Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2025 14:04 Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins var allt annað en bugaður þegar fréttastofa náði af honum tali. Vinnan taki á sig alls konar beygjur, sagði Magnús. Vísir/Vilhelm Formaður Kennarasambands Íslands klórar sér í kollinum yfir því að Samband íslenskra sveitarfélaga hafni nú forsenduákvæði í tillögu ríkissáttasemjara sem sambandið samþykkti í janúar. Hann segir útgöngu kennara víða um land í dag hafa verið alfarið án hans vitneskju. Kennarar í fjölmörgum grunnskólum landsins lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi eftir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Ríkissáttasemjari upplýsti nokkuð óvænt seinni partinn í gær að hann hefði lagt fram innanhússtillögu í deilunni með samþykki samningsaðila. Kennarar samþykktu tillögu sáttasemjara á fimmta tímanum í gær ríki og sveitarfélögin höfðu til tíu um kvöldið til að svara. Þau óskuðu eftir fresti til hádegis í dag og báðu kennara um að fresta verkfallsaðgerðum í dag á meðan. Kennarar höfnuðu þeirri beiðni. Rétt ákvörðun að hafna frestunarbeiðni „Það kom í ljós í dag að það var rétt ákvörðun,“ segir Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að svar frá sveitarfélögunum hefði borist klukkan 11:59. Svarið væri á þá leið að sveitarfélögin teldi sér ekki stætt að samþykkja tillöguna. Annars vegar því tillagan feli í sér hærri innáborgun á virðismat en þá sem stjórnin samþykkti í viðræðum í janúar. Hins vegar að þar sé ákvæði um að hægt sé að ljúka virðismatsaðgerðinni en samt möguleiki á að losa samninginn áður en hún renni út, það sem kallað hefur verið uppsagnarákvæði sem kennarar vilja hafa í samningnum. Líta kennarar á ákvæðið sem tryggingu fyrir því að hið opinbera efni loforð sín. „Það er mjög sérstakt að sambandið vísar til forsenduákvæðis sem þau vilja ekki samþykkja, sem var í samningi sem þau samþykktu í janúar. Núna er það óásættanlegt,“ segir Magnús Þór. Þriðja tillagan í deilunni Tillagan sem hafnað var í hádeginu er sú þriðja sem sáttasemjari leggur í deilunni. Sú fyrsta, um frestun verkfallsaðgerða, var samþykkt fyrir áramót en þeirri næstu höfnuðu kennarar. Nú snerist dæmið við. Magnús Þór segir niðurstöðuna ekki hafa komið á óvart miðað við gang mála undanfarinn sólarhring. „Ég var búinn að hlera þetta. Ég gerði mér einhverjar vonir í gær en svo heyrðum við í morgun að það væri sama vitleysan í gangi,“ segir Magnús Þór. Magnús Þór segir ekkert athugavert við að sveitarfélögin og ríkið hafi þurft meiri tíma til að svara sáttasemjara en kennarar. Kalla þurfti stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga á fund og hið opinbera þurfi að fara í ráðuneytið. Samninganefnd kennara sé öll saman í viðræðum og taki ákvarðanir í deilunni. Tillagan hafi verið teiknuð upp á miðvikudag og fimmtudag og búið að fara vel yfir hana. Óvirðing við framhaldsskólakennara Hann staldrar við að ríkið hafi ekki tekið afstöðu til tillögunnar fyrst að sveitarfélögin höfnuðu henni. „Að ríkið telji sig ekki þurfa að svara ríkissáttasemjara því sambandið hafi sagt nei. Það lýsir ekki mikilli virðingu við framhaldsskólakennara,“ segir Magnús Þór. Leik- og grunnskólar heyra undir sveitarfélögin en framhaldsskólar undir ríkið. Þá segir Magnús Þór ekki reka minni til þess, og það þrátt fyrir nokkuð grúsk, að sambandið hafi hafnað tillögu í kjaramálum. Fjöldi kennara á ólíkum skólastigum gekk út úr skólum þegar niðurstaðan varð ljós í hádeginu. Trúnaðarmenn í skólum virðast hafa sent tölvupóst til skólastjórnenda þar sem fram kemur að kennarar séu í áfalli og treysti sér ekki til kennslu. „Það kemur okkur algjörlega á óvart og var algjörlega án okkar vitneskju,“ segir Magnús og var svo rokinn á fund. Ekki þann síðasta í deilunni sem ekki sér fyrir endann á. Hann verður gestur í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og fer yfir stöðuna í deilunni. Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Kennarar í fjölmörgum grunnskólum landsins lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi eftir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Ríkissáttasemjari upplýsti nokkuð óvænt seinni partinn í gær að hann hefði lagt fram innanhússtillögu í deilunni með samþykki samningsaðila. Kennarar samþykktu tillögu sáttasemjara á fimmta tímanum í gær ríki og sveitarfélögin höfðu til tíu um kvöldið til að svara. Þau óskuðu eftir fresti til hádegis í dag og báðu kennara um að fresta verkfallsaðgerðum í dag á meðan. Kennarar höfnuðu þeirri beiðni. Rétt ákvörðun að hafna frestunarbeiðni „Það kom í ljós í dag að það var rétt ákvörðun,“ segir Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að svar frá sveitarfélögunum hefði borist klukkan 11:59. Svarið væri á þá leið að sveitarfélögin teldi sér ekki stætt að samþykkja tillöguna. Annars vegar því tillagan feli í sér hærri innáborgun á virðismat en þá sem stjórnin samþykkti í viðræðum í janúar. Hins vegar að þar sé ákvæði um að hægt sé að ljúka virðismatsaðgerðinni en samt möguleiki á að losa samninginn áður en hún renni út, það sem kallað hefur verið uppsagnarákvæði sem kennarar vilja hafa í samningnum. Líta kennarar á ákvæðið sem tryggingu fyrir því að hið opinbera efni loforð sín. „Það er mjög sérstakt að sambandið vísar til forsenduákvæðis sem þau vilja ekki samþykkja, sem var í samningi sem þau samþykktu í janúar. Núna er það óásættanlegt,“ segir Magnús Þór. Þriðja tillagan í deilunni Tillagan sem hafnað var í hádeginu er sú þriðja sem sáttasemjari leggur í deilunni. Sú fyrsta, um frestun verkfallsaðgerða, var samþykkt fyrir áramót en þeirri næstu höfnuðu kennarar. Nú snerist dæmið við. Magnús Þór segir niðurstöðuna ekki hafa komið á óvart miðað við gang mála undanfarinn sólarhring. „Ég var búinn að hlera þetta. Ég gerði mér einhverjar vonir í gær en svo heyrðum við í morgun að það væri sama vitleysan í gangi,“ segir Magnús Þór. Magnús Þór segir ekkert athugavert við að sveitarfélögin og ríkið hafi þurft meiri tíma til að svara sáttasemjara en kennarar. Kalla þurfti stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga á fund og hið opinbera þurfi að fara í ráðuneytið. Samninganefnd kennara sé öll saman í viðræðum og taki ákvarðanir í deilunni. Tillagan hafi verið teiknuð upp á miðvikudag og fimmtudag og búið að fara vel yfir hana. Óvirðing við framhaldsskólakennara Hann staldrar við að ríkið hafi ekki tekið afstöðu til tillögunnar fyrst að sveitarfélögin höfnuðu henni. „Að ríkið telji sig ekki þurfa að svara ríkissáttasemjara því sambandið hafi sagt nei. Það lýsir ekki mikilli virðingu við framhaldsskólakennara,“ segir Magnús Þór. Leik- og grunnskólar heyra undir sveitarfélögin en framhaldsskólar undir ríkið. Þá segir Magnús Þór ekki reka minni til þess, og það þrátt fyrir nokkuð grúsk, að sambandið hafi hafnað tillögu í kjaramálum. Fjöldi kennara á ólíkum skólastigum gekk út úr skólum þegar niðurstaðan varð ljós í hádeginu. Trúnaðarmenn í skólum virðast hafa sent tölvupóst til skólastjórnenda þar sem fram kemur að kennarar séu í áfalli og treysti sér ekki til kennslu. „Það kemur okkur algjörlega á óvart og var algjörlega án okkar vitneskju,“ segir Magnús og var svo rokinn á fund. Ekki þann síðasta í deilunni sem ekki sér fyrir endann á. Hann verður gestur í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og fer yfir stöðuna í deilunni.
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira