Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2025 07:00 Sir Jim Ratcliffe þekkti ekki Katie Zelem þegar hann ræddi við hana á æfingasvæði félagsins. Hún er ekki lengur leikmaður félagsins. Charlotte Tattersall/Getty Images Sir Jim Ratcliffe, „Íslandsvinur“ og minnihluta eigandi enska knattspyrnufélagsins Manchester United, heldur áfram að komast í fréttirnar fyrir röngu hlutina. Nú þekkti hann ekki Katie Zelem, fyrirliða kvennaliðs félagsins. Ratcliffe hefur verið á milli tannanna á fólki þar sem hann hefur ákveðið að besta leið Man Utd til að spara pening sé að segja upp fólki sem fær hvað minnst borgað. Þá hefur verið skorið niður á ótrúlegustu stöðum, meðal annars hjá góðgerðarsamtökum félagsins. Á sama tíma spreðar félagið milljónum er kemur að því að losa og ráða nýjan þjálfara. Að ógleymdum Dan Ashworth. Nú er Ratcliffe enn á ný í fréttum þó um gömul ummæli sé að ræða. Í ítarlegri grein The Telegraph um fyrsta ár hans sem minnihlutaeiganda var heimsókn hans á Carrington-æfingasvæðið nefnd. Þar hitti Ratcliffe hina ýmsu starfs- og leikmenn félagsins. Á hann að hafa spurt Katie Zelem, þáverandi fyrirliða félagsins, hreinlega hvert starf hennar hjá félaginu væri. Zelem, sem á að baki 12 landsleiki fyrir England, hafði verið hjá félaginu frá átta ára aldri og bar fyrirliðabandið þegar kvennaliðið lyfti enska bikarnum síðasta vor. Um var að ræða fyrsta bikartitil í sögu kvennaliðsins. INSIDE Ratcliffe’s brutal 1st year at #MUFC🔴 Counting screws, sending back sellotape & smaller food portions ⚫️ “Culture of fear”⚪️ Shock call to Kath Phipps’ next of kin🔴 Not recognising Katie Zelem⚫️ “Spy” in camp⚪️ Fears of another 175 job cutshttps://t.co/ErjrIZtm2k— James Ducker (@TelegraphDucker) February 20, 2025 Það kemur ef til vill ekki á óvart að Zelem hafi ákveðið að semja við Angel City í Bandaríkjunum síðasta sumar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Sjá meira
Ratcliffe hefur verið á milli tannanna á fólki þar sem hann hefur ákveðið að besta leið Man Utd til að spara pening sé að segja upp fólki sem fær hvað minnst borgað. Þá hefur verið skorið niður á ótrúlegustu stöðum, meðal annars hjá góðgerðarsamtökum félagsins. Á sama tíma spreðar félagið milljónum er kemur að því að losa og ráða nýjan þjálfara. Að ógleymdum Dan Ashworth. Nú er Ratcliffe enn á ný í fréttum þó um gömul ummæli sé að ræða. Í ítarlegri grein The Telegraph um fyrsta ár hans sem minnihlutaeiganda var heimsókn hans á Carrington-æfingasvæðið nefnd. Þar hitti Ratcliffe hina ýmsu starfs- og leikmenn félagsins. Á hann að hafa spurt Katie Zelem, þáverandi fyrirliða félagsins, hreinlega hvert starf hennar hjá félaginu væri. Zelem, sem á að baki 12 landsleiki fyrir England, hafði verið hjá félaginu frá átta ára aldri og bar fyrirliðabandið þegar kvennaliðið lyfti enska bikarnum síðasta vor. Um var að ræða fyrsta bikartitil í sögu kvennaliðsins. INSIDE Ratcliffe’s brutal 1st year at #MUFC🔴 Counting screws, sending back sellotape & smaller food portions ⚫️ “Culture of fear”⚪️ Shock call to Kath Phipps’ next of kin🔴 Not recognising Katie Zelem⚫️ “Spy” in camp⚪️ Fears of another 175 job cutshttps://t.co/ErjrIZtm2k— James Ducker (@TelegraphDucker) February 20, 2025 Það kemur ef til vill ekki á óvart að Zelem hafi ákveðið að semja við Angel City í Bandaríkjunum síðasta sumar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Sjá meira