Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. febrúar 2025 18:26 Basem Naim, fyrrverandi heilbrigðisráðherra Palestínu, segir Hamas-samtökin reiðubúin að láta óháða nefnd stýra landinu. EPA Háttsettur embættismaður Hamas segir samtökin reiðubúin að láta af stjórn Gaza og fagnar hann hugmyndum Egypta um óháða nefnd sem myndi fara með stjórn svæðisins. Þetta hefur Al Jazeera eftir Basem Naim, embættismanni Hamas og fyrrverandi heilbrigðisráðherra Gaza. „Við höfum sagt það mörgum sinnum, jafnvel fyrir 7. október, að við séum reiðubúin að yfirgefa stjórnvölinn yfir Gaza-ströndinni og leyfa hvaða palestínsku einingu, teknókrataríkisstjórn eða öðrum valkosti sem yrði valinn af Palestínubúum að taka við,“ sagði hann við miðilinn. Naim sagði samtökin fagna hugmyndum Egypta um stofnun nefndar sem myndi stjórna Gaza alfarið og skipuleggja uppbyggingu svæðisins í samráði við nágrannaríki. Hamas-samtökin væru reiðubúin að láta umsvifalaust af stjórn yrði slík nefnd sett á fót. Hamas-samtökin hefðu verið stofnuð sem Palestínsk andspyrnuhreyfing með skýr markmið, þar á meðal að losna undan hernámi Ísrael og ná fram bæði sjálfstæði og sjálfræði. Samtökin myndu halda áfram þeirri baráttu með hvaða hætti sem væri, hvort sem það væru vopnuð átök eða diplómatískar leiðir. Hamas myndu þá treysta nefndinni fyrir stjórn á daglegu lífi fólks, heilbrigðismálum, menntamálum og félagsmálum. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Komið hefur í ljós að óþekkt lík var meðal þeirra fjögurra sem Hamas-samtökin skiluðu Ísraelum í gær. Líkum Kfir og Ariel Bibas, yngstu gíslunum sem Hamas tóku til fanga 7. október 2023, voru afhent í gær en rannsókn leiddi í ljós að móður þeirra vantaði. 21. febrúar 2025 07:00 Girnist Gasa og vill íbúana burt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali í dag að ef Bandaríkin fengju yfirráð á Gasa myndi hann flytja alla íbúa svæðisins á brott til annarra landa. Hann girnist svæðið til að byggja þar glæsibaðströnd í hans eigin eigu. 10. febrúar 2025 22:04 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Þetta hefur Al Jazeera eftir Basem Naim, embættismanni Hamas og fyrrverandi heilbrigðisráðherra Gaza. „Við höfum sagt það mörgum sinnum, jafnvel fyrir 7. október, að við séum reiðubúin að yfirgefa stjórnvölinn yfir Gaza-ströndinni og leyfa hvaða palestínsku einingu, teknókrataríkisstjórn eða öðrum valkosti sem yrði valinn af Palestínubúum að taka við,“ sagði hann við miðilinn. Naim sagði samtökin fagna hugmyndum Egypta um stofnun nefndar sem myndi stjórna Gaza alfarið og skipuleggja uppbyggingu svæðisins í samráði við nágrannaríki. Hamas-samtökin væru reiðubúin að láta umsvifalaust af stjórn yrði slík nefnd sett á fót. Hamas-samtökin hefðu verið stofnuð sem Palestínsk andspyrnuhreyfing með skýr markmið, þar á meðal að losna undan hernámi Ísrael og ná fram bæði sjálfstæði og sjálfræði. Samtökin myndu halda áfram þeirri baráttu með hvaða hætti sem væri, hvort sem það væru vopnuð átök eða diplómatískar leiðir. Hamas myndu þá treysta nefndinni fyrir stjórn á daglegu lífi fólks, heilbrigðismálum, menntamálum og félagsmálum.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Komið hefur í ljós að óþekkt lík var meðal þeirra fjögurra sem Hamas-samtökin skiluðu Ísraelum í gær. Líkum Kfir og Ariel Bibas, yngstu gíslunum sem Hamas tóku til fanga 7. október 2023, voru afhent í gær en rannsókn leiddi í ljós að móður þeirra vantaði. 21. febrúar 2025 07:00 Girnist Gasa og vill íbúana burt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali í dag að ef Bandaríkin fengju yfirráð á Gasa myndi hann flytja alla íbúa svæðisins á brott til annarra landa. Hann girnist svæðið til að byggja þar glæsibaðströnd í hans eigin eigu. 10. febrúar 2025 22:04 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Komið hefur í ljós að óþekkt lík var meðal þeirra fjögurra sem Hamas-samtökin skiluðu Ísraelum í gær. Líkum Kfir og Ariel Bibas, yngstu gíslunum sem Hamas tóku til fanga 7. október 2023, voru afhent í gær en rannsókn leiddi í ljós að móður þeirra vantaði. 21. febrúar 2025 07:00
Girnist Gasa og vill íbúana burt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali í dag að ef Bandaríkin fengju yfirráð á Gasa myndi hann flytja alla íbúa svæðisins á brott til annarra landa. Hann girnist svæðið til að byggja þar glæsibaðströnd í hans eigin eigu. 10. febrúar 2025 22:04