Innlent

Ás­laug Arna og Guð­rún mætast í Pallborðinu í beinni í dag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Áslaug Arna og Guðrún Hafsteinsdóttir ætla sér báðar formannsstólinn hjá Sjálfstæðisflokknum. Óhætt er að segja að stefni í mikla baráttu sem er raunar löngu hafin.
Áslaug Arna og Guðrún Hafsteinsdóttir ætla sér báðar formannsstólinn hjá Sjálfstæðisflokknum. Óhætt er að segja að stefni í mikla baráttu sem er raunar löngu hafin. ÁAS

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og frambjóðendur til formanns flokksins á landsfundi komandi helgi mætast í Pallborðinu á Vísi klukkan 14 í dag. Kappræðurnar verða í beinni útsendingu.

Mikil spenna er í aðdraganda landsfundarins sem reiknað er með að um 2200 manns sæki. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins frá 2009, tilkynnti í upphafi árs að hann gæfi ekki kost á sér á landsfundinum. Áslaug Arna og Guðrún hafa undanfarnar vikur safnað liði, ferðast um landið og ætla sér formannsstólinn.

Vésteinn Örn Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, stýrir Pallborðinu sem hefst klukkan 14 á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi.


Tengdar fréttir

Gullafólk, þing­menn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu

Fólk nátengt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þar á meðal eiginkona hans, var fyrirferðarmikið á vel sóttum framboðsfundi Guðrúnar Hafsteinsdóttur til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hefðbundið merki flokksins fékk að njóta sín, ólíkt því sem var uppi á teningnum á fundi mótframbjóðandans Áslaugar Örnu. Þingmenn, sveitarstjórar og annað áhrifafólk stóð þétt að baki dómsmálaráðherrans fyrrverandi.

Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar

Margt var um manninn í Sjálfstæðissalnum á NASA þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti um framboð sitt til formanns flokksins í dag. Þó lét enginn þingmaður flokksins sjá sig. 

For­manns­efnið sem á ekki bara erindi við Mjóddina

Eitthvert alverst geymda leyndarmál íslenskra stjórnmála var afhjúpað í gær. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynnti um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins. Á svæðinu voru gamlar kempur úr flokknum, stuðningsmenn annarra formannsefna, en enginn úr þingflokknum nema Áslaug sjálf. Vísir var á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×