„Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 28. febrúar 2025 09:00 Háski og Luigi frumsýna hér tónlistarmyndband við lagið Meira frelsi. Stikla úr myndbandi Tónlistarmaðurinn Darri Tryggvason, betur þekkur undir listamannsnafninu Háski, var að gefa út lagið Meira frelsi. Lagið sækir innblástur í lag af sama nafni sem sveitin Mercedez Club gerði ódauðlegt fyrir tæpum tveimur áratugum síðan. Frumsýna tónlistarmyndband Tónlistarmaðurinn og fótboltakappinn Logi Tómasson eða Luigi syngur með Darra. „Við höfum unnið saman nokkrum sinnum en aldrei gefið neitt út fyrr en nú. Samvinnan gekk mjög vel,“ segir Darri. „Ég heyrði í Rúnari Inga Guðmundssyni sem gerði tónlistarmyndbandið frekar snemma í ferlinu á laginu af því ég vissi að ég vildi myndband við þetta. Við horfðum á gamla tónlistarmyndbandið og fengum mikinn innblástur þaðan. Þemað er ræktin og djammið, einfalt og ekki flókið.“ Hér má sjá tónlistarmyndbandið við lagið: Klippa: Háski ft. Luigi - Meira frelsi Blessun frá Barða „Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi af laginu Meira frelsi og var heillengi með hugmyndina um að sampla hluta úr viðlaginu. Meira frelsi frasinn nær yfir svo ótrúlega mikið af hlutum þannig að innblásturinn var bara frelsi til að gera allt sem þig langar til að gera,“ segir Darri og bætir við að hann hafi í kjölfarið rætt við pródúsentinn Ingimar um að framkvæma hugmyndina. „Hann var mjög til í þetta. Við bjuggum til demó og vorum mjög sáttir það kom út. Daginn eftir hringdi ég síðan í Barða Jóhannsson sem samdi lagið og spurði hann hvort við mættum nota þetta brot úr Meira frelsi. Hann fýlaði demóið, gaf sína blessun á þetta og rest is history.“ Darri segist lengi hafa verið aðdáandi Mercedes Club „Hlynur Áskelsson sem kallaði sig Ceres4 og var í hljómsveitinni var fótboltaþjálfarinn minn á þeim tíma sem Mercedes Club var að keppa í Eurovision þannig að ég stóð með mínum manni. Síðan var tónlistin og konseptið mjög gott.“ Tónlistarheimurinn á vel við Darra sem segir það besta vera að geta skemmt fólkinu. „Ég myndi líka segja að næstum því allt við bransann sé krefjandi en ekkert af því er leiðinlegt. Stefnan er svo bara halda áfram að gera tónlist og hafa gaman.“ Hér má hlusta á lagið á streymisveitunni Spotify. Tónlist Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Frumsýna tónlistarmyndband Tónlistarmaðurinn og fótboltakappinn Logi Tómasson eða Luigi syngur með Darra. „Við höfum unnið saman nokkrum sinnum en aldrei gefið neitt út fyrr en nú. Samvinnan gekk mjög vel,“ segir Darri. „Ég heyrði í Rúnari Inga Guðmundssyni sem gerði tónlistarmyndbandið frekar snemma í ferlinu á laginu af því ég vissi að ég vildi myndband við þetta. Við horfðum á gamla tónlistarmyndbandið og fengum mikinn innblástur þaðan. Þemað er ræktin og djammið, einfalt og ekki flókið.“ Hér má sjá tónlistarmyndbandið við lagið: Klippa: Háski ft. Luigi - Meira frelsi Blessun frá Barða „Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi af laginu Meira frelsi og var heillengi með hugmyndina um að sampla hluta úr viðlaginu. Meira frelsi frasinn nær yfir svo ótrúlega mikið af hlutum þannig að innblásturinn var bara frelsi til að gera allt sem þig langar til að gera,“ segir Darri og bætir við að hann hafi í kjölfarið rætt við pródúsentinn Ingimar um að framkvæma hugmyndina. „Hann var mjög til í þetta. Við bjuggum til demó og vorum mjög sáttir það kom út. Daginn eftir hringdi ég síðan í Barða Jóhannsson sem samdi lagið og spurði hann hvort við mættum nota þetta brot úr Meira frelsi. Hann fýlaði demóið, gaf sína blessun á þetta og rest is history.“ Darri segist lengi hafa verið aðdáandi Mercedes Club „Hlynur Áskelsson sem kallaði sig Ceres4 og var í hljómsveitinni var fótboltaþjálfarinn minn á þeim tíma sem Mercedes Club var að keppa í Eurovision þannig að ég stóð með mínum manni. Síðan var tónlistin og konseptið mjög gott.“ Tónlistarheimurinn á vel við Darra sem segir það besta vera að geta skemmt fólkinu. „Ég myndi líka segja að næstum því allt við bransann sé krefjandi en ekkert af því er leiðinlegt. Stefnan er svo bara halda áfram að gera tónlist og hafa gaman.“ Hér má hlusta á lagið á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp