Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Smári Jökull Jónsson skrifar 24. febrúar 2025 07:04 Özil og Erdogan sjást hér saman á leik Hollands og Tyrklands í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í Þýskalandi í sumar. Vísir/Getty Fyrrum knattspyrnumaðurinn Mesut Özil er búinn að finna sér nýjan starfsvettvang. Hann ætlar að hella sér út í pólitíkina og er kominn í innsta hring flokks Erdogan Tyrklandsforseta. Mesut Özil lagði knattspyrnuskóna á hilluna í mars árið 2023 eftir að hafa glímt við þrálát meiðsli. Hann lék á sínum ferli meðal annars bæði með Real Madrid og Arsenal auk þess að leika 92 landsleiki fyrir Þýskaland en hann varð heimsmeistari með þýska liðinu árið 2014. Það hefur ekki verið neitt leyndarmál að Özil er mikill stuðningsmaður hins umdeilda Tyrklandsforseta Erdogan. Forsetinn var svaramaður Özil þegar hinn síðarnefndi gifti sig árið 2019 og nú ætlar Özil að feta í fótspor félaga síns og hella sér út í stjórnmálin. Özil er nefnilega einn af þrjátíu og níu nýjum meðlimum í framkvæmdastjórn innan AK-stjórnmálaflokksins en landsþing flokksins fór fram um helgina þar sem Erdogan var endurkjörinn sem leiðtogi. Tugir þúsunda sóttu landsfundinn en Erdogan var endurkjörinn sem formaður í áttunda sinn. Vinátta Özil og Erdogan hefur oft verið gagnrýnd og mynd sem birtist af þeim tveimur og Ilkay Gundogan, leikmanni Manchester City, árið 2019 olli fjaðrafoki í Þýskalandi. Bæði Özil og Gundogan eru með þýskt ríkisfang en eiga ættir að rekja til Tyrklands. Özil var á ferli sínum oft táknmynd innflytjenda í Þýskalandi, stimpill sem hann var ekki alltaf sáttur við. „Ég er þýskur þegar við vinnum, innflytjandi þegar við töpum.“ Tyrkland Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
Mesut Özil lagði knattspyrnuskóna á hilluna í mars árið 2023 eftir að hafa glímt við þrálát meiðsli. Hann lék á sínum ferli meðal annars bæði með Real Madrid og Arsenal auk þess að leika 92 landsleiki fyrir Þýskaland en hann varð heimsmeistari með þýska liðinu árið 2014. Það hefur ekki verið neitt leyndarmál að Özil er mikill stuðningsmaður hins umdeilda Tyrklandsforseta Erdogan. Forsetinn var svaramaður Özil þegar hinn síðarnefndi gifti sig árið 2019 og nú ætlar Özil að feta í fótspor félaga síns og hella sér út í stjórnmálin. Özil er nefnilega einn af þrjátíu og níu nýjum meðlimum í framkvæmdastjórn innan AK-stjórnmálaflokksins en landsþing flokksins fór fram um helgina þar sem Erdogan var endurkjörinn sem leiðtogi. Tugir þúsunda sóttu landsfundinn en Erdogan var endurkjörinn sem formaður í áttunda sinn. Vinátta Özil og Erdogan hefur oft verið gagnrýnd og mynd sem birtist af þeim tveimur og Ilkay Gundogan, leikmanni Manchester City, árið 2019 olli fjaðrafoki í Þýskalandi. Bæði Özil og Gundogan eru með þýskt ríkisfang en eiga ættir að rekja til Tyrklands. Özil var á ferli sínum oft táknmynd innflytjenda í Þýskalandi, stimpill sem hann var ekki alltaf sáttur við. „Ég er þýskur þegar við vinnum, innflytjandi þegar við töpum.“
Tyrkland Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira