Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Rakel Sveinsdóttir skrifar 21. febrúar 2025 07:00 Það er alls ekki svo að hraðasta breytingin á störfum verði hjá láglaunahópum með tilkomu gervigreindarinnar. Þvert á móti er líklegt að ýmiss hálaunastörf muni falla niður eða breytast hraðar, líka þau sem hingað til hafa kallað á margra ára menntun. En á hvaða sviðum ættum við þá að efla okkur? Vísir/Getty Eflaust erum við fæst farin að átta okkur á því hversu stórt hlutverk gervigreindin er nú þegar að spila í atvinnulífinu. En nú þegar sífellt stærri hópur er farinn að reiða sig á AI Chatgpt dags daglega, ekki síst í einkalífinu, fjölgar í þeim hópi fólks sem fyrir alvöru er að átta sig á því hversu margt er við það að breytast á næstu árum. Þar sem störf einfaldlega hverfa og hætta að verða til. En ný störf verða til í staðinn. En þá er spurt: Hvaða störf eru það sem gervigreindin tekur ekki yfir? Á hvaða sviðum ættum við að efla okkur? Nokkuð fyrirséð er að sjálfvirknivæðingin mun taka yfir öll þau störf sem fela í sér einhvers konar endurtekningu. Hvort sem það er í framleiðslulínunni, í verslunum, á skrifstofum, á læknastofunni og svo framvegis. Endurtekningar verða því fljótlega úrelt fyrirbrigði í starfi mannfólksins. Að sama skapi, má gera ráð fyrir að mörg hálaunuð störf eða störf mikið menntaðs fólks muni falla niður. Jafnvel fyrr heldur en mörg lægri launuð störf. Dæmi: Gervigreindin getur skrifað skýrslur og búið til áætlanir en á meðan bílafloti heimsins er ekki orðinn sjálfvirknivæddur, má gera ráð fyrir að bílstjórar haldi áfram störfum sínum. Þá stendur eftir að skoða hvaða störf það eru sem gervigreindin mun ekki ná til en samkvæmt BBC Worklife eru einkenni þeirra starfa eftirfarandi: #1: Störf sem reyna á ímyndaraflið, hugmyndaauðgi, sköpun, að hugsa út fyrir boxið og svo framvegis. Störf sem kalla á að verið er að búa til eitthvað nýtt, byggja eitthvað nýtt og svo framvegis. Þýðir þetta þá að öll störf í sköpun, til dæmis grafískri hönnun, eru þá örugg? Nei alls ekki. Mjög líklega mun gervigreindin taka yfir mörg slík störf. Allt sem fer hins vegar út fyrir boxið eða hefur ekki verið gert áður, ræður gervigreindin hins vegar ekki við. Ný viðskiptamódel gætu til dæmis verið fyrirbrigði sem teljast til þeirra verka sem gervigreindin ræður ekki við. Við þurfum því að horfa á störfin og meta: Hvað telst nýtt og hvað ekki? #2: Störf sem kalla á persónuleg samskipti og nánd eða nálgun. Þetta eru ekkert endilega læknar eða heilbrigðisstarfsfólk heldur geta þetta verið störf eins og ráðgjafi eða sum verkefni blaða- og fréttamanna. Þar sem viðkomandi þarf að ávinna sér traust með persónulegri nálgun og færni sem gervigreindin ræður ekki við. Hér erum við oft að tala um störf sem kalla á ákveðna dýpt í samskiptum, skilningi og samkennd. #3: Störf sem byggja á físískri aðkomu að lausnum, til dæmis störf rafvirkja, pípulagningameistara og annarra. Í þessum störfum þarf að meta stöðuna í hvert sinn sem þýðir í raun að nánast hvert einasta verkefni er að einhverju leyti ólíkt öðru, sem viðkomandi rafvirki eða pípari leysir síðan á staðnum. Að sjálfvirknivæða þessi verkefni er að minnsta kosti enn um sinn of flókið. Að þessu sögðu má þó bæta við að margt í störfum þeirra sem hafa físíska aðkomu að því að leysa úr málum, mun sjálfvirknivæðast. Eins og reyndin verður með alla skapaða hluti í lífinu hjá okkur hvort eð er: Hvort sem er heima fyrir eða í vinnunni. #4: Störfin þar sem gervigreindin og manneskjan vinna saman sem eitt. Dæmi: Mjög líklega mun gervigreindin verða betri í því en nútímarannsóknir að greina krabbamein. Þannig mun margt í sambandi við sjúkdómsgreiningar og/eða ákvarðanir um meðferðir, aðgerðir og svo framvegis, færast úr höndum fólks og sérfræðinga og yfir til gervigreindarinnar. Það sama gildir um aðgerðir á fólki. Hins vegar má telja líklegt að fólk muni áfram vilja heyra lækni segja þeim tíðindin um krabbamein eða aðra alvarlega sjúkdóma, sem þýðir að þörfin fyrir lækninn verður áfram sú sama þótt starf lækna og annarra heilbrigðisfólks muni breytast verulega. Það sama má segja um störf eins og ræstingar. Þar er líklegt að hægt verði að nýta sjálfvirknivæðinguna mjög mikið en seint að fullu. Á næstu árum mun það hins vegar verða sýnilegra hvaða störf munu breytast hraðar. Þar þurfum við einna helst að átta okkur á því að hlutirnir eru við það að fara að breytast mjög hratt. Fyrir okkur öll er því kannski ágætis tímapunktur núna að velta fyrir okkur spurningum eins og: Hvaða verkefni sinni ég í vinnunni minni, sem gervigreindin er ekki líkleg til að ráða við? Hvernig ríma styrkleikarnir mínir við lýsingarnar hér að ofan um störf sem gervigreindin mun ekki ráða við? Á hvaða sviðum ætti ég helst að efla mig og styrkja? Starfsframi Góðu ráðin Tengdar fréttir Gervigreindin gefur ráð: Svona færðu draumastarfið þitt Að sjálfsögðu leitar Atvinnulífið í AI Chat þegar það á við og auðvitað klárum við ekki árið nema að athuga hvað gervigreindin segir okkur með starfsframann og draumastarfið. 15. desember 2023 07:01 Fleiri skemmtileg störf en færri síendurtekin og rútínubundin „Fyrir mér er hægt að súmmera þetta upp í eina góða setningu: Gervigreindin getur hjálpað okkur með síendurteknu rútínubundnu störfin og þjálfar sköpunarvöðvana okkar, tekur ekki yfir mannshöndina eða eyðir öllum störfum,“ segir Gyða Kristjánsdóttir vörustjóri stafrænnar þróunar hjá Isavia. 4. október 2023 07:00 Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02 Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00 Snjallvæðingin: Mótstaðan getur líka verið hjá stjórnendum og stjórnarmönnum Margir óttast þá þróun að gervigreind og snjallar lausnir munu leysa af hólmi ýmiss störf og verkefni sem mannfólkið hefur séð um hingað til. 25. maí 2022 08:00 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjá meira
En nú þegar sífellt stærri hópur er farinn að reiða sig á AI Chatgpt dags daglega, ekki síst í einkalífinu, fjölgar í þeim hópi fólks sem fyrir alvöru er að átta sig á því hversu margt er við það að breytast á næstu árum. Þar sem störf einfaldlega hverfa og hætta að verða til. En ný störf verða til í staðinn. En þá er spurt: Hvaða störf eru það sem gervigreindin tekur ekki yfir? Á hvaða sviðum ættum við að efla okkur? Nokkuð fyrirséð er að sjálfvirknivæðingin mun taka yfir öll þau störf sem fela í sér einhvers konar endurtekningu. Hvort sem það er í framleiðslulínunni, í verslunum, á skrifstofum, á læknastofunni og svo framvegis. Endurtekningar verða því fljótlega úrelt fyrirbrigði í starfi mannfólksins. Að sama skapi, má gera ráð fyrir að mörg hálaunuð störf eða störf mikið menntaðs fólks muni falla niður. Jafnvel fyrr heldur en mörg lægri launuð störf. Dæmi: Gervigreindin getur skrifað skýrslur og búið til áætlanir en á meðan bílafloti heimsins er ekki orðinn sjálfvirknivæddur, má gera ráð fyrir að bílstjórar haldi áfram störfum sínum. Þá stendur eftir að skoða hvaða störf það eru sem gervigreindin mun ekki ná til en samkvæmt BBC Worklife eru einkenni þeirra starfa eftirfarandi: #1: Störf sem reyna á ímyndaraflið, hugmyndaauðgi, sköpun, að hugsa út fyrir boxið og svo framvegis. Störf sem kalla á að verið er að búa til eitthvað nýtt, byggja eitthvað nýtt og svo framvegis. Þýðir þetta þá að öll störf í sköpun, til dæmis grafískri hönnun, eru þá örugg? Nei alls ekki. Mjög líklega mun gervigreindin taka yfir mörg slík störf. Allt sem fer hins vegar út fyrir boxið eða hefur ekki verið gert áður, ræður gervigreindin hins vegar ekki við. Ný viðskiptamódel gætu til dæmis verið fyrirbrigði sem teljast til þeirra verka sem gervigreindin ræður ekki við. Við þurfum því að horfa á störfin og meta: Hvað telst nýtt og hvað ekki? #2: Störf sem kalla á persónuleg samskipti og nánd eða nálgun. Þetta eru ekkert endilega læknar eða heilbrigðisstarfsfólk heldur geta þetta verið störf eins og ráðgjafi eða sum verkefni blaða- og fréttamanna. Þar sem viðkomandi þarf að ávinna sér traust með persónulegri nálgun og færni sem gervigreindin ræður ekki við. Hér erum við oft að tala um störf sem kalla á ákveðna dýpt í samskiptum, skilningi og samkennd. #3: Störf sem byggja á físískri aðkomu að lausnum, til dæmis störf rafvirkja, pípulagningameistara og annarra. Í þessum störfum þarf að meta stöðuna í hvert sinn sem þýðir í raun að nánast hvert einasta verkefni er að einhverju leyti ólíkt öðru, sem viðkomandi rafvirki eða pípari leysir síðan á staðnum. Að sjálfvirknivæða þessi verkefni er að minnsta kosti enn um sinn of flókið. Að þessu sögðu má þó bæta við að margt í störfum þeirra sem hafa físíska aðkomu að því að leysa úr málum, mun sjálfvirknivæðast. Eins og reyndin verður með alla skapaða hluti í lífinu hjá okkur hvort eð er: Hvort sem er heima fyrir eða í vinnunni. #4: Störfin þar sem gervigreindin og manneskjan vinna saman sem eitt. Dæmi: Mjög líklega mun gervigreindin verða betri í því en nútímarannsóknir að greina krabbamein. Þannig mun margt í sambandi við sjúkdómsgreiningar og/eða ákvarðanir um meðferðir, aðgerðir og svo framvegis, færast úr höndum fólks og sérfræðinga og yfir til gervigreindarinnar. Það sama gildir um aðgerðir á fólki. Hins vegar má telja líklegt að fólk muni áfram vilja heyra lækni segja þeim tíðindin um krabbamein eða aðra alvarlega sjúkdóma, sem þýðir að þörfin fyrir lækninn verður áfram sú sama þótt starf lækna og annarra heilbrigðisfólks muni breytast verulega. Það sama má segja um störf eins og ræstingar. Þar er líklegt að hægt verði að nýta sjálfvirknivæðinguna mjög mikið en seint að fullu. Á næstu árum mun það hins vegar verða sýnilegra hvaða störf munu breytast hraðar. Þar þurfum við einna helst að átta okkur á því að hlutirnir eru við það að fara að breytast mjög hratt. Fyrir okkur öll er því kannski ágætis tímapunktur núna að velta fyrir okkur spurningum eins og: Hvaða verkefni sinni ég í vinnunni minni, sem gervigreindin er ekki líkleg til að ráða við? Hvernig ríma styrkleikarnir mínir við lýsingarnar hér að ofan um störf sem gervigreindin mun ekki ráða við? Á hvaða sviðum ætti ég helst að efla mig og styrkja?
Starfsframi Góðu ráðin Tengdar fréttir Gervigreindin gefur ráð: Svona færðu draumastarfið þitt Að sjálfsögðu leitar Atvinnulífið í AI Chat þegar það á við og auðvitað klárum við ekki árið nema að athuga hvað gervigreindin segir okkur með starfsframann og draumastarfið. 15. desember 2023 07:01 Fleiri skemmtileg störf en færri síendurtekin og rútínubundin „Fyrir mér er hægt að súmmera þetta upp í eina góða setningu: Gervigreindin getur hjálpað okkur með síendurteknu rútínubundnu störfin og þjálfar sköpunarvöðvana okkar, tekur ekki yfir mannshöndina eða eyðir öllum störfum,“ segir Gyða Kristjánsdóttir vörustjóri stafrænnar þróunar hjá Isavia. 4. október 2023 07:00 Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02 Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00 Snjallvæðingin: Mótstaðan getur líka verið hjá stjórnendum og stjórnarmönnum Margir óttast þá þróun að gervigreind og snjallar lausnir munu leysa af hólmi ýmiss störf og verkefni sem mannfólkið hefur séð um hingað til. 25. maí 2022 08:00 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjá meira
Gervigreindin gefur ráð: Svona færðu draumastarfið þitt Að sjálfsögðu leitar Atvinnulífið í AI Chat þegar það á við og auðvitað klárum við ekki árið nema að athuga hvað gervigreindin segir okkur með starfsframann og draumastarfið. 15. desember 2023 07:01
Fleiri skemmtileg störf en færri síendurtekin og rútínubundin „Fyrir mér er hægt að súmmera þetta upp í eina góða setningu: Gervigreindin getur hjálpað okkur með síendurteknu rútínubundnu störfin og þjálfar sköpunarvöðvana okkar, tekur ekki yfir mannshöndina eða eyðir öllum störfum,“ segir Gyða Kristjánsdóttir vörustjóri stafrænnar þróunar hjá Isavia. 4. október 2023 07:00
Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02
Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00
Snjallvæðingin: Mótstaðan getur líka verið hjá stjórnendum og stjórnarmönnum Margir óttast þá þróun að gervigreind og snjallar lausnir munu leysa af hólmi ýmiss störf og verkefni sem mannfólkið hefur séð um hingað til. 25. maí 2022 08:00