Mikil stemmning og spenna var á laugardagskvöldið þar sem VÆB bræður enduðu á að hafa betur í keppninni um farseðilinn til Basel í Sviss í maí.
Meðal skemmtiatriða á meðan símakosning fór fram var atriði með kynnunum Benedikt Valssyni, Fannari Sveinssyni og Guðrúnu Dís Emilsdóttur þar sem Patrik Snær og Herbert Guðmundsson stigu á stokk. Tónlistarmaðurinn Benjamín Snær Höskuldsson, betur þekktur sem Séra Bjössi úr samnefndri sveit, upplýsti í færslu á TikTok að Patrik væri ekki staddur í Gufunesi heldur á Akureyri.
Séra Bjössi leggur sérstaklega á það í myndbandinu á TikTok að í hægra horni á skjá RÚV standi „beint“ sem geti ekki verið, nema Patrik búi yfir þeim leyndu hæfileikum að vera á tveimur stöðum í einu.
Því virðist sem RÚV hafi tekið upp umrætt atriði og spilað upptökuna á laugardagskvöldinu. Dómararennsli var á keppninni á föstudagskvöldinu og því hefði RÚV getað nýtt sér upptöku frá því og spilað á laugardaginn.
Watch on TikTok