Sport

Dag­skráin í dag: Lög­mál leiksins og toppslagur í Champions­hip-deildinni

Smári Jökull Jónsson skrifar
Lið Leeds verður í eldlínunni í kvöld.
Lið Leeds verður í eldlínunni í kvöld. Vísir/Getty

Lögmál leiksins verða á dagskrá Stöð 2 Sport í kvöld og þá verður áhugaverður toppslagur í Championship-deildinni á Englandi.

Stöð 2 Sport 2

Lögmál leiksins eru á dagskrá klukkan 20:00. Þar fer Kjartan Atli Kjartansson ásamt sérfræðingum yfir allt það helsta í NBA-deildinni og verður líklega farið vel yfir frábæra frammistöðu Luka Doncic í stórleik Los Angeles Lakers og Denver Nuggets.

Vodafone Sport

Sheffield United og Leeds mætast í Championship-deildinni klukkan 19:55 en liðin eru í tveimur efstu sætum deildarinnar, Leeds með 72 stig á toppnum og Sheffield United tveimur stigum neðar í öðru sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×