Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2025 11:32 Kristinn Pálsson er væntanlega á leið á sitt fyrsta stórmót. Tryggvi Hlinason þekkir tilfinninguna en er núna kominn í mikið stærra hlutverk en 2017. vísir/Anton Þrír leikmenn í íslenska landsliðinu í körfubolta gætu verið á leiðinni á sitt þriðja stórmót í ágúst þegar Ísland mætir til leiks á EuroBasket, eða EM, eftir að hafa tryggt sig inn á mótið með sigri gegn Tyrkjum í gærkvöld. Ljóst er að hið minnsta sex Íslendingar fara á sitt fyrsta stórmót. Martin Hermannsson, Ægir Þór Steinarsson og Haukur Helgi Pálsson voru allir í tólf manna hópnum sem fór á fyrsta stórmót Íslands, EM í Þýskalandi árið 2015. Úr þessum hópi frumkvöðla eru sex leikmenn hættir, þeir Axel Kárason, Jakob Örn Sigurðarson, Jón Arnór Stefánsson, Helgi Már Magnússon, Logi Gunnarsson og Pavel Ermolinskij. Hörður Axel Vilhjálmsson, Hlynur Bæringsson og Ragnar Ágúst Nathanaelsson voru í hópnum og eru enn að spila en hafa ekki verið í landsliðinu að undanförnu. Síðast þegar Ísland fór á EM, árið 2017, voru þeir Martin, Ægir og Haukur áfram í hópnum. Elvar Már Friðriksson, Tryggvi Snær Hlinason og Kristófer Acox voru þá einnig með. Kristófer er sá eini þeirra sem var ekki með í að tryggja EM-sætið í gær, eftir að hafa komist á ferðina í síðasta mánuði eftir langvinn meiðsli. Hlynur Bærings, Hörður Axel, Jón Arnór, Logi, Pavel og Brynjar Þór Björnsson voru einnig í hópnum árið 2017. Það verður svo að koma í ljós hvaða tólf leikmenn Craig Pedersen tekur með á sitt þriðja stórmót í ágúst og hvar Ísland mun spila. Tólf manna hópur Íslands gegn Tyrkjum í gær: Bjarni Guðmann Jónsson Elvar Már Friðriksson Haukur Helgi Pálsson Hilmar Smári Henningsson Kári Jónsson Kristinn Pálsson Martin Hermannsson Orri Gunnarsson Sigtryggur Arnar Björnsson Styrmir Snær Þrastarson Tryggvi Snær Hlinason Ægir Þór Steinarsson Jón Axel Guðmundsson gat ekki spilað í gær vegna meiðsla og kom Kári Jónsson inn í hans stað. Jón Axel og Kári voru báðir í hópnum sem vann Ítalíu í nóvember en Martin var þá meiddur. Kristófer Acox gerir einnig tilkall til sætis í hópnum nú þegar hann er heill heilsu. Þá voru Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, Sigurður Pétursson og Hjálmar Stefánsson allir í hóp í að minnsta kosti einum leik í undankeppni EM. Yngri leikmenn á borð við Tómas Val Þrastarson og Almar Orra Atlason, sem spila í bandaríska háskólakörfuboltanum, horfa eflaust einnig til mótsins í ágúst, ásamt fleirum. EM fer fram í fjórum borgum víðs vegar um Evrópu. Einn riðill verður spilaður í Tampere í Finnlandi, annar í Riga í Lettlandi, þriðji í Katowice í Póllandi og fjórði í Limassol á Kýpur. Dregið verður í riðla 27. mars. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Sjá meira
Martin Hermannsson, Ægir Þór Steinarsson og Haukur Helgi Pálsson voru allir í tólf manna hópnum sem fór á fyrsta stórmót Íslands, EM í Þýskalandi árið 2015. Úr þessum hópi frumkvöðla eru sex leikmenn hættir, þeir Axel Kárason, Jakob Örn Sigurðarson, Jón Arnór Stefánsson, Helgi Már Magnússon, Logi Gunnarsson og Pavel Ermolinskij. Hörður Axel Vilhjálmsson, Hlynur Bæringsson og Ragnar Ágúst Nathanaelsson voru í hópnum og eru enn að spila en hafa ekki verið í landsliðinu að undanförnu. Síðast þegar Ísland fór á EM, árið 2017, voru þeir Martin, Ægir og Haukur áfram í hópnum. Elvar Már Friðriksson, Tryggvi Snær Hlinason og Kristófer Acox voru þá einnig með. Kristófer er sá eini þeirra sem var ekki með í að tryggja EM-sætið í gær, eftir að hafa komist á ferðina í síðasta mánuði eftir langvinn meiðsli. Hlynur Bærings, Hörður Axel, Jón Arnór, Logi, Pavel og Brynjar Þór Björnsson voru einnig í hópnum árið 2017. Það verður svo að koma í ljós hvaða tólf leikmenn Craig Pedersen tekur með á sitt þriðja stórmót í ágúst og hvar Ísland mun spila. Tólf manna hópur Íslands gegn Tyrkjum í gær: Bjarni Guðmann Jónsson Elvar Már Friðriksson Haukur Helgi Pálsson Hilmar Smári Henningsson Kári Jónsson Kristinn Pálsson Martin Hermannsson Orri Gunnarsson Sigtryggur Arnar Björnsson Styrmir Snær Þrastarson Tryggvi Snær Hlinason Ægir Þór Steinarsson Jón Axel Guðmundsson gat ekki spilað í gær vegna meiðsla og kom Kári Jónsson inn í hans stað. Jón Axel og Kári voru báðir í hópnum sem vann Ítalíu í nóvember en Martin var þá meiddur. Kristófer Acox gerir einnig tilkall til sætis í hópnum nú þegar hann er heill heilsu. Þá voru Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, Sigurður Pétursson og Hjálmar Stefánsson allir í hóp í að minnsta kosti einum leik í undankeppni EM. Yngri leikmenn á borð við Tómas Val Þrastarson og Almar Orra Atlason, sem spila í bandaríska háskólakörfuboltanum, horfa eflaust einnig til mótsins í ágúst, ásamt fleirum. EM fer fram í fjórum borgum víðs vegar um Evrópu. Einn riðill verður spilaður í Tampere í Finnlandi, annar í Riga í Lettlandi, þriðji í Katowice í Póllandi og fjórði í Limassol á Kýpur. Dregið verður í riðla 27. mars.
Tólf manna hópur Íslands gegn Tyrkjum í gær: Bjarni Guðmann Jónsson Elvar Már Friðriksson Haukur Helgi Pálsson Hilmar Smári Henningsson Kári Jónsson Kristinn Pálsson Martin Hermannsson Orri Gunnarsson Sigtryggur Arnar Björnsson Styrmir Snær Þrastarson Tryggvi Snær Hlinason Ægir Þór Steinarsson
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Sjá meira