Viðskipti innlent

Viðar nýr sölu­stjóri Wisefish

Atli Ísleifsson skrifar
Viðar Engilbertsson.
Viðar Engilbertsson. Hulda Margrét

Viðar Engilbertsson hefur verið ráðinn sem sölustjóri Wisefish. Hann mun stýra sölustarfi félagsins og styðja við áframhaldandi sókn þess á bæði innlenda og erlenda markaði.

Í tilkynningu frá Wisefish segir að Viðar hafi stundað meistaranám í markaðsfræði- og alþjóðaviðskiptum og sé einnig með meistaragráðu í líffræði frá Háskóla Íslands. 

„Hann hefur víðtæka reynslu úr sjávarútveginum og hefur meðal annars starfað hjá Skaginn 3X, Samtökum fyrirtækja í Sjávarútvegi (SFS) og síðast sem sölu- og markaðsstjóri hjá Vélfagi. 

Wisefish er leiðandi í viðskiptalausnum fyrir aðfangakeðju sjávarútvegs- og eldisfyrirtækja. Lausnir Wisefish hafa verið í stöðugri þróun í yfir tvo áratugi og eru nýttar í mörgum af stærstu sjávarútvegsfélögum Íslands sem og í fjölda annara landa,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×