Uppsagnarákvæði stendur í fólki Kolbeinn Tumi Daðason og Bjarki Sigurðsson skrifa 20. febrúar 2025 12:32 Inga Rún Ólafsdóttir mætir til fundarins á ellefta tímanum í morgun. Vísir/Vilhelm Kennarar og sveitarfélög eiga enn í rökræðum varðandi launalið kjarasamninga og sömuleiðis uppsagnarákvæði sem sveitarfélögin vilja ekki sjá inni í kjarasamningum. Eining er um framtíðarsýn kennslustarfsins. Fulltrúar sveitarfélaganna og kennara hittust á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan ellefu í morgun. Fundur deiluaðila í gær stóð lengi og var þokkalegt hljóð í aðilum við komuna í Borgartún í morgun. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir viðræður þó í nokkru strandi sem stendur. „Já, þetta er dálítið stopp akkurat núna,“ segir Inga Rún. Koma verði í ljós hvernig viðræðum haldi áfram. „Við erum hér og tilbúin að reyna að ná samningum. Það er mjög mikilvægt að það takist.“ Launin og uppsagnarákvæði Hún sé hóflega bjartsýn en enn sé þrætt um ákveðin atriði. „Þetta snýst um launaliðinn og uppsagnarákvæði sem við erum ósátt við að sé þarna inni.“ Um er að ræða uppsagnarákvæði sem kennarar vilja hafa inni í kjarasamningum komi á daginn að þeir séu ósáttir við umtalað virðismat. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, ræddi einnig við fréttastofu í Borgartúninu. „Síðustu dagar hafa verið áframhald að reyna að hnýta þá enda sem við höfum ekki verið sammála um,“ segir Magnús Þór. Þurfi að klára ákveðna hluti til styttri tíma Horft sé til sameiginlegrar sýnar sem sé gleðilegt. „En til að ná samningi þurfa allir hlutir að ganga upp og við erum búin síðustu daga undir ötulli stjórn ríkissáttasemjara að vinna okkur í gegnum það. Hver dagur færir okkur alltaf nær samningi, það er augljóst. Það kemur samningur að lokum og hver dagur skilar sér í því.“ Magnús Þór er hugsi yfir stöðu mála en minnir á að samningar náist að lokum.Vísir/vilhelm Margir áfangar hafi náðst undanfarnar vikur í framtíðarsýninni. „Við erum sammála um virðismatsvegferðina um þá leið sem aðilar vilja skoða til að koma til móts við launamuninn. Það er stóra myndin og við höfum greint stuðning víðs vegar um samfélagið í því verkefni. En við þurfum að klára ákveðna hluti til styttri tíma.“ Verkföll hefjast í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla á morgun. Þá hafa verkföll leikskólakennara verið samþykkt í öllum leikskólum Kópavogs sem hefjast þann 3. mars. Verkföll á leikskólum Hafnarfjarðar og Fjarðabyggðar hefjast 17. og 24. mars. Þá hefur félagsfólk FL, sem starfar í Leikskóla Snæfellsbæjar, verið í verkfalli síðan 1. febrúar síðastliðinn. Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Fulltrúar sveitarfélaganna og kennara hittust á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan ellefu í morgun. Fundur deiluaðila í gær stóð lengi og var þokkalegt hljóð í aðilum við komuna í Borgartún í morgun. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir viðræður þó í nokkru strandi sem stendur. „Já, þetta er dálítið stopp akkurat núna,“ segir Inga Rún. Koma verði í ljós hvernig viðræðum haldi áfram. „Við erum hér og tilbúin að reyna að ná samningum. Það er mjög mikilvægt að það takist.“ Launin og uppsagnarákvæði Hún sé hóflega bjartsýn en enn sé þrætt um ákveðin atriði. „Þetta snýst um launaliðinn og uppsagnarákvæði sem við erum ósátt við að sé þarna inni.“ Um er að ræða uppsagnarákvæði sem kennarar vilja hafa inni í kjarasamningum komi á daginn að þeir séu ósáttir við umtalað virðismat. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, ræddi einnig við fréttastofu í Borgartúninu. „Síðustu dagar hafa verið áframhald að reyna að hnýta þá enda sem við höfum ekki verið sammála um,“ segir Magnús Þór. Þurfi að klára ákveðna hluti til styttri tíma Horft sé til sameiginlegrar sýnar sem sé gleðilegt. „En til að ná samningi þurfa allir hlutir að ganga upp og við erum búin síðustu daga undir ötulli stjórn ríkissáttasemjara að vinna okkur í gegnum það. Hver dagur færir okkur alltaf nær samningi, það er augljóst. Það kemur samningur að lokum og hver dagur skilar sér í því.“ Magnús Þór er hugsi yfir stöðu mála en minnir á að samningar náist að lokum.Vísir/vilhelm Margir áfangar hafi náðst undanfarnar vikur í framtíðarsýninni. „Við erum sammála um virðismatsvegferðina um þá leið sem aðilar vilja skoða til að koma til móts við launamuninn. Það er stóra myndin og við höfum greint stuðning víðs vegar um samfélagið í því verkefni. En við þurfum að klára ákveðna hluti til styttri tíma.“ Verkföll hefjast í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla á morgun. Þá hafa verkföll leikskólakennara verið samþykkt í öllum leikskólum Kópavogs sem hefjast þann 3. mars. Verkföll á leikskólum Hafnarfjarðar og Fjarðabyggðar hefjast 17. og 24. mars. Þá hefur félagsfólk FL, sem starfar í Leikskóla Snæfellsbæjar, verið í verkfalli síðan 1. febrúar síðastliðinn.
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira