Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2025 13:44 Hafi einhver velkst í vafa um það hvað Silja Bára hyggst setja á oddinn í sínum rekstorsslag tekur hún af allan vafa um það í aðsendri grein sem hún birti á Vísi nú rétt í þessu: Jafnréttindi og inngilding. vísir/vilhelm Silja Bára R. Ómarsdóttir er í rektorskjöri og hún ítrekar þær áherslur sem hún mun koma með í Háskóla Íslands verði hún kjörin. Hún segist vilja verða rektor inngildingar. „Staðreyndin er sú að háskólar voru stofnaðir af körlum í forréttindastöðu fyrir karla í forréttindastöðu,“ segir Silja Bára í aðsendri grein sem hún birtir á Vísi og kallar „Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands“. Rektorskosningar verða dagana 18. Og 19. Mars. Ef enginn frambjóðenda fær meirihluta gildra atkvæða er kosið milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu. Þeir sem eru í framboði eru auk Silju þau Björn Þorsteinsson, Ganna Progrebna, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Kolbrún Þ. Pálsdóttir, Magnús Karl Magnússon og Oluwafemi E Idowu. Silja segir að sem betur fer hafi mikið vatn runnið til sjávar frá því háskólar voru einsleitar stofnanir og þeir, líkt og aðrir skólar, hafa tekið stórfelldum breytingum á stuttum tíma. En enn sé langt í land: Að Háskóli Íslands sé jafn aðgengilegur öllum sem hann sækja. „Innan háskólans þarf að tryggja jöfn tækifæri til grunn- og framhaldsnáms, framgangs og starfsþróunar og tryggja jafnrétti í launasetningu. Það þarf að kynna vel og treysta þá ferla sem eru til staðar til að koma í veg fyrir og takast á við einelti, áreitni og ofbeldi, efla sálfræði- og félagsráðgjafarþjónustu og auka sveigjanleika í námi.“ Þá segir Silja að starfsfólk og stúdentar við Háskóla Íslands eiga rétt á því að þeim sé mætt af virðingu óháð uppruna, líkamsgerð, eða kyni, svo dæmi séu tekin. „Byggingar eiga að vera aðgengilegar og samfélagið sömuleiðis. Umfram allt þarf háskólasamfélagið að vera opið fyrir nýjum og fjölbreyttum áskorunum og þora að takast á við öll þau viðfangsefni sem fjölbreyttir háskólar þurfa og eiga að takast á við. Ég býð mig fram til að verða rektor sem stuðlar að jafnrétti og inngildingu í fjölbreyttum háskóla þar sem allt fólk fær notið sín.“ Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Jafnréttismál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Ellefu umsóknir bárust um embætti rektors Háskóla Íslands fyrir næsta kjörtímabil en átta umsækjendur voru taldir uppfylla skilyrði um embættisgengi. Rektorskjör fer fram á næstu vikum. 6. febrúar 2025 17:46 Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Samtök áhugafólks um spilafíkn hvetja til framboðs einstaklinga sem eru mótfallnir rekstri spilakassa í embætti rektors Háskóla Íslands. Gengið verði á frambjóðendur um afstöðu þeirra til reksturs háskólans á slíkum kössum. 16. janúar 2025 11:18 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
„Staðreyndin er sú að háskólar voru stofnaðir af körlum í forréttindastöðu fyrir karla í forréttindastöðu,“ segir Silja Bára í aðsendri grein sem hún birtir á Vísi og kallar „Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands“. Rektorskosningar verða dagana 18. Og 19. Mars. Ef enginn frambjóðenda fær meirihluta gildra atkvæða er kosið milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu. Þeir sem eru í framboði eru auk Silju þau Björn Þorsteinsson, Ganna Progrebna, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Kolbrún Þ. Pálsdóttir, Magnús Karl Magnússon og Oluwafemi E Idowu. Silja segir að sem betur fer hafi mikið vatn runnið til sjávar frá því háskólar voru einsleitar stofnanir og þeir, líkt og aðrir skólar, hafa tekið stórfelldum breytingum á stuttum tíma. En enn sé langt í land: Að Háskóli Íslands sé jafn aðgengilegur öllum sem hann sækja. „Innan háskólans þarf að tryggja jöfn tækifæri til grunn- og framhaldsnáms, framgangs og starfsþróunar og tryggja jafnrétti í launasetningu. Það þarf að kynna vel og treysta þá ferla sem eru til staðar til að koma í veg fyrir og takast á við einelti, áreitni og ofbeldi, efla sálfræði- og félagsráðgjafarþjónustu og auka sveigjanleika í námi.“ Þá segir Silja að starfsfólk og stúdentar við Háskóla Íslands eiga rétt á því að þeim sé mætt af virðingu óháð uppruna, líkamsgerð, eða kyni, svo dæmi séu tekin. „Byggingar eiga að vera aðgengilegar og samfélagið sömuleiðis. Umfram allt þarf háskólasamfélagið að vera opið fyrir nýjum og fjölbreyttum áskorunum og þora að takast á við öll þau viðfangsefni sem fjölbreyttir háskólar þurfa og eiga að takast á við. Ég býð mig fram til að verða rektor sem stuðlar að jafnrétti og inngildingu í fjölbreyttum háskóla þar sem allt fólk fær notið sín.“
Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Jafnréttismál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Ellefu umsóknir bárust um embætti rektors Háskóla Íslands fyrir næsta kjörtímabil en átta umsækjendur voru taldir uppfylla skilyrði um embættisgengi. Rektorskjör fer fram á næstu vikum. 6. febrúar 2025 17:46 Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Samtök áhugafólks um spilafíkn hvetja til framboðs einstaklinga sem eru mótfallnir rekstri spilakassa í embætti rektors Háskóla Íslands. Gengið verði á frambjóðendur um afstöðu þeirra til reksturs háskólans á slíkum kössum. 16. janúar 2025 11:18 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Ellefu umsóknir bárust um embætti rektors Háskóla Íslands fyrir næsta kjörtímabil en átta umsækjendur voru taldir uppfylla skilyrði um embættisgengi. Rektorskjör fer fram á næstu vikum. 6. febrúar 2025 17:46
Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Samtök áhugafólks um spilafíkn hvetja til framboðs einstaklinga sem eru mótfallnir rekstri spilakassa í embætti rektors Háskóla Íslands. Gengið verði á frambjóðendur um afstöðu þeirra til reksturs háskólans á slíkum kössum. 16. janúar 2025 11:18