Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir að ekkert nýtt að frétta en aukinn þungi færist í tilætlaðar verkfallsaðgerðir kennara og í dag var samþykkt að ráðast í ótímabundnar aðgerðir í leikskólum í Hafnarfirði og Fjarðabyggð. Samninganefndir kennara og sveitarfélaga og ríkis hafa setið á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag.
Formlegir fundir samninganefnda kennara hafa ekki farið fram í meira en viku en Ástráður fundaði með forystu Kennarasambandsins í gær. Samninganefnd framhaldsskólakennara fundaði síðast í fyrradag með samninganefnd ríkisins hjá sáttasemjara.
Verkföll hefjast í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla á föstudag verði ekki samið í kjaradeilunni. Þá hefur einnig verið boðað til verkfalla í leikskólum Kópavogs og öllum grunnskólum Hveragerðis, Akraness og Ölfuss í mars. Ótímabundið verkfall stendur yfir í Leikskóla Snæfellsbæjar en það hófst 1. febrúar síðastliðinn.