„Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Jón Þór Stefánsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 21. febrúar 2025 14:43 Íris Björk Eysteinsdóttir er aðstoðarskólastjóri í Hörðuvallaskóla. Vísir Íris Björk Eysteinsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Hörðuvallaskóla, segir stjórnendur skólans standa með kennurum. Margir þeirra hafa lagt niður störf í dag í kjölfar þess að kjarasamningur sem Ríkissáttasemjari hafði lagt til var hafnað af Sveitarfélögunum. Þar á meðal voru kennarar úr Hörðuvallaskóla. „Klukkan hálftólf erum við í hádegismat, á þemadögum, þá upplýsir trúnaðarmagur mig um það að það gæti gerst klukkan tólf að við myndum ganga út ef það væri ekki búið að ná samningum. Ég bara studdi við það. Ég heyrði í mínum samstjórnendum og við biðum frétta. Við vorum tilbúin með plan, að safna yngstu börnunum inn á sal, fyrsta til þriðja bekk, til að tryggja að þau væru örugg með því fólki sem hér er: Stjórnendum, frístundaleiðbeinendum og stuðningsfulltrúum. Svo tókum við þá ákvörðun að senda fjórða til sjöunda bekk heim,“ segir Íris í samtali við fréttastofu. „Þetta var smá havarí. En það héldu allir ró sinni og krakkarnir voru ægilega kátir að komast fyrr heim.“ Gengu allir kennararnir út í einu? „Já, þau gerðu það nánast öll. Það voru kannski tveir til þrír sem voru aðeins lengur, voru að klára eitthvað. En það fóru öll,“ segir Íris. „Við stöndum hundrað prósent með kennurum. Við héldum einhvernveginn öll að nú væri komið að þessu, að við gætum farið að sinna faglegu starfi og kennslu af fullum þunga, að foreldrar gætu verið rólegir með börnin sín í skóla með faglega og góða kennara. En því miður er einhver þarna hinum megin sem er ekki sammála okkur. Þá bara heldur lífið áfram og við tæklum næstu hindrun.“ Hún segir niðurstöðuna vera mikil vonbrigðum. „Þetta er afar leitt að þetta hafi farið svona í dag. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur.“ Að mati Írisar hafa færst aukin þyngsli yfir hópinn síðustu vikuna vegna þessarar stöðu. „Síðast þegar það klikkaði að skrifa undir á síðustu stundu, síðan hafa færst meiri þyngsli í starfsmannahópinn, sem er ólíkt okkar fólki. Maður finnur það kannski á kaffistofunni. Þau láta þetta ekki bitna á börnunum, en þau ræða þetta sín á milli. Þau eru tilbúin að fara að klára þetta, okkar fólk, og ég veit að þeim yrði létt ef það yrði gert, en maður skilur þau mæta vel.“ Heldur þú að þetta gæti orðið mikið lengra? Er langt í samninga? „Nei það held ég ekki. Ég hef trú á Sambandi íslenskra sveitarfélaga, að þau hlusti nú og sjái að kennurum er alvara, og klári þetta.“ Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Þar á meðal voru kennarar úr Hörðuvallaskóla. „Klukkan hálftólf erum við í hádegismat, á þemadögum, þá upplýsir trúnaðarmagur mig um það að það gæti gerst klukkan tólf að við myndum ganga út ef það væri ekki búið að ná samningum. Ég bara studdi við það. Ég heyrði í mínum samstjórnendum og við biðum frétta. Við vorum tilbúin með plan, að safna yngstu börnunum inn á sal, fyrsta til þriðja bekk, til að tryggja að þau væru örugg með því fólki sem hér er: Stjórnendum, frístundaleiðbeinendum og stuðningsfulltrúum. Svo tókum við þá ákvörðun að senda fjórða til sjöunda bekk heim,“ segir Íris í samtali við fréttastofu. „Þetta var smá havarí. En það héldu allir ró sinni og krakkarnir voru ægilega kátir að komast fyrr heim.“ Gengu allir kennararnir út í einu? „Já, þau gerðu það nánast öll. Það voru kannski tveir til þrír sem voru aðeins lengur, voru að klára eitthvað. En það fóru öll,“ segir Íris. „Við stöndum hundrað prósent með kennurum. Við héldum einhvernveginn öll að nú væri komið að þessu, að við gætum farið að sinna faglegu starfi og kennslu af fullum þunga, að foreldrar gætu verið rólegir með börnin sín í skóla með faglega og góða kennara. En því miður er einhver þarna hinum megin sem er ekki sammála okkur. Þá bara heldur lífið áfram og við tæklum næstu hindrun.“ Hún segir niðurstöðuna vera mikil vonbrigðum. „Þetta er afar leitt að þetta hafi farið svona í dag. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur.“ Að mati Írisar hafa færst aukin þyngsli yfir hópinn síðustu vikuna vegna þessarar stöðu. „Síðast þegar það klikkaði að skrifa undir á síðustu stundu, síðan hafa færst meiri þyngsli í starfsmannahópinn, sem er ólíkt okkar fólki. Maður finnur það kannski á kaffistofunni. Þau láta þetta ekki bitna á börnunum, en þau ræða þetta sín á milli. Þau eru tilbúin að fara að klára þetta, okkar fólk, og ég veit að þeim yrði létt ef það yrði gert, en maður skilur þau mæta vel.“ Heldur þú að þetta gæti orðið mikið lengra? Er langt í samninga? „Nei það held ég ekki. Ég hef trú á Sambandi íslenskra sveitarfélaga, að þau hlusti nú og sjái að kennurum er alvara, og klári þetta.“
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira