu verði fjölgað um fimmtíu og að fjölgunin komi til framkvæmda þegar á þessu ári. 3. febrúar 2025 16:15 Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins ætlar að fjölga lögreglumönnum og það verulega. Þannig á að auka öryggi almennings, samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 21. desember 2024 14:53 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Fyrsta verk nýs dómsmálaráðherra var að fjölga stöðugildum innan lögreglu um fimmtíu og fjölga plássum í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri. Opnað hefur verið fyrir umsóknir en skólinn getur tekið við allt að 95 nemendum í haust. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. „Þarna er stærsti árgangur sem hingað til hefur verið tekinn inn í lögreglunám á einu bretti og það sem hefur gerst líka er að við erum að taka yngra fólk inn, það er núna búið að breyta umgjörðinni, nú er það strax eftir menntaskóla, þannig að það er 19 ára.“ Sem muni verulega um því þótt aldurstakmarkið hafi áður verið 20 þá hafi lögreglan misst frá sér margt ung fólk sem hafi viljað fara strax í nám eftir stúdent. Sigríður segir að fyrir nokkrum árum hafi lögreglan verið gríðarlega undirmönnuð. Stytting vinnuvikunnar og fleiri þættir hafi orðið til þess að fjöldi lögreglumanna við störf hverju sinni var alls ekki nægilegur. „Það er gríðarlega brýnt að fjölga í lögreglunni, vegna þess að þetta snýst um öryggistilfinningu bæði borgaranna - fólksins sem við erum að þjóna - en líka lögreglumannanna sjálfra sem eru að sinna verkefnunum.“ Bindur vonir við aukna fjölbreyttni í lögregluhópnum Sigríður hvetur fólk til að skella sér í lögreglunám en hún vill sérstaklega fólk með fjölbreyttan bakgrunn. „Okkar viðskiptavinir eru alls konar og þess vegna skiptir máli að við séum ekki of einsleitur hópur. Núna er 20% þjóðarinnar af erlendum uppruna og það er mikilvægt að okkar samsetning endurspegli það og það hefur ekki tekist til þessa. Við bindum vonir við að fólk af erlendum uppruna sæki núna um inngöngu, gríðarstór árgangur að hefja spennandi nám og þetta starf er ótrúlegt, og tekur á öllum hliðum mannlegs samfélags“ Hún vill líka laða að fólk á fjölbreyttu aldursskeiði. „Við viljum líka fólk sem er eldra, er kannski að prófa nýjan feril. Við höfum góða reynslu af kennurum svo það sé sagt, sem hafa verið að söðla um þannig að ég hvet alla þá sem ala þann draum í brjósti að vera lögreglumenn, þá er tækifærið núna.“
Lögreglan Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu dómsmálaráðherra um að stöðugildum innan lögreglu verði fjölgað um fimmtíu og að fjölgunin komi til framkvæmda þegar á þessu ári. 3. febrúar 2025 16:15 Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins ætlar að fjölga lögreglumönnum og það verulega. Þannig á að auka öryggi almennings, samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 21. desember 2024 14:53 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu dómsmálaráðherra um að stöðugildum innan lögreglu verði fjölgað um fimmtíu og að fjölgunin komi til framkvæmda þegar á þessu ári. 3. febrúar 2025 16:15
Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins ætlar að fjölga lögreglumönnum og það verulega. Þannig á að auka öryggi almennings, samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 21. desember 2024 14:53