Fótbolti

Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mikael Egill Ellertsson og félagar eru búnir að bíða lengi eftir sigri á Feneyjaliðinu.
Mikael Egill Ellertsson og félagar eru búnir að bíða lengi eftir sigri á Feneyjaliðinu. Getty/Giuseppe Maffia/

Mikael Egill Ellertsson og félagar í Venezia náðu ekki að landa sigri á móti Lazio í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag.

Liðin gerðu markalaust jafntefli og Venezia situr áfram í fallsæti, nú sex stigum frá öruggu sæti.

Venezia vann síðast leik 22. desember á síðasta ári og hefur nú spilað níu deildarleiki í röð án sigurs. Það jákvæða var að liðið náði í stig eftir þrjú töp í röð.

Mikael Egill fékk gult spjald á 78. mínútu en hann spilaði allar níutíu mínúturnar.

Mikael átti eitt skot í leiknum og kom 31 sinni við boltann. Hann vann fjórar af sjö tæklingum sínum og eina skallaeinvígið. 11 af 17 sendingum hans (65%) heppnuðust.

Bjarki Steinn Bjarkason sat allan tímann á bekknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×