Arsenal mætir PSV Einhoven og þýsku liðin Bayer Leverkusen og Bayern München eigast við.
Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille drógust gegn silfurliði Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili, Borussia Dortmund.
Þá mætast Aston Villa og Club Brugge, Feyenoord og Inter og Benfica og Barcelona.
Sextán liða úrslitin
- Aston Villa - Club Brugge
- Lille - Borussia Dortmund
- Real Madrid - Atlético Madrid
- Bayer Leverkusen - Bayern München
- Arsenal - PSV Eindhoven
- Feyenoord - Inter
- PSG - Liverpool
- Benfica - Barcelona
Fyrri leikirnir í sextán liða úrslitunum fara fram 4. og 5. mars og seinni leikirnir 11. og 12. mars.
Einnig er ljóst hverjum liðin geta mætt í framhaldinu. Í átta liða úrslitunum mætir sigurvegarinn úr rimmu PSG og Liverpool mætir annað hvort Club Brugge eða Aston Villa, Arsenal eða PSV mætir öðru hvoru Madrídarliðinu, Benfica eða Barcelona mætir Dortmund eða Lille og Bayern eða Leverkusen mætir Feyenoord eða Inter.